Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar 12. mars 2025 08:30 Rektor Háskóla Íslands er ekki aðeins leiðtogi starfsmanna og nemenda, heldur getur hann einnig haft áhrif á samfélagið í heild. Ég býð mig fram til að leiða Háskóla Íslands í átt að sjálfbærari framtíð, þar sem menntun, rannsóknir og samfélagsleg ábyrgð spila lykilhlutverk. Vísindi á óvissutímum Framtíðaráskoranir snúast að miklu leyti um sjálfbærni. Sjaldgæfir málmar, nauðsynlegir fyrir orkuskiptin, knýja yfirstandandi baráttu stórveldanna um landvinninga. Einnig eru yfirstandandi menningarátök, þar sem ekki er aðeins vegið að frjálslyndum lífsgildum sem ríkt hafa á Vesturlöndum undanfarna áratugi heldur er vegið að vísindalegri starfsemi og þekkingu. Það birtist ekki aðeins í afneitun á loftslagsbreytingum af mannavöldum og ávinningi bólusetninga heldur í vísindaafneitun almennt. Meira að segja Bandaríkin - sem hingað til hafa verið leiðandi í vísindum og nýsköpun - eru nú kerfisbundið að loka rannsóknarstofnunum. Í slíku ástandi eykst upplýsingaóreiða og æ erfiðara verður að greina hvað er satt og hvað er logið. Því hefur þjálfun í gagnrýnni hugsun og vísindagreiningu aldrei verið mikilvægari – og háskólar aldrei þýðingarmeiri! Þess vegna er mikilvægt að tilvonandi rektor Háskóla Íslands, flaggskips þekkingar á Íslandi, sé með djúpan skilning á alþjóðaværingum. Sjálfbærni í menntun og rannsóknum Háskólar gegna lykilhlutverki í því að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Þar eru stundaðar rannsóknir á rótum loftslagsvandans og lausnum til takast á við hann. Háskólar geta stutt betur við bakið á á þeim sem vinna rannsóknir á þessu aðkallandi sviði án þess þó að hefta akademískt frelsi rannsakenda. Ég tel mikilvægt að móta langtímaáætlun um menntun og rannsóknir sem þjóna Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og þannig tryggja að við sem samfélag höfum nauðsynlega þekkingu til þess að bregðast við framtíðaráskorunum. Skapa þarf víðtæka samstöðu um mikilvægi málaflokksins og virkja allar deildir til þátttöku í breytingum í þágu sjálfbærni. Til þess þarf háskólinn að auðvelda fræðasviðum og deildum háskólans að taka þátt í þverfræðilegu námi í sjálfbærnimálum og styðja við rannsóknir á eðli og afleiðingum loftslagsbreytinga og hvernig megi þróa mótvægis- og aðlögunaraðgerðir. Einnig getur háskólinn með rektor í fararbroddi, með auknum fjárframlögum og stuðningi, eflt starfsemi eininga innan Háskóla Íslands, sem nú þegar vinnur gríðarmikilvægt starf með sjálfbærni að leiðarljósi. Háskóli Íslands getur liðkað fyrir samvinnu sérfræðinga skólans og stjórnvalda, til dæmis með tilfærslum í matskerfi opinberra háskóla. Þannig getur sú mikla þekking sem til er innan HÍ nýst stjórnvöldum við að þróa, samræma og rýna mælikvarða um sjálfbærni og innleiða mótvægis- og aðlögunaraðgerðir hjá ríki, sveitarfélögum, atvinnulífi og aðilum vinnumarkaðarins. Háskóli Íslands sem drifkraftur breytinga Rektor þarf að vera öflugur talsmaður sjálfbærni- og loftslagsmála á opinberum vettvangi. Þá verður næsti rektor Háskóla Íslands að standa þétt við bakið á sínu starfsfólki sem verður fyrir aðkasti þeirra þjóðfélagshópa sem afneita staðreyndum og þarf þess vegna að geta átt markvisst samtal við almenning um hvers vegna afneitun vísinda og þekkingar er hættuleg og hve mikilvæg vísindi eru til þess að auka nýsköpun, tækniþróun og auka velferð samfélaga. Ég býð mig fram til þess að vera sá rektor. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild og frambjóðandi til rektors Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Loftslagsmál Silja Bára R. Ómarsdóttir Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Rektor Háskóla Íslands er ekki aðeins leiðtogi starfsmanna og nemenda, heldur getur hann einnig haft áhrif á samfélagið í heild. Ég býð mig fram til að leiða Háskóla Íslands í átt að sjálfbærari framtíð, þar sem menntun, rannsóknir og samfélagsleg ábyrgð spila lykilhlutverk. Vísindi á óvissutímum Framtíðaráskoranir snúast að miklu leyti um sjálfbærni. Sjaldgæfir málmar, nauðsynlegir fyrir orkuskiptin, knýja yfirstandandi baráttu stórveldanna um landvinninga. Einnig eru yfirstandandi menningarátök, þar sem ekki er aðeins vegið að frjálslyndum lífsgildum sem ríkt hafa á Vesturlöndum undanfarna áratugi heldur er vegið að vísindalegri starfsemi og þekkingu. Það birtist ekki aðeins í afneitun á loftslagsbreytingum af mannavöldum og ávinningi bólusetninga heldur í vísindaafneitun almennt. Meira að segja Bandaríkin - sem hingað til hafa verið leiðandi í vísindum og nýsköpun - eru nú kerfisbundið að loka rannsóknarstofnunum. Í slíku ástandi eykst upplýsingaóreiða og æ erfiðara verður að greina hvað er satt og hvað er logið. Því hefur þjálfun í gagnrýnni hugsun og vísindagreiningu aldrei verið mikilvægari – og háskólar aldrei þýðingarmeiri! Þess vegna er mikilvægt að tilvonandi rektor Háskóla Íslands, flaggskips þekkingar á Íslandi, sé með djúpan skilning á alþjóðaværingum. Sjálfbærni í menntun og rannsóknum Háskólar gegna lykilhlutverki í því að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Þar eru stundaðar rannsóknir á rótum loftslagsvandans og lausnum til takast á við hann. Háskólar geta stutt betur við bakið á á þeim sem vinna rannsóknir á þessu aðkallandi sviði án þess þó að hefta akademískt frelsi rannsakenda. Ég tel mikilvægt að móta langtímaáætlun um menntun og rannsóknir sem þjóna Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og þannig tryggja að við sem samfélag höfum nauðsynlega þekkingu til þess að bregðast við framtíðaráskorunum. Skapa þarf víðtæka samstöðu um mikilvægi málaflokksins og virkja allar deildir til þátttöku í breytingum í þágu sjálfbærni. Til þess þarf háskólinn að auðvelda fræðasviðum og deildum háskólans að taka þátt í þverfræðilegu námi í sjálfbærnimálum og styðja við rannsóknir á eðli og afleiðingum loftslagsbreytinga og hvernig megi þróa mótvægis- og aðlögunaraðgerðir. Einnig getur háskólinn með rektor í fararbroddi, með auknum fjárframlögum og stuðningi, eflt starfsemi eininga innan Háskóla Íslands, sem nú þegar vinnur gríðarmikilvægt starf með sjálfbærni að leiðarljósi. Háskóli Íslands getur liðkað fyrir samvinnu sérfræðinga skólans og stjórnvalda, til dæmis með tilfærslum í matskerfi opinberra háskóla. Þannig getur sú mikla þekking sem til er innan HÍ nýst stjórnvöldum við að þróa, samræma og rýna mælikvarða um sjálfbærni og innleiða mótvægis- og aðlögunaraðgerðir hjá ríki, sveitarfélögum, atvinnulífi og aðilum vinnumarkaðarins. Háskóli Íslands sem drifkraftur breytinga Rektor þarf að vera öflugur talsmaður sjálfbærni- og loftslagsmála á opinberum vettvangi. Þá verður næsti rektor Háskóla Íslands að standa þétt við bakið á sínu starfsfólki sem verður fyrir aðkasti þeirra þjóðfélagshópa sem afneita staðreyndum og þarf þess vegna að geta átt markvisst samtal við almenning um hvers vegna afneitun vísinda og þekkingar er hættuleg og hve mikilvæg vísindi eru til þess að auka nýsköpun, tækniþróun og auka velferð samfélaga. Ég býð mig fram til þess að vera sá rektor. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild og frambjóðandi til rektors Háskóla Íslands
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun