Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Valur Páll Eiríksson skrifar 12. mars 2025 15:00 Van Dijk er heimilt að ræða við félög utan Englands um félagaskipti. Samningur hans við Liverpool rennur út 30. júní næst komandi. Sebastian Frej/MB Media/Getty Images Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, spjallaði við forystumenn Paris Saint-Germain á göngum Anfield eftir leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Samningur Hollendingsins við Liverpool rennur út í sumar. PSG sló Liverpool út úr Meistaradeildinni eftir vítaspyrnukeppni á Anfield í gær. Liverpool vann fyrri leikinn 1-0 í París, en PSG vann 1-0 í gær og Gianluigi Donnarumma var hetja liðsins er hann varði tvær spyrnur í vítakeppninnni. Eftir leik náðist myndband af Virgil van Dijk, fyrirliða Liverpool, ásamt Nasser al-Khelaïfi, forseta PSG, og Luis Campos, yfirmanni knattspyrnumála hjá félaginu. Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG, ræddi málin við van Dijk eftir leik, ásamt Luis Campos, yfirmanni knattspyrnumála hjá franska félaginu.Antonio Borga/Eurasia Sport Images/Getty Images Samningur van Dijk við Liverpool rennur út 30. júní næstkomandi og er félögum utan Englands heimilt að eiga við hann samningaviðræður. Samtalið kunni að renna stoðum undir það að PSG sé að eltast við hollenska landsliðsmanninn. Auk van Dijk eru samningar Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold að renna út í sumar. Mikið hefur verið rætt um framtíð þremenninganna en vera má að Liverpool missi alla þrjá frá sér frítt í sumar. Longue discussion entre Nasser al-Khelaïfi, Luis Campos et Virgil Van Dijk après la qualification du PSG contre Liverpool 👀@footmercato pic.twitter.com/yrsynXdCrJ— Josué Cassé (@CasseJosue) March 11, 2025 Van Dijk gæti orðið sjötti leikmaðurinn til að leika fyrir bæði PSG og Liverpool. Landi hans og fyrrum liðsfélagi Georginio Wijnaldum fór frá Liverpool til PSG þegar samningur hans í Bítlaborginni rann út sumarið 2021. Einnig hafa þeir Mohamed Sissoko, Nicolas Anelka, David N'Gog og Mamadou Sakho spilað fyrir bæði PSG og Liverpool. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Nágrannar stuðningsmanns enska liðsins Liverpool hér í Reykjavík höfðu áhyggjur af honum og hringdu í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu eftir að óhljóð höfðu borist á milli íbúða. 12. mars 2025 11:33 Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Paris Saint-Germain, Bayern München, Inter og Barcelona tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. 12. mars 2025 09:00 „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Luis Enrique og lærisveinar hans í Paris Saint Germain eru komnir áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir að hafa unnið Liverpool 4-1 í vítakeppni á Anfield í kvöld. 11. mars 2025 23:23 „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, hrósaði sínu liði þrátt fyrir tap á móti Paris Saint Germain á Anfield í kvöld. Liverpool er úr leik eftir 1-0 tap í leiknum og 4-1 tap í vítaspyrnukeppni. 11. mars 2025 23:15 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Sjá meira
PSG sló Liverpool út úr Meistaradeildinni eftir vítaspyrnukeppni á Anfield í gær. Liverpool vann fyrri leikinn 1-0 í París, en PSG vann 1-0 í gær og Gianluigi Donnarumma var hetja liðsins er hann varði tvær spyrnur í vítakeppninnni. Eftir leik náðist myndband af Virgil van Dijk, fyrirliða Liverpool, ásamt Nasser al-Khelaïfi, forseta PSG, og Luis Campos, yfirmanni knattspyrnumála hjá félaginu. Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG, ræddi málin við van Dijk eftir leik, ásamt Luis Campos, yfirmanni knattspyrnumála hjá franska félaginu.Antonio Borga/Eurasia Sport Images/Getty Images Samningur van Dijk við Liverpool rennur út 30. júní næstkomandi og er félögum utan Englands heimilt að eiga við hann samningaviðræður. Samtalið kunni að renna stoðum undir það að PSG sé að eltast við hollenska landsliðsmanninn. Auk van Dijk eru samningar Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold að renna út í sumar. Mikið hefur verið rætt um framtíð þremenninganna en vera má að Liverpool missi alla þrjá frá sér frítt í sumar. Longue discussion entre Nasser al-Khelaïfi, Luis Campos et Virgil Van Dijk après la qualification du PSG contre Liverpool 👀@footmercato pic.twitter.com/yrsynXdCrJ— Josué Cassé (@CasseJosue) March 11, 2025 Van Dijk gæti orðið sjötti leikmaðurinn til að leika fyrir bæði PSG og Liverpool. Landi hans og fyrrum liðsfélagi Georginio Wijnaldum fór frá Liverpool til PSG þegar samningur hans í Bítlaborginni rann út sumarið 2021. Einnig hafa þeir Mohamed Sissoko, Nicolas Anelka, David N'Gog og Mamadou Sakho spilað fyrir bæði PSG og Liverpool.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Nágrannar stuðningsmanns enska liðsins Liverpool hér í Reykjavík höfðu áhyggjur af honum og hringdu í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu eftir að óhljóð höfðu borist á milli íbúða. 12. mars 2025 11:33 Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Paris Saint-Germain, Bayern München, Inter og Barcelona tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. 12. mars 2025 09:00 „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Luis Enrique og lærisveinar hans í Paris Saint Germain eru komnir áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir að hafa unnið Liverpool 4-1 í vítakeppni á Anfield í kvöld. 11. mars 2025 23:23 „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, hrósaði sínu liði þrátt fyrir tap á móti Paris Saint Germain á Anfield í kvöld. Liverpool er úr leik eftir 1-0 tap í leiknum og 4-1 tap í vítaspyrnukeppni. 11. mars 2025 23:15 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Sjá meira
Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Nágrannar stuðningsmanns enska liðsins Liverpool hér í Reykjavík höfðu áhyggjur af honum og hringdu í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu eftir að óhljóð höfðu borist á milli íbúða. 12. mars 2025 11:33
Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Paris Saint-Germain, Bayern München, Inter og Barcelona tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. 12. mars 2025 09:00
„Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Luis Enrique og lærisveinar hans í Paris Saint Germain eru komnir áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir að hafa unnið Liverpool 4-1 í vítakeppni á Anfield í kvöld. 11. mars 2025 23:23
„Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, hrósaði sínu liði þrátt fyrir tap á móti Paris Saint Germain á Anfield í kvöld. Liverpool er úr leik eftir 1-0 tap í leiknum og 4-1 tap í vítaspyrnukeppni. 11. mars 2025 23:15