Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar 10. mars 2025 07:01 Ég hef verið VR félagi til margra ára en undanfarnar vikur hef ég verið að fylgjast með kosningabaráttunni í VR og þeim greinum sem birst hafa um sitjandi formann. Ef marka má skrif stuðningsmanna hennar, þá er hún algjörlega ómissandi, hreint út sagt dásamleg manneskja, frábær, hress og létt í skapi. Það virðist næstum því eins og þetta sé í starfslýsingu formanns VR: að vera „hress og skemmtileg“ en ekki að berjast fyrir félagsfólk VR af fullum krafti. Ég ætla ekki að segja neina slíka hetjusögu hér. Ég ætla ekki að tala um einhverja goðsagnakennda frammistöðu eða tilfinningalega upphafningu á persónuleika. Nei, ég ætla að segja frá manni sem ég hef kynnst í hversdagsleikanum, manni sem hefur ávallt verið tilbúinn að leggja sitt af mörkum, hvort sem það er innan VR eða í daglegu lífi. Þorsteinn Skúli er ekki sá sem slær sér upp með stórum orðum eða gerir sig að aðalpersónu í sögunum sem hann segir. En hann er sá sem stendur þétt við bakið á fólki. Ég man eftir einni lítilli sögu sem lýsir honum vel: Þegar samstarfsmaður minn átti í erfiðleikum með að fá réttindi sín viðurkennd af vinnuveitanda, var það Þorsteinn sem steig inn, ekki með hávaða og látum, heldur með þrautseigju og úthugsaðri nálgun. Hann veit að orkan á að fara í að leysa vandamál, ekki í að búa til sviðsettar hetjusögur um sjálfan sig. Hann er líka þessi týpa sem á enn gamla VR-bollann sinn eftir öll þessi ár, því fyrir honum snýst VR ekki um tískubylgjur eða stór orð, heldur um raunverulegt starf og tryggð við félagið og fólkið í því. Hann hefur unnið innan VR um árabil, þekkir bæði styrkleika og veikleika þess og veit að samband félagsfólks og forystu á að byggja á trausti og gagnsæi. Ég kýs Þorstein Skúla ekki vegna þess að hann sé „hress og skemmtilegur“. Ég kýs hann vegna þess að hann er trúverðugur, harðduglegur og sannarlega tilbúinn að vinna fyrir félagsfólk VR. Ég kýs hann vegna þess að ég veit að hann mun setja okkar hagsmuni í fyrsta sæti, ekki sitt eigið sviðsljós. Ég hvet ykkur öll til að gera slíkt hið sama. Kjósið rétt. Kjósið Þorstein Skúla Sveinsson sem formann VR. Félagi í VR til margra ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Ég hef verið VR félagi til margra ára en undanfarnar vikur hef ég verið að fylgjast með kosningabaráttunni í VR og þeim greinum sem birst hafa um sitjandi formann. Ef marka má skrif stuðningsmanna hennar, þá er hún algjörlega ómissandi, hreint út sagt dásamleg manneskja, frábær, hress og létt í skapi. Það virðist næstum því eins og þetta sé í starfslýsingu formanns VR: að vera „hress og skemmtileg“ en ekki að berjast fyrir félagsfólk VR af fullum krafti. Ég ætla ekki að segja neina slíka hetjusögu hér. Ég ætla ekki að tala um einhverja goðsagnakennda frammistöðu eða tilfinningalega upphafningu á persónuleika. Nei, ég ætla að segja frá manni sem ég hef kynnst í hversdagsleikanum, manni sem hefur ávallt verið tilbúinn að leggja sitt af mörkum, hvort sem það er innan VR eða í daglegu lífi. Þorsteinn Skúli er ekki sá sem slær sér upp með stórum orðum eða gerir sig að aðalpersónu í sögunum sem hann segir. En hann er sá sem stendur þétt við bakið á fólki. Ég man eftir einni lítilli sögu sem lýsir honum vel: Þegar samstarfsmaður minn átti í erfiðleikum með að fá réttindi sín viðurkennd af vinnuveitanda, var það Þorsteinn sem steig inn, ekki með hávaða og látum, heldur með þrautseigju og úthugsaðri nálgun. Hann veit að orkan á að fara í að leysa vandamál, ekki í að búa til sviðsettar hetjusögur um sjálfan sig. Hann er líka þessi týpa sem á enn gamla VR-bollann sinn eftir öll þessi ár, því fyrir honum snýst VR ekki um tískubylgjur eða stór orð, heldur um raunverulegt starf og tryggð við félagið og fólkið í því. Hann hefur unnið innan VR um árabil, þekkir bæði styrkleika og veikleika þess og veit að samband félagsfólks og forystu á að byggja á trausti og gagnsæi. Ég kýs Þorstein Skúla ekki vegna þess að hann sé „hress og skemmtilegur“. Ég kýs hann vegna þess að hann er trúverðugur, harðduglegur og sannarlega tilbúinn að vinna fyrir félagsfólk VR. Ég kýs hann vegna þess að ég veit að hann mun setja okkar hagsmuni í fyrsta sæti, ekki sitt eigið sviðsljós. Ég hvet ykkur öll til að gera slíkt hið sama. Kjósið rétt. Kjósið Þorstein Skúla Sveinsson sem formann VR. Félagi í VR til margra ára.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar