Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2025 09:08 Múte B. Egede, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, við kappræður flokkanna í aðdraganda þingkosninga sem fara fram á morgun. Vísir/EPA Formaður grænlensku landsstjórnarinnar segir að Bandaríkjaforseti komi ekki fram við Grænlendinga af virðingu með hótunum sínum um að yfirtaka eyjuna. Hann vill sjá breiða samsteypustjórn eftir kosningar til grænlenska þingsins sem fara fram á morgun. Bandaríkjaforseti hefur ítrekað sagt að hann vilji að Grænland verði hluti af Bandaríkjunum. Síðast gerði hann það í stefnuræðu sinni í bandaríska þinginu í síðustu viku þegar hann sagði að Bandaríkin kæmust yfir Grænland með „einum eða öðrum hætti“. Framferði forsetans fellur illa í kramið hjá Múte B. Egede, formanni grænlensku landsstjórnarinnar. Hann segir bandaríska forsetann óútreiknanlegan á hátt sem valdi fólki óöryggi. Heimsskipan síðustu áttatíu ára virðist á hverfanda hveli. „Við verðskuldum að komið sé fram við okkur af virðingu og ég tel ekki að að bandaríski forsetinn hafi gert það frá því að hann tók við embætti,“ segir Egede í viðtali við danska ríkisútvarpið sem lýsir ummælum grænlenska leiðtogans sem þeim mest afgerandi um Bandaríkjaforseta til þessa. Lítilsvirðingin í garð Grænlendinga hafi jafnvel þveröfug áhrif á vilja þeirra til vinna með Bandaríkjunum. „Ég held að þeir hlutir sem Bandaríkjaforseti hefur gert nýlega láti okkur ekki vilja vera eins náin og við gætum hafa viljað áður,“ segir Egede. Skoðanakannanir hafa sýnt að allt að 85 prósent Grænlendinga vilji ekki tilheyra Bandaríkjunum. Flokkarnir þurfi að standa saman í öldurótinu Sex flokkar eru í framboði í kosningunum á morgun. Allir nema borgaralegi flokkurinn Atassut, sem vill efla tengslin við Danmörku, eru fylgjandi sjálfstæði Grænlands. Aðeins einn þeirra talar nú fyrir nánara samstarfi við Bandaríkin, Naleraq. Sá flokkur var til skamms tíma í stjórn með Inuit Ataqatigiit, flokki Egede. Egede segist ekki útiloka samstarf við neinn flokk eftir kosningarnar á morgun. Hann segist vilja sjá breiða og sterka samsteypustjórn sem geti lagt drög að því hvernig Grænlendingar geti öðlast sjálfstæði. Óljóst er hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði gæti farið fram. „Ég segi vanalega að við verðum að vinna að því á hverjum degi að komast nær því. Ég vil ekki nefna ár en með allt það sem er í gangi tel ég að flokkunum beri skylda til að standa saman og gera öfluga áætlun um sameiginlega sýn þeirra [um sjálfstæði],“ segir formaðurinn. Grænland Danmörk Bandaríkin Donald Trump Kosningar á Grænlandi Tengdar fréttir Kosningar í Grænlandi framundan Kosningar verða haldnar í Grænlandi þann 11. mars. Núverandi formaður landstjórnar sækist eftir endurkjöri. 4. febrúar 2025 19:00 Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Lang flestir Grænlendingar vilja ekki að Grænland tilheyra Bandaríkjunum. Svo svöruðu 85 prósent svarenda í nýrri könnun þar í landi. Tæpur helmingur þeirra sem svöruðu segjast þó sjá mikil tækifæri í áhuga Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á eyjunni. 28. janúar 2025 22:35 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Sjá meira
Bandaríkjaforseti hefur ítrekað sagt að hann vilji að Grænland verði hluti af Bandaríkjunum. Síðast gerði hann það í stefnuræðu sinni í bandaríska þinginu í síðustu viku þegar hann sagði að Bandaríkin kæmust yfir Grænland með „einum eða öðrum hætti“. Framferði forsetans fellur illa í kramið hjá Múte B. Egede, formanni grænlensku landsstjórnarinnar. Hann segir bandaríska forsetann óútreiknanlegan á hátt sem valdi fólki óöryggi. Heimsskipan síðustu áttatíu ára virðist á hverfanda hveli. „Við verðskuldum að komið sé fram við okkur af virðingu og ég tel ekki að að bandaríski forsetinn hafi gert það frá því að hann tók við embætti,“ segir Egede í viðtali við danska ríkisútvarpið sem lýsir ummælum grænlenska leiðtogans sem þeim mest afgerandi um Bandaríkjaforseta til þessa. Lítilsvirðingin í garð Grænlendinga hafi jafnvel þveröfug áhrif á vilja þeirra til vinna með Bandaríkjunum. „Ég held að þeir hlutir sem Bandaríkjaforseti hefur gert nýlega láti okkur ekki vilja vera eins náin og við gætum hafa viljað áður,“ segir Egede. Skoðanakannanir hafa sýnt að allt að 85 prósent Grænlendinga vilji ekki tilheyra Bandaríkjunum. Flokkarnir þurfi að standa saman í öldurótinu Sex flokkar eru í framboði í kosningunum á morgun. Allir nema borgaralegi flokkurinn Atassut, sem vill efla tengslin við Danmörku, eru fylgjandi sjálfstæði Grænlands. Aðeins einn þeirra talar nú fyrir nánara samstarfi við Bandaríkin, Naleraq. Sá flokkur var til skamms tíma í stjórn með Inuit Ataqatigiit, flokki Egede. Egede segist ekki útiloka samstarf við neinn flokk eftir kosningarnar á morgun. Hann segist vilja sjá breiða og sterka samsteypustjórn sem geti lagt drög að því hvernig Grænlendingar geti öðlast sjálfstæði. Óljóst er hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði gæti farið fram. „Ég segi vanalega að við verðum að vinna að því á hverjum degi að komast nær því. Ég vil ekki nefna ár en með allt það sem er í gangi tel ég að flokkunum beri skylda til að standa saman og gera öfluga áætlun um sameiginlega sýn þeirra [um sjálfstæði],“ segir formaðurinn.
Grænland Danmörk Bandaríkin Donald Trump Kosningar á Grænlandi Tengdar fréttir Kosningar í Grænlandi framundan Kosningar verða haldnar í Grænlandi þann 11. mars. Núverandi formaður landstjórnar sækist eftir endurkjöri. 4. febrúar 2025 19:00 Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Lang flestir Grænlendingar vilja ekki að Grænland tilheyra Bandaríkjunum. Svo svöruðu 85 prósent svarenda í nýrri könnun þar í landi. Tæpur helmingur þeirra sem svöruðu segjast þó sjá mikil tækifæri í áhuga Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á eyjunni. 28. janúar 2025 22:35 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Sjá meira
Kosningar í Grænlandi framundan Kosningar verða haldnar í Grænlandi þann 11. mars. Núverandi formaður landstjórnar sækist eftir endurkjöri. 4. febrúar 2025 19:00
Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Lang flestir Grænlendingar vilja ekki að Grænland tilheyra Bandaríkjunum. Svo svöruðu 85 prósent svarenda í nýrri könnun þar í landi. Tæpur helmingur þeirra sem svöruðu segjast þó sjá mikil tækifæri í áhuga Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á eyjunni. 28. janúar 2025 22:35
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent