Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. mars 2025 18:00 Vel fór á með Bandaríkjaforseta og framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti segist halda að Bandaríkin muni innlima Grænland. Fráfarandi formaður landstjórnar Grænlands, Múte B. Egede, hefur ítrekað undirstrikað það í viðtölum að Grænlendingar hafi engan áhuga á því að ganga inn í Bandaríkin. Donald Trump situr á fundi með Mark Rutte framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins í Hvíta húsinu þar sem málefni Grænlands bar á góma. Blaðamaður bað hann um að gera betur grein fyrir áætlunum sínum á Grænlandi en áköll Trumps um innlimun hafa orðið síháværari á samfélagsmiðlum, opinberum yfirlýsingum og þegar hann ávarpaði bandarískan þingheim. „Ég held að það verði af því. Ég velti því ekki mjög mikið fyrir mér áður en nú sit ég með manni sem gæti gegnt lykilhlutverki,“ segir Trump og snýr sér að Mark Rutte. „Þú veist, Mark, að við þurfum á þessu að halda fyrir alþjóðaöryggi,“ sagði hann svo og kvaðst hafa áhyggjur af ásælni óvinaþjóða sinna á heimskautasvæðinu. Hann gerði einnig lítið úr tilkalli Danmerkur til Grænlands, sagði það mjög langt frá Danmörku þrátt fyrri að vera hluti þess. „Bát rak þar á land fyrir einhverjum 200 árum síðan. Þeir segjast eiga rétt á því. Ég veit ekki hvort það sé satt. Ég held að það sé það ekki raunar,“ segir Trump þá. Hann segir Bandaríkjaher þegar hafa talsverða viðveru þar og ýjar að því að hún kunni að eflast. „Kannski eigið þið eftir að sjá fleiri og fleiri hermenn fara þangað,“ segir Trump. Grænland Bandaríkin Danmörk Donald Trump Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira
Donald Trump situr á fundi með Mark Rutte framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins í Hvíta húsinu þar sem málefni Grænlands bar á góma. Blaðamaður bað hann um að gera betur grein fyrir áætlunum sínum á Grænlandi en áköll Trumps um innlimun hafa orðið síháværari á samfélagsmiðlum, opinberum yfirlýsingum og þegar hann ávarpaði bandarískan þingheim. „Ég held að það verði af því. Ég velti því ekki mjög mikið fyrir mér áður en nú sit ég með manni sem gæti gegnt lykilhlutverki,“ segir Trump og snýr sér að Mark Rutte. „Þú veist, Mark, að við þurfum á þessu að halda fyrir alþjóðaöryggi,“ sagði hann svo og kvaðst hafa áhyggjur af ásælni óvinaþjóða sinna á heimskautasvæðinu. Hann gerði einnig lítið úr tilkalli Danmerkur til Grænlands, sagði það mjög langt frá Danmörku þrátt fyrri að vera hluti þess. „Bát rak þar á land fyrir einhverjum 200 árum síðan. Þeir segjast eiga rétt á því. Ég veit ekki hvort það sé satt. Ég held að það sé það ekki raunar,“ segir Trump þá. Hann segir Bandaríkjaher þegar hafa talsverða viðveru þar og ýjar að því að hún kunni að eflast. „Kannski eigið þið eftir að sjá fleiri og fleiri hermenn fara þangað,“ segir Trump.
Grænland Bandaríkin Danmörk Donald Trump Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira