Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson og Katrín Anna Lund skrifa 11. mars 2025 14:10 Nú stendur fyrir dyrum kjör til rektors Háskóla Íslands. Komandi rektor bíður það verkefni að leiða háskólann í gegnum samfélagslegt umrót og efla stuðning almennings og stjórnmálafólks við vísindastörf. Miklu máli skiptir að nýr rektor hafi skýra sýn á grundvallarhlutverk háskóla í samfélagi dagsins í dag. Það er síður en svo sjálfssagt að frjáls og skapandi háskóli sé til staðar í okkar litla samfélagi. Háskólar víða um heim liggja undir árásum, enda eru þeir prímusmótorar gagnrýninnar hugsunar og sköpunar sem er eitthvað sem valdhöfum víða líkar ekki allskostar við. Slík öfl er líka að finna í íslensku samfélagi; öfl sem óttast kraftmikið háskólastarf sem heldur á lofti merki vísinda og málefnalegrar samræðu, öfl sem snúa staðreyndum á hvolf og fara um með boðum um bönnum um það sem má segja og orða. Við þessar aðstæður skiptir mestu máli að rektor sé leiðandi í að skapa menningu innan skólans sem einkennist af trausti, lýðræði, jafnrétti og upplýstum samræðum. Rektor þarf að vera í stakk búinn til að leysa úr læðingi kraft háskólasamfélagsins til góðra verka. Hann, einn og sér, mun ekki leysa úr vandamálum háskólakerfisins hér á landi en hans hlutverk er að efla samtakamáttinn. Þess vegna þarf háskólasamfélagið ekki einn „sterkan“ leiðtoga, heldur þarf það leiðtoga sem eflir öll sem í háskólanum starfa til að tala máli upplýsingar og frjálsrar þekkingarsköpunar. Rektor þarf að hafa áhrif til þess að byggja upp samfélag þar sem traust og samheldni ríkir, þar sem virðing er borin fyrir öllu starfsfólki, stundakennurum, ræstingafólki, akademískum starfsmönnum og fólki sem starfar í stjórnsýslu og stoðkerfi skólans. Við teljum að Björn Þorsteinsson sé best til þess fallinn að leiða Háskóla Íslands á þessari leið. Hann hefur talað skýrt fyrir þeirri sýn sinni að háskólar séu vin í eyðimörk upplýsingaóreiðu, nokkurs konar andrými þar sem nemendum og starfsfólki gefst skjól til að stunda sín fræði og skapa nýja þekkingu og tækifæri. Andrými felur líka í sér þá sýn að í hverskyns sköpun felist andóf og möguleg endurnýjun sem er frumkraftur háskólastarfs. Við undirrituð höfum átt í farsælu og gefandi samstarfi við Björn og erum sannfærð um kosti hans. Sem vinnufélagi er Björn sanngjarn, strangheiðarlegur, vandvirkur og víðsýnn. Hann tekst á við áskoranir, vegur og metur aðstæður, hlustar, sýnir skilning og er tilbúinn til að taka gagnrýna afstöðu og miðla henni. Við teljum hæfileikann til að hlusta og miðla af kostgæfni og heiðarleika einn þann mikilvægasta sem góður rektor þarf að hafa. Í því felst geta til að skapa sátt, opna á sjónarmið og efla upplýsta samræðu. Við treystum Birni til að vinna af heilum hug og krafti að því að byggja brýr skilnings og samstöðu þvert á fræðasvið og efla stöðu háskólans í samfélaginu. Gunnar Þór Jóhannesson, Prófessor í ferðamálafræði, Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ Katrín Anna Lund, Prófessor í ferðamálafræði, Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Nú stendur fyrir dyrum kjör til rektors Háskóla Íslands. Komandi rektor bíður það verkefni að leiða háskólann í gegnum samfélagslegt umrót og efla stuðning almennings og stjórnmálafólks við vísindastörf. Miklu máli skiptir að nýr rektor hafi skýra sýn á grundvallarhlutverk háskóla í samfélagi dagsins í dag. Það er síður en svo sjálfssagt að frjáls og skapandi háskóli sé til staðar í okkar litla samfélagi. Háskólar víða um heim liggja undir árásum, enda eru þeir prímusmótorar gagnrýninnar hugsunar og sköpunar sem er eitthvað sem valdhöfum víða líkar ekki allskostar við. Slík öfl er líka að finna í íslensku samfélagi; öfl sem óttast kraftmikið háskólastarf sem heldur á lofti merki vísinda og málefnalegrar samræðu, öfl sem snúa staðreyndum á hvolf og fara um með boðum um bönnum um það sem má segja og orða. Við þessar aðstæður skiptir mestu máli að rektor sé leiðandi í að skapa menningu innan skólans sem einkennist af trausti, lýðræði, jafnrétti og upplýstum samræðum. Rektor þarf að vera í stakk búinn til að leysa úr læðingi kraft háskólasamfélagsins til góðra verka. Hann, einn og sér, mun ekki leysa úr vandamálum háskólakerfisins hér á landi en hans hlutverk er að efla samtakamáttinn. Þess vegna þarf háskólasamfélagið ekki einn „sterkan“ leiðtoga, heldur þarf það leiðtoga sem eflir öll sem í háskólanum starfa til að tala máli upplýsingar og frjálsrar þekkingarsköpunar. Rektor þarf að hafa áhrif til þess að byggja upp samfélag þar sem traust og samheldni ríkir, þar sem virðing er borin fyrir öllu starfsfólki, stundakennurum, ræstingafólki, akademískum starfsmönnum og fólki sem starfar í stjórnsýslu og stoðkerfi skólans. Við teljum að Björn Þorsteinsson sé best til þess fallinn að leiða Háskóla Íslands á þessari leið. Hann hefur talað skýrt fyrir þeirri sýn sinni að háskólar séu vin í eyðimörk upplýsingaóreiðu, nokkurs konar andrými þar sem nemendum og starfsfólki gefst skjól til að stunda sín fræði og skapa nýja þekkingu og tækifæri. Andrými felur líka í sér þá sýn að í hverskyns sköpun felist andóf og möguleg endurnýjun sem er frumkraftur háskólastarfs. Við undirrituð höfum átt í farsælu og gefandi samstarfi við Björn og erum sannfærð um kosti hans. Sem vinnufélagi er Björn sanngjarn, strangheiðarlegur, vandvirkur og víðsýnn. Hann tekst á við áskoranir, vegur og metur aðstæður, hlustar, sýnir skilning og er tilbúinn til að taka gagnrýna afstöðu og miðla henni. Við teljum hæfileikann til að hlusta og miðla af kostgæfni og heiðarleika einn þann mikilvægasta sem góður rektor þarf að hafa. Í því felst geta til að skapa sátt, opna á sjónarmið og efla upplýsta samræðu. Við treystum Birni til að vinna af heilum hug og krafti að því að byggja brýr skilnings og samstöðu þvert á fræðasvið og efla stöðu háskólans í samfélaginu. Gunnar Þór Jóhannesson, Prófessor í ferðamálafræði, Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ Katrín Anna Lund, Prófessor í ferðamálafræði, Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun