Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. mars 2025 21:03 Steingerður segir leitt að missa af ráðstefnunni. Þrátt fyrir það hafi henni verið vel tekið hér heima, og hún ekki mætt neinum fordómum. Trans kona sem sótt hefur árlega ráðstefnu í San Francisco í um áratug segist ekki hafa treyst sér í ferðina vegna nýrra reglna um skráð kyn í vegabréfi í Bandaríkjunum. Það sé ótrúlegt að sjá Bandaríkin skipa sér í hóp með öðrum löndum sem trans fólk forðist að ferðast til. „Ég var á leiðinni á stærstu leikjahönnuða- og framleiðendaráðstefna í heimi, sem er búin að vera þarna í tugi ára. Ég hef farið þangað í svona tíu ár,“ segir Steingerður Lóa Gunnarsdóttir leikjahönnuður. Fyrirhuguð brottför var á föstudag, en nú er ljóst að ekkert verður úr ferðinni. Steingerður er með meistarapróf í leikjahönnun frá NYU, og sótti ráðstefnuna fyrst þegar hún var þar við nám. „Ég hef farið eiginlega á hverju ári síðan, fyrir utan Covid-árin, og er búin að vera í sjálfboðavinnu á ráðstefnunni og verið að sjá um borðspilahorn á hátíðinni. Ég hef verið að sjá um skipulagið þar í nokkur ár, og þarf í raun að gera það í fjarvinnu þótt ég fái ekki að vera með á hátíðinni.“ Steingerður segir ótrúlegt að sjá Bandaríkin skipa sér á lista með Rússlandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum þegar kemur að málefnum trans fólks. Ástæðan er fyrirskipun innan úr utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, um að landamæraverðir skuli, í tilfellum þar sem grunur leikur á að ferðalangar greini rangt frá kyni sínu, meta hvort beita eigi lagaákvæði sem myndi banna viðkomandi að koma til Bandaríkjanna til frambúðar. Ómögulegt að vita hvað gerist við landamærin Fyrirskipunin, sem var í formi minnisblaðs, kom fram eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun um að trans íþróttafólk mætti ekki keppa í íþróttum kvenna. „En ef maður skoðar minnisblaðið þá er það bara allt trans fólk sem er um að ræða,“ segir Steingerður, sem hefur fylgst vel með gangi mála vestanhafs. „Það er ómögulegt að vita hvort það verði vandamál út af þessu eða ekki, en ég þori ekki að fara.“ Óljóst hvaða sannanir þurfi Steingerður segir að við komuna til Bandaríkjanna gæti vegabréf hennar vakið upp grunsemdir þar sem kyn hennar á vegabréfinu er ekki það sama og henni var úthlutað við fæðingu. „Þá þurfa þeir sannanir. Það er mjög óljóst hvaða sannanir það eru, hvort þeir myndu þá vilja fá að skoða mann - jafnvel sís manneskjur eru stressaðar um að fara í gegnum vegabréfaeftirlitið.“ Slík skoðun geti leitt af sér bann við inngöngu í landið, og jafnvel lífstíðarlandvistarbann. Það er nokkuð sem Steingerður hættir ekki á. „Ég reyndi að kynna mér þetta eins mikið og ég gat, vegna þess að þetta er svo nýtt. Ég veit af nokkrum öðrum erlendis sem eru að hætta við ferðir til Bandaríkjanna út af þessu.“ Hélt ekki að Bandaríkin færu sömu leið og Rússland Steingerður segir sorglegt að sjá þessa þróun í málefnum trans fólks vestan hafs. „Þetta er bara ótrúlegt. Maður hélt ekki að þetta færi á sama stað og Rússland, Sameinuðu arabísku furstadæmin og þessi lönd sem ég vissi nú þegar að ég ætti ekki að fara til. Vonandi að þetta lagist, það verði hægt að sýna fram á að þessar reglugerðir standist ekki lög og þessu verði snúið til baka.“ Þrátt fyrir allt vill Steingerður ekki aðeins velta sér upp úr neikvæðni þegar kemur að málefnum trans fólks, og bætir við: „Mitt ferli hefur allt verið ótrúlega jákvætt og mér verið tekið vel á Íslandi. Ég hef aldrei lent í neinum fordómum. Það er svo leiðinlegt að lesa alltaf bara hörmungarsögur af trans fólki. Það hefur allt verið frábært hér, en það er leiðinilegt að komast ekki í þessa ferð.“ Hinsegin Bandaríkin Málefni trans fólks Íslendingar erlendis Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
„Ég var á leiðinni á stærstu leikjahönnuða- og framleiðendaráðstefna í heimi, sem er búin að vera þarna í tugi ára. Ég hef farið þangað í svona tíu ár,“ segir Steingerður Lóa Gunnarsdóttir leikjahönnuður. Fyrirhuguð brottför var á föstudag, en nú er ljóst að ekkert verður úr ferðinni. Steingerður er með meistarapróf í leikjahönnun frá NYU, og sótti ráðstefnuna fyrst þegar hún var þar við nám. „Ég hef farið eiginlega á hverju ári síðan, fyrir utan Covid-árin, og er búin að vera í sjálfboðavinnu á ráðstefnunni og verið að sjá um borðspilahorn á hátíðinni. Ég hef verið að sjá um skipulagið þar í nokkur ár, og þarf í raun að gera það í fjarvinnu þótt ég fái ekki að vera með á hátíðinni.“ Steingerður segir ótrúlegt að sjá Bandaríkin skipa sér á lista með Rússlandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum þegar kemur að málefnum trans fólks. Ástæðan er fyrirskipun innan úr utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, um að landamæraverðir skuli, í tilfellum þar sem grunur leikur á að ferðalangar greini rangt frá kyni sínu, meta hvort beita eigi lagaákvæði sem myndi banna viðkomandi að koma til Bandaríkjanna til frambúðar. Ómögulegt að vita hvað gerist við landamærin Fyrirskipunin, sem var í formi minnisblaðs, kom fram eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun um að trans íþróttafólk mætti ekki keppa í íþróttum kvenna. „En ef maður skoðar minnisblaðið þá er það bara allt trans fólk sem er um að ræða,“ segir Steingerður, sem hefur fylgst vel með gangi mála vestanhafs. „Það er ómögulegt að vita hvort það verði vandamál út af þessu eða ekki, en ég þori ekki að fara.“ Óljóst hvaða sannanir þurfi Steingerður segir að við komuna til Bandaríkjanna gæti vegabréf hennar vakið upp grunsemdir þar sem kyn hennar á vegabréfinu er ekki það sama og henni var úthlutað við fæðingu. „Þá þurfa þeir sannanir. Það er mjög óljóst hvaða sannanir það eru, hvort þeir myndu þá vilja fá að skoða mann - jafnvel sís manneskjur eru stressaðar um að fara í gegnum vegabréfaeftirlitið.“ Slík skoðun geti leitt af sér bann við inngöngu í landið, og jafnvel lífstíðarlandvistarbann. Það er nokkuð sem Steingerður hættir ekki á. „Ég reyndi að kynna mér þetta eins mikið og ég gat, vegna þess að þetta er svo nýtt. Ég veit af nokkrum öðrum erlendis sem eru að hætta við ferðir til Bandaríkjanna út af þessu.“ Hélt ekki að Bandaríkin færu sömu leið og Rússland Steingerður segir sorglegt að sjá þessa þróun í málefnum trans fólks vestan hafs. „Þetta er bara ótrúlegt. Maður hélt ekki að þetta færi á sama stað og Rússland, Sameinuðu arabísku furstadæmin og þessi lönd sem ég vissi nú þegar að ég ætti ekki að fara til. Vonandi að þetta lagist, það verði hægt að sýna fram á að þessar reglugerðir standist ekki lög og þessu verði snúið til baka.“ Þrátt fyrir allt vill Steingerður ekki aðeins velta sér upp úr neikvæðni þegar kemur að málefnum trans fólks, og bætir við: „Mitt ferli hefur allt verið ótrúlega jákvætt og mér verið tekið vel á Íslandi. Ég hef aldrei lent í neinum fordómum. Það er svo leiðinlegt að lesa alltaf bara hörmungarsögur af trans fólki. Það hefur allt verið frábært hér, en það er leiðinilegt að komast ekki í þessa ferð.“
Hinsegin Bandaríkin Málefni trans fólks Íslendingar erlendis Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira