Nielsen, 33 ára, verður líklega næsti forsætisráðherra Grænlands, eftir að Democraatic vann sigur í kosningunum.
Hann ítrekaði í viðtali við Sky News að Grænlendingar vildu sjálfir stýra uppbygginu landsins en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ýjað að því að Grænlendingar gætu grætt gull og græna skóga ef þeir leyfa Bandaríkjamönnum að taka yfir.
Democraatic vill sjálfstæði frá Dönum en aðeins í fyllingu tímans. Stór verkefni bíða stjórnvalda önnur en að glíma við Trump, til að mynda að stuðla að auknum fjölbreytileika í atvinnulífinu, styrkja innviði og byggja upp í heilbrigðis- og skólamálum.
Múte Egede, núverandi forsætisráðherra, greindi frá því í gær að hann hygðist kalla saman flokksleiðtoga landsins til að ræða hótanir Trump um að innlima landið.
„Það er nóg komið,“ sagði Egede í gær um yfirlýsingar Trump.