Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Magnús Jochum Pálsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 13. mars 2025 15:29 Halla Gunnarsdóttir bar sigur úr býtum í formannsslag VR. Hún segir kaup og kjör sitt stóra áherslumál og vill hefja undirbúning fyrir kjarasamninga strax í apríl Vísir/Vilhelm Halla Gunnarsdóttir, nýkjörinn formaður VR, segir úrslit í formannskjörinu ekki hafa komið sér á óvart. Sitjandi formaður sé alltaf með forskot en hún hafi haft aðgengi að sömu gögnum og aðrir frambjóðendur. Mikil vinna sé framundan í félaginu. Halla var kjörin formaður VR í allsherjaratkvæðagreiðslu félaga VR og mun gegna embættinu næstu fjögur árin. Hún hlaut alls 4.380 atkvæði, 45,72 prósent greiddra atkvæða, og hafði betur gegn þeim Þorsteini Skúla Sveinsson, Flosa Eiríkssyni og Bjarna Þór Sigurðssyni. Sigur Höllu, sem hefur setið sem formaður VR frá því í desember, var afgerandi og var hún með um 2.400 atkvæðum meira en næsti maður. Þorsteinn Skúli fékk 20,44 prósent atkvæða, Flosi fékk 16,75 prósent og Bjarni Þór 12,79 prósent. Fréttastofa náði tali af Höllu rétt eftir að niðurstaða kosninganna lá fyrir upp úr 14. Úrslitin ekki komið á óvart „Ég var nú svosem alveg búin að giska á að svona gæti farið. Ég er búin að eiga samtöl við alveg mörg þúsund VR-félaga síðustu vikur, heimsækja ógrynni af vinnustöðum og ég hef alveg orðið þess áskynja að stuðningurinn væri talsverður,“ sagði Halla aðspurð hvort úrslitin hafi komið á óvart. „En þetta er risastórt félag þannig það er aldrei hægt að vita hvernig fer og ég er bara mjög þakklát fyrir þennan stuðning,“ bætti hún við. Halla var kjörin í stjórn VR 2017 og tók síðan við stöðu varaformanns. Hún hefur setið sem formaður eftir að Ragnar Þór lét af formennsku og heldur embættinu næstu fjögur árin. Hún gegndi starfi framkvæmdastjóra ASÍ frá 2020 til 2022.Vísir/Vilhelm Þeir sem voru á móti þér í slagnum gagnrýndu að þú hefðir forskot þar sem þú værir formaður. Var þetta nógu sanngjörn barátta? „Sitjandi formenn hafa alltaf forskot, það er bara þannig. Þeir eru formenn. Það á við hérna, það á við á Alþingi og í sveitastjórnum að þeir sem sitja inni fyrir að þeir hafi ákveðið forskot. Það er vegna vinnunar sem þeir hafa unnið og vegna þess að þeir hafa verið kjörnir til starfa áður,“ sagði Halla. „Ég var með sama aðgengi að gögnum og allir aðrir þannig að ég lít svo á að þetta hafi verið mjög kröftug og lífleg umræða og að sigur minn megi fyrst og fremst þakka því að ég fór út og talaði við fólk.“ Vill hefja undirbúning fyrir kjarasamninga snemma Halla segir sín helstu áherslumál mörg en hennar stóra mál séu kaup og kjör. Þá segist hún vilja hefja undirbúning fyrir næstu kjarasamninga strax í apríl. „Fyrst þurfum við að halda aðalfund, breytt stjórn þarf að taka við stjórnartaumunum og við að skipta með okkur verkum. Svo byrjum við að skipuleggja starfið framundan,“ sagði hún. Mikil skipulagsvinna sé framundan í félaginu. „Það er mögulegt að Leiðsögn og VR séu að sameinast. Það mun breyta félaginu að ákveðnu leyti og kallar á umfangsmikla vinnu inn á við. Ekki eingöngu þessi sameining við Leiðsögn heldur líka stærð félagsins, félagssvæðið og annað slíkt. Það er líka verkefni sem ég er mjög spennt fyrir að leiða,“ sagði Halla. Ætlar að vera virk í opinberri umræðu áfram Ragnar Þór Ingóldfsson, fyrrverandi formaður VR, var áberandi í þjóðfélagsumræðunni meðan hann var formaður og tjáði reglulega skoðun sína á hinum ýmsu málum. Halla segist ætla að vera kröftugur formaður eins og Ragnar en á sinn hátt. Hefur þú ákveðið hvernig þú ætlar að haga þér í opinberri umræðu? „Ég hef árum saman verið mjög virk í opinberri umræðu og mun vera það áfram. Ragnar var auðvitað mjög kröftugur formaður, ég líka en á minn eigin hátt. Við erum ólík en eigum það sameiginlegt að hafa verið hérna innan þessa félags og að fara fyrir því er ofboðslegur heiður,“ segir hún. Hún og Bjarni þurfi nú að snúa bökum saman Það buðu þrír aðrir sig fram til formanns, ætla þeir að halda áfram að taka þátt í störfum VR, hefur eitthvað verið rætt um það? „Einn þeirra er nú í stjórn og á eftir ár af sínu kjörtímabili þannig okkar hlutverk núna er að snúa bökum saman og vinna fyrir félagsfólk. Ég skal ekki segja með hina tvo,“ segir hún. Hún segir að ólíkt mörgum öðrum félagasamtökum geti þeir sem hljóti ekki brautargengi til forystu ekki boðið sig fram til stjórnar. Það sé því seinni tíma mál. Ef þú getur súmmerað stærsta verkefnið á þessu misseri, hvað er það? „Við þurfum að fylgja eftir þeim kjarasamningum sem eru í gildi. Það eru of miklar hækkanir að leggjast á venjulegt fólk, húsnæðismálin eru ennþá í algjörum ólestri, við höfum þurft að bíða lengi eftir stýrivaxtalækkunum og þær hafa verið of hægar. Þannig efnahagsmálin eru auðvitað stóra málið núna sem eru um leið kjaramál vinnandi fólks,“ sagði Halla. Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Tímamót Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vaktin: Halla kjörin formaður VR Halla Gunnarsdóttir hefur verið kjörin formaður VR samkvæmt heimildum fréttastofu. Allsherjaratkvæðagreiðslu vegna kjörs formanns og stjórnar VR lauk á hádegi í dag. Fréttastofa fylgist með þróun mála í vaktinni og í beinni útsendingu. 13. mars 2025 11:40 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira
Halla var kjörin formaður VR í allsherjaratkvæðagreiðslu félaga VR og mun gegna embættinu næstu fjögur árin. Hún hlaut alls 4.380 atkvæði, 45,72 prósent greiddra atkvæða, og hafði betur gegn þeim Þorsteini Skúla Sveinsson, Flosa Eiríkssyni og Bjarna Þór Sigurðssyni. Sigur Höllu, sem hefur setið sem formaður VR frá því í desember, var afgerandi og var hún með um 2.400 atkvæðum meira en næsti maður. Þorsteinn Skúli fékk 20,44 prósent atkvæða, Flosi fékk 16,75 prósent og Bjarni Þór 12,79 prósent. Fréttastofa náði tali af Höllu rétt eftir að niðurstaða kosninganna lá fyrir upp úr 14. Úrslitin ekki komið á óvart „Ég var nú svosem alveg búin að giska á að svona gæti farið. Ég er búin að eiga samtöl við alveg mörg þúsund VR-félaga síðustu vikur, heimsækja ógrynni af vinnustöðum og ég hef alveg orðið þess áskynja að stuðningurinn væri talsverður,“ sagði Halla aðspurð hvort úrslitin hafi komið á óvart. „En þetta er risastórt félag þannig það er aldrei hægt að vita hvernig fer og ég er bara mjög þakklát fyrir þennan stuðning,“ bætti hún við. Halla var kjörin í stjórn VR 2017 og tók síðan við stöðu varaformanns. Hún hefur setið sem formaður eftir að Ragnar Þór lét af formennsku og heldur embættinu næstu fjögur árin. Hún gegndi starfi framkvæmdastjóra ASÍ frá 2020 til 2022.Vísir/Vilhelm Þeir sem voru á móti þér í slagnum gagnrýndu að þú hefðir forskot þar sem þú værir formaður. Var þetta nógu sanngjörn barátta? „Sitjandi formenn hafa alltaf forskot, það er bara þannig. Þeir eru formenn. Það á við hérna, það á við á Alþingi og í sveitastjórnum að þeir sem sitja inni fyrir að þeir hafi ákveðið forskot. Það er vegna vinnunar sem þeir hafa unnið og vegna þess að þeir hafa verið kjörnir til starfa áður,“ sagði Halla. „Ég var með sama aðgengi að gögnum og allir aðrir þannig að ég lít svo á að þetta hafi verið mjög kröftug og lífleg umræða og að sigur minn megi fyrst og fremst þakka því að ég fór út og talaði við fólk.“ Vill hefja undirbúning fyrir kjarasamninga snemma Halla segir sín helstu áherslumál mörg en hennar stóra mál séu kaup og kjör. Þá segist hún vilja hefja undirbúning fyrir næstu kjarasamninga strax í apríl. „Fyrst þurfum við að halda aðalfund, breytt stjórn þarf að taka við stjórnartaumunum og við að skipta með okkur verkum. Svo byrjum við að skipuleggja starfið framundan,“ sagði hún. Mikil skipulagsvinna sé framundan í félaginu. „Það er mögulegt að Leiðsögn og VR séu að sameinast. Það mun breyta félaginu að ákveðnu leyti og kallar á umfangsmikla vinnu inn á við. Ekki eingöngu þessi sameining við Leiðsögn heldur líka stærð félagsins, félagssvæðið og annað slíkt. Það er líka verkefni sem ég er mjög spennt fyrir að leiða,“ sagði Halla. Ætlar að vera virk í opinberri umræðu áfram Ragnar Þór Ingóldfsson, fyrrverandi formaður VR, var áberandi í þjóðfélagsumræðunni meðan hann var formaður og tjáði reglulega skoðun sína á hinum ýmsu málum. Halla segist ætla að vera kröftugur formaður eins og Ragnar en á sinn hátt. Hefur þú ákveðið hvernig þú ætlar að haga þér í opinberri umræðu? „Ég hef árum saman verið mjög virk í opinberri umræðu og mun vera það áfram. Ragnar var auðvitað mjög kröftugur formaður, ég líka en á minn eigin hátt. Við erum ólík en eigum það sameiginlegt að hafa verið hérna innan þessa félags og að fara fyrir því er ofboðslegur heiður,“ segir hún. Hún og Bjarni þurfi nú að snúa bökum saman Það buðu þrír aðrir sig fram til formanns, ætla þeir að halda áfram að taka þátt í störfum VR, hefur eitthvað verið rætt um það? „Einn þeirra er nú í stjórn og á eftir ár af sínu kjörtímabili þannig okkar hlutverk núna er að snúa bökum saman og vinna fyrir félagsfólk. Ég skal ekki segja með hina tvo,“ segir hún. Hún segir að ólíkt mörgum öðrum félagasamtökum geti þeir sem hljóti ekki brautargengi til forystu ekki boðið sig fram til stjórnar. Það sé því seinni tíma mál. Ef þú getur súmmerað stærsta verkefnið á þessu misseri, hvað er það? „Við þurfum að fylgja eftir þeim kjarasamningum sem eru í gildi. Það eru of miklar hækkanir að leggjast á venjulegt fólk, húsnæðismálin eru ennþá í algjörum ólestri, við höfum þurft að bíða lengi eftir stýrivaxtalækkunum og þær hafa verið of hægar. Þannig efnahagsmálin eru auðvitað stóra málið núna sem eru um leið kjaramál vinnandi fólks,“ sagði Halla.
Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Tímamót Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vaktin: Halla kjörin formaður VR Halla Gunnarsdóttir hefur verið kjörin formaður VR samkvæmt heimildum fréttastofu. Allsherjaratkvæðagreiðslu vegna kjörs formanns og stjórnar VR lauk á hádegi í dag. Fréttastofa fylgist með þróun mála í vaktinni og í beinni útsendingu. 13. mars 2025 11:40 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira
Vaktin: Halla kjörin formaður VR Halla Gunnarsdóttir hefur verið kjörin formaður VR samkvæmt heimildum fréttastofu. Allsherjaratkvæðagreiðslu vegna kjörs formanns og stjórnar VR lauk á hádegi í dag. Fréttastofa fylgist með þróun mála í vaktinni og í beinni útsendingu. 13. mars 2025 11:40