Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar Karl Arnar Arnarson skrifar 17. mars 2025 14:04 Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að setja saman stefnu í öryggis- og varnarmálum Íslands. Í viðtölum við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra hefur komið fram að stefnan muni fjalla um „nauðsynlegan varnarviðbúnað, skipulag og getu sem þurfi að vera til staðar á Íslandi“ og „sjá til þess að hér sé til staðar nauðsynleg þekking, geta og innviðir til að tryggja öryggi Íslands“. Undirritaður vill benda á atriði sem snertir einmitt öryggi þjóðar og getu hennar til að bregðast við óvæntum atburðum hvort sem um er að ræða náttúru eða stríðsvá. Um daginn gerðist það að útvörður vestrænna lýðræðisgilda skrúfaði fyrir bæði hefðbundna hernaðaraðstoð og aðgang að upplýsingum til Úkraínu. Flestir vita sjálfsagt hvað átt er við með því fyrra en það hefur verið áhugavert að heyra sérfræðinga útskýra hvað það þýðir í raun að hafa ekki lengur aðgang að upplýsingum á neyðartímum. Staðan er einfaldlega sú í nútímahernaði að sá sem veit, ræður og sá sem stýrir upplýsingum stjórnar framgangi atburðarásarinnar. Kort eru í dag mikilvæg gögn og koma við sögu í daglegri starfsemi flestra lykilstofnanna íslenska ríkisins. Allur búnaður og þekking til að safna loftmyndum er í dag til á Íslandi og við erum engum utanaðkomandi háð. Það er ekki hægt að tryggja íslensk yfirráð á öflun þessara gagna nema að nota til þess flugvélar með sérhæfðum búnaði. Með hefðbundnum drónum er aðeins hægt að mynda lítil landsvæði og gervitungl eru háð veðurfari auk þess að þeim er stýrt af aðilum sem koma ekki til með að forgangsraða Íslandi hátt ef óvæntir atburðir gerast. Í dag geta Íslendingar brugðist við og myndað stóra hluta landsins með nánast engum fyrirvara og sú geta er einfaldlega hluti af þjóðaröryggi. Á þessu hefur hingað til ríkt takmarkaður skilningur og markvisst verið unnið gegn þessu sjálfstæði. Stofnanir eins og Almannavarnir, Ríkislögreglustjóri, Landhelgisgæslan ofl. verða að hafa aðgang að nákvæmum loftmyndum og hæðargögnum ef óvæntir atburðir gerast en eins og staðan er í dag er ekkert sem tryggir þann aðgang. Þvert á móti hafa verið teknar ákvarðanir undanfarin ár að leggja niður alla þekkingu og tækjabúnað sem til er á Íslandi á þessu sviði og afmá þannig yfir 30 ára sögu fjarkönnunar á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Loftmynda ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Almannavarnir Lögreglumál Utanríkismál Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að setja saman stefnu í öryggis- og varnarmálum Íslands. Í viðtölum við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra hefur komið fram að stefnan muni fjalla um „nauðsynlegan varnarviðbúnað, skipulag og getu sem þurfi að vera til staðar á Íslandi“ og „sjá til þess að hér sé til staðar nauðsynleg þekking, geta og innviðir til að tryggja öryggi Íslands“. Undirritaður vill benda á atriði sem snertir einmitt öryggi þjóðar og getu hennar til að bregðast við óvæntum atburðum hvort sem um er að ræða náttúru eða stríðsvá. Um daginn gerðist það að útvörður vestrænna lýðræðisgilda skrúfaði fyrir bæði hefðbundna hernaðaraðstoð og aðgang að upplýsingum til Úkraínu. Flestir vita sjálfsagt hvað átt er við með því fyrra en það hefur verið áhugavert að heyra sérfræðinga útskýra hvað það þýðir í raun að hafa ekki lengur aðgang að upplýsingum á neyðartímum. Staðan er einfaldlega sú í nútímahernaði að sá sem veit, ræður og sá sem stýrir upplýsingum stjórnar framgangi atburðarásarinnar. Kort eru í dag mikilvæg gögn og koma við sögu í daglegri starfsemi flestra lykilstofnanna íslenska ríkisins. Allur búnaður og þekking til að safna loftmyndum er í dag til á Íslandi og við erum engum utanaðkomandi háð. Það er ekki hægt að tryggja íslensk yfirráð á öflun þessara gagna nema að nota til þess flugvélar með sérhæfðum búnaði. Með hefðbundnum drónum er aðeins hægt að mynda lítil landsvæði og gervitungl eru háð veðurfari auk þess að þeim er stýrt af aðilum sem koma ekki til með að forgangsraða Íslandi hátt ef óvæntir atburðir gerast. Í dag geta Íslendingar brugðist við og myndað stóra hluta landsins með nánast engum fyrirvara og sú geta er einfaldlega hluti af þjóðaröryggi. Á þessu hefur hingað til ríkt takmarkaður skilningur og markvisst verið unnið gegn þessu sjálfstæði. Stofnanir eins og Almannavarnir, Ríkislögreglustjóri, Landhelgisgæslan ofl. verða að hafa aðgang að nákvæmum loftmyndum og hæðargögnum ef óvæntir atburðir gerast en eins og staðan er í dag er ekkert sem tryggir þann aðgang. Þvert á móti hafa verið teknar ákvarðanir undanfarin ár að leggja niður alla þekkingu og tækjabúnað sem til er á Íslandi á þessu sviði og afmá þannig yfir 30 ára sögu fjarkönnunar á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Loftmynda ehf.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun