Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Aron Guðmundsson skrifar 12. mars 2025 11:01 Arnar Gunnlaugsson, landsliðþjálfari Íslands og Albert Guðmundsson leikmaður Fiorentina og íslenska landsliðsins Vísir/Samsett mynd Albert Guðmundsson telur alla leikmenn íslenska landsliðsins ánægða með komu Arnars Gunnlaugssonar í starf þjálfara liðsins. Albert sjálfur hrífst af sýn Arnars á fótboltann sem og hugarfari hans. Albert gæti verið hluti af fyrsta landsliðshópi Arnars Gunnlaugssonar sem opinberaður verður seinna í dag en framundan er tveggja leikja einvígi við Kósovó í umspili fyrir B-deild Þjóðadeildarinnar.. Vísir verður með beina útsendingu frá fundinum sem hefst klukkan 13:15. Albert er mættur aftur á völlinn eftir að hafa jafnað sig af meiðslum og skoraði meðal annars eina mark Fiorentina í 2-1 tapi liðsins gegn Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni um nýliðna helgi. Íslendingurinn er á sínu fyrsta tímabili með Fiorentina og var til viðtals hjá Livey á dögunum þar sem að hann var meðal annars spurður út í framtíðarhorfur íslenska landsliðsins og nýjan landsliðsþjálfara. Klippa: Albert um landsliðið og Arnar „Ég er mjög spenntur fyrir komandi vikum, mánuðum og árum með íslenska landsliðinu,“ segir Albert. „Ég tel okkur búa yfir ungum hóp með getur náð langt. Ungu strákarnir eru nú þegar farnir að spila á háu gæðastigi, leikmenn á borð við Orra Stein, Hákon Arnar, Andri Lucas og Ísak Bergmann. Þessi leikmenn eru virkilega efnilegir. Núna erum við líka með góðan þjálfara. Ef við náum allir að vinna saman og kalla fram þetta íslenska víkingaeðli tel ég að við getum afrekað mjög góða hluti saman.“ Um ráðningu KSÍ á Arnari Gunnlaugssyni í starf landsliðsþjálfara hafði Albert þetta að segja: „Ég held að allir í landsliðinu séu mjög ánægðir með að hann hafi verið ráðinn landsliðsþjálfari. Arnar gerði frábæra hluti með Víkingi Reykjavík undanfarin ár, tók félagið upp á næsta stig. Við erum allir mjög ánægðir með hann. Það hvernig hann sér fótboltann og vill spila hann sem og hugarfar hans lætur mig hugsa að við getum gert góða hluti.“ Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Sjá meira
Albert gæti verið hluti af fyrsta landsliðshópi Arnars Gunnlaugssonar sem opinberaður verður seinna í dag en framundan er tveggja leikja einvígi við Kósovó í umspili fyrir B-deild Þjóðadeildarinnar.. Vísir verður með beina útsendingu frá fundinum sem hefst klukkan 13:15. Albert er mættur aftur á völlinn eftir að hafa jafnað sig af meiðslum og skoraði meðal annars eina mark Fiorentina í 2-1 tapi liðsins gegn Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni um nýliðna helgi. Íslendingurinn er á sínu fyrsta tímabili með Fiorentina og var til viðtals hjá Livey á dögunum þar sem að hann var meðal annars spurður út í framtíðarhorfur íslenska landsliðsins og nýjan landsliðsþjálfara. Klippa: Albert um landsliðið og Arnar „Ég er mjög spenntur fyrir komandi vikum, mánuðum og árum með íslenska landsliðinu,“ segir Albert. „Ég tel okkur búa yfir ungum hóp með getur náð langt. Ungu strákarnir eru nú þegar farnir að spila á háu gæðastigi, leikmenn á borð við Orra Stein, Hákon Arnar, Andri Lucas og Ísak Bergmann. Þessi leikmenn eru virkilega efnilegir. Núna erum við líka með góðan þjálfara. Ef við náum allir að vinna saman og kalla fram þetta íslenska víkingaeðli tel ég að við getum afrekað mjög góða hluti saman.“ Um ráðningu KSÍ á Arnari Gunnlaugssyni í starf landsliðsþjálfara hafði Albert þetta að segja: „Ég held að allir í landsliðinu séu mjög ánægðir með að hann hafi verið ráðinn landsliðsþjálfari. Arnar gerði frábæra hluti með Víkingi Reykjavík undanfarin ár, tók félagið upp á næsta stig. Við erum allir mjög ánægðir með hann. Það hvernig hann sér fótboltann og vill spila hann sem og hugarfar hans lætur mig hugsa að við getum gert góða hluti.“
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Sjá meira