Vaktin: Halla kjörin formaður VR Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. mars 2025 11:40 Halla Gunnarsdóttir er sigurvegari kosninganna um formann VR. Hún hefur setið í embættinu frá því í desember þegar hún tók við af Ragnari Þór Ingólfssyni. Vísir/Vilhelm Halla Gunnarsdóttir hefur verið kjörin formaður VR samkvæmt heimildum fréttastofu. Allsherjaratkvæðagreiðslu vegna kjörs formanns og stjórnar VR lauk á hádegi í dag. Fréttastofa fylgist með þróun mála í vaktinni og í beinni útsendingu. Atkvæðagreiðsla meðal félagsfólks VR vegna kjörsins hófst að morgni fimmtudagsins 6. mars og lauk í dag. Atkvæðagreiðslan er rafræn og er valið milli fjögurra frambjóðenda til formanns VR og 16 frambjóðenda til stjórnar VR. Mest spenna er í formannsslagnum en frambjóðendurnir fjórir til formanns eru: Bjarni Þór Sigurðsson, Flosi Eiríksson, Halla Gunnarsdóttir og Þorsteinn Skúli Sveinsson. Fréttastofa ræddi við frambjóðendurna fjóra í gær um baráttuna sem hefur harðnað nokkuð á síðustu dögum. Sjá einnig: Ögurstund upp runnin hjá VR Sextán frambjóðendur eru til stjórnar: Andrea Rut Pálsdóttir, Birgitta Ragnarsdóttir, Eldar Ástþórsson, Guðmundur Ásgeirsson, Jennifer Schröder, Karl F. Thorarensen, Kristján Gísli Stefánsson, Maria Araceli Quintana, Mateusz Gabríel Kowalczyk Róbertsson, Ólafur Reimar Gunnarsson, Selma Björk Grétarsdóttir, Styrmir Jökull Einarsson, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, Tómas Elí Guðmundsson, Vala Ólöf Kristinsdóttir og Þórir Hilmarsson. Upp úr 14 hefst bein útsending Stöðvar 2 frá Húsi verslunarinnar. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan er ráð að endurhlaða hana.
Atkvæðagreiðsla meðal félagsfólks VR vegna kjörsins hófst að morgni fimmtudagsins 6. mars og lauk í dag. Atkvæðagreiðslan er rafræn og er valið milli fjögurra frambjóðenda til formanns VR og 16 frambjóðenda til stjórnar VR. Mest spenna er í formannsslagnum en frambjóðendurnir fjórir til formanns eru: Bjarni Þór Sigurðsson, Flosi Eiríksson, Halla Gunnarsdóttir og Þorsteinn Skúli Sveinsson. Fréttastofa ræddi við frambjóðendurna fjóra í gær um baráttuna sem hefur harðnað nokkuð á síðustu dögum. Sjá einnig: Ögurstund upp runnin hjá VR Sextán frambjóðendur eru til stjórnar: Andrea Rut Pálsdóttir, Birgitta Ragnarsdóttir, Eldar Ástþórsson, Guðmundur Ásgeirsson, Jennifer Schröder, Karl F. Thorarensen, Kristján Gísli Stefánsson, Maria Araceli Quintana, Mateusz Gabríel Kowalczyk Róbertsson, Ólafur Reimar Gunnarsson, Selma Björk Grétarsdóttir, Styrmir Jökull Einarsson, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, Tómas Elí Guðmundsson, Vala Ólöf Kristinsdóttir og Þórir Hilmarsson. Upp úr 14 hefst bein útsending Stöðvar 2 frá Húsi verslunarinnar. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan er ráð að endurhlaða hana.
Formannskjör í VR 2025 Vinnumarkaður Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira