Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. mars 2025 22:14 Í fyrri forsetatíð Donalds Trump setti hann einnig ferðatakmarkanir. AP Stjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, stefnir á að gefa út víðtækar ferðatakmarkanir fyrir ríkisborgara 43 landa. Löndunum er skipt í þrjú stig en ríkisborgum ellefu landa verður alfarið bannað að ferðast til Bandaríkjanna. Þann 20. janúar gaf Trump út framkvæmdarskipun um að þingmenn ættu að búa til lista yfir lönd sem sæta ættu ferðatakmörkunum. Ónefndir embættismenn í umfjöllun New York Times sögðu starfsmenn utanríkisráðuneytisins hafa gert listann en hann myndi líklega breytast að einhverju leiti þegar fulltrúar Hvíta hússins hefðu farið yfir listann. Þetta er því ekki lokaútgáfa listans. Á rauða listanum svokallaða eru ellefu lönd en ríkisborgurum þeirra er óheimilt að koma til landsins. Á listanum eru Afganistan, Bútan, Kúba, Íran, Líbía, Norður-Kórea, Sómalía, Súdan, Sýrland, Venesúela og Jemen. Þar á eftir er appelsínuguli listinn en á honum eru tíu lönd. Ríkisborgarar Hvíta-Rússlands, Erítrea, Haítí, Laos, Mjanmar, Pakistan, Rússlands, Síerra Leóna, Suður-Súdan og Túrkmenistan hafa takmarkaðan aðgang að Bandaríkjunum og þurfa að fara í sérstakt viðtal til að fá vegabréfsáritun. Áhrifamiklir viðskiptamenn frá appelsínugulu löndunum mættu ferðast til Bandaríkjanna en ríkisborgarar með vegabréfsáritun fyrir ferðalög eða innflytjendur mættu það ekki. Að lokum er það guli listinn, þar sem 22 lönd eru en þau lönd fá sextíu daga til að laga ákveðna vankanta samkvæmt Bandaríkjastjórn. Vankantarnir eru sem dæmi að deila ekki upplýsingum með Bandaríkjunum um ferðalanga á leið til þeirra, ófullnægjandi öryggi við útgáfu vegabréfa og sölu á ríkisborgararétti til landa á rauða listanum. Ef löndin 22 fylgja ekki þessum tilmælum gætu þau verið færð á rauða eða appelsínugula listann. Þessi 22 lönd eru Angóla, Antígva og Barbúda, Benín, Búrkína Fasó, Kambódía, Kamerún, Grænhöfðaeyjar, Tjad, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Lýðveldið Kongó, Dómíníka, Miðbaugs-Gínea, Gambía, Líbería, Malaví, Malí, Máritanía, Sankti Kristófer og Nevis, Sankti Lúsía, Saó Tóme og Prinsípe, Vanúatú og Simbabve. Í fyrri tíð sinni sem forseti Bandaríkjanna setti Trump álíka ferðatakmarkanir, til að mynda fyrir ríkisborgara Írans, Írak, Sómalíu, Súdan, Sýrlands og Jemen. Bandaríkin Afganistan Bútan Kúba Íran Norður-Kórea Sómalía Súdan Sýrland Venesúela Jemen Rússland Eritrea Haítí Laos Mjanmar Pakistan Síerra Leóne Suður-Súdan Túrkmenistan Donald Trump Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Þann 20. janúar gaf Trump út framkvæmdarskipun um að þingmenn ættu að búa til lista yfir lönd sem sæta ættu ferðatakmörkunum. Ónefndir embættismenn í umfjöllun New York Times sögðu starfsmenn utanríkisráðuneytisins hafa gert listann en hann myndi líklega breytast að einhverju leiti þegar fulltrúar Hvíta hússins hefðu farið yfir listann. Þetta er því ekki lokaútgáfa listans. Á rauða listanum svokallaða eru ellefu lönd en ríkisborgurum þeirra er óheimilt að koma til landsins. Á listanum eru Afganistan, Bútan, Kúba, Íran, Líbía, Norður-Kórea, Sómalía, Súdan, Sýrland, Venesúela og Jemen. Þar á eftir er appelsínuguli listinn en á honum eru tíu lönd. Ríkisborgarar Hvíta-Rússlands, Erítrea, Haítí, Laos, Mjanmar, Pakistan, Rússlands, Síerra Leóna, Suður-Súdan og Túrkmenistan hafa takmarkaðan aðgang að Bandaríkjunum og þurfa að fara í sérstakt viðtal til að fá vegabréfsáritun. Áhrifamiklir viðskiptamenn frá appelsínugulu löndunum mættu ferðast til Bandaríkjanna en ríkisborgarar með vegabréfsáritun fyrir ferðalög eða innflytjendur mættu það ekki. Að lokum er það guli listinn, þar sem 22 lönd eru en þau lönd fá sextíu daga til að laga ákveðna vankanta samkvæmt Bandaríkjastjórn. Vankantarnir eru sem dæmi að deila ekki upplýsingum með Bandaríkjunum um ferðalanga á leið til þeirra, ófullnægjandi öryggi við útgáfu vegabréfa og sölu á ríkisborgararétti til landa á rauða listanum. Ef löndin 22 fylgja ekki þessum tilmælum gætu þau verið færð á rauða eða appelsínugula listann. Þessi 22 lönd eru Angóla, Antígva og Barbúda, Benín, Búrkína Fasó, Kambódía, Kamerún, Grænhöfðaeyjar, Tjad, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Lýðveldið Kongó, Dómíníka, Miðbaugs-Gínea, Gambía, Líbería, Malaví, Malí, Máritanía, Sankti Kristófer og Nevis, Sankti Lúsía, Saó Tóme og Prinsípe, Vanúatú og Simbabve. Í fyrri tíð sinni sem forseti Bandaríkjanna setti Trump álíka ferðatakmarkanir, til að mynda fyrir ríkisborgara Írans, Írak, Sómalíu, Súdan, Sýrlands og Jemen.
Bandaríkin Afganistan Bútan Kúba Íran Norður-Kórea Sómalía Súdan Sýrland Venesúela Jemen Rússland Eritrea Haítí Laos Mjanmar Pakistan Síerra Leóne Suður-Súdan Túrkmenistan Donald Trump Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira