„Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. mars 2025 19:32 Mikel Arteta ræðir við sína menn. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði sína menn ekki hafa skapað næg færi þegar þeir voru með yfirburði gegn Manchester United á Old Trafford. Jafnframt sagði hann sína menn hafa getað tapað leiknum sem lauk með 1-1 jafntefli. Man United og Arsenal gerðu jafntefli í kaflaskiptum leik. Úrslitin þýða að það er aðeins tímaspursmál hvenær Liverpool verður Englandsmeistari en Skytturnar hans Arteta voru í raun eina liðið sem gat náð lærisveinum Arne Slot. „Við reyndum ekki á markvörðinn þegar við höfðum yfirburði á vellinum í fyrri hálfleik. Við komumst í frábærar stöður en náðum ekki skoti eða þá að síðasta sendingin klikkaði. Við nýttum ekki yfirburði okkar, flýttum okkur of mikið og fórum síðan að tapa einvígum. Á endanum hefðum við getað tapað leiknum,“ sagði Arteta í viðtali eftir leik. „Stundum kemur fyrir að það vantar. Sendingin þarf að koma frá réttum manni, á réttan hátt og vera á réttan mann til að skjóta,“ sagði Arteta um vandræði sinna manna fyrir framan markið. „Hvernig við fengum á okkur færi á ákveðnum augnablikum var heldur ekki boðlegt. Þeir búa yfir of miklum gæðum, velja oftast nær rétta leikmanninn og venjulega endar það með marki.“ „Við opnuðum á möguleikann til að tapa leiknum. Það var ekki möguleiki að við myndum tapa en svo opnuðum við hliðið sjálfir. Ég mun ávallt verja leikmenn mína öllum stundum en á þessum augnablikum verðum við að gera betur,“ sagði Arteta að lokum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Sjá meira
Man United og Arsenal gerðu jafntefli í kaflaskiptum leik. Úrslitin þýða að það er aðeins tímaspursmál hvenær Liverpool verður Englandsmeistari en Skytturnar hans Arteta voru í raun eina liðið sem gat náð lærisveinum Arne Slot. „Við reyndum ekki á markvörðinn þegar við höfðum yfirburði á vellinum í fyrri hálfleik. Við komumst í frábærar stöður en náðum ekki skoti eða þá að síðasta sendingin klikkaði. Við nýttum ekki yfirburði okkar, flýttum okkur of mikið og fórum síðan að tapa einvígum. Á endanum hefðum við getað tapað leiknum,“ sagði Arteta í viðtali eftir leik. „Stundum kemur fyrir að það vantar. Sendingin þarf að koma frá réttum manni, á réttan hátt og vera á réttan mann til að skjóta,“ sagði Arteta um vandræði sinna manna fyrir framan markið. „Hvernig við fengum á okkur færi á ákveðnum augnablikum var heldur ekki boðlegt. Þeir búa yfir of miklum gæðum, velja oftast nær rétta leikmanninn og venjulega endar það með marki.“ „Við opnuðum á möguleikann til að tapa leiknum. Það var ekki möguleiki að við myndum tapa en svo opnuðum við hliðið sjálfir. Ég mun ávallt verja leikmenn mína öllum stundum en á þessum augnablikum verðum við að gera betur,“ sagði Arteta að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Sjá meira