Samorka – Sterk samtök í 30 ár Finnur Beck skrifar 19. mars 2025 07:30 Árið 2025 markar tímamót fyrir Samorku, samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi, því á árinu fagna þau 30 ára afmæli. Samorka hefur gegnt lykilhlutverki í að tryggja að orku- og veitugeirinn á Íslandi eigi sér sterkan málsvara í samtali við stjórnvöld og samfélag. Þessi þátttaka er mikilvægari en nokkru sinni fyrr í ljósi þeirra áskorana sem íslenskt samfélag og orku- og veitugeirinn stendur frammi fyrir. Orku- og veitugeirinn er burðarás í íslensku samfélagi, ekki aðeins vegna þess að hann tryggir sjálfbæra og hreina orku, heldur einnig vegna þess að hann styður við markmið Íslands um kolefnishlutleysi árið 2040. Í orku- og veitufyrirtækjum starfa landsins bestu sérfræðingar á sínum sviðum sem vinna ötullega að því að endurnýja, uppfæra og þróa nýja orku- og veituinniviði sem skapa lífsgæði og leggja grunn að nýrri verðmætasköpun. Samorka hefur verið leiðandi í að miðla tæknilegri þekkingu fyrirtækja í geiranum og skapa vettvang fyrir stefnumótandi umræðu um framtíð orku- og veitukerfa landsins. Umfangsmiklar fjárfestingar Í tilefni af afmælinu verður í dag haldinn opinn ársfundur í Hörpu, þar sem áhersla verður lögð á framtíðarsýn og áskoranir orku- og veitugeirans. Á fundinum verða kynntar tölur um fyrirhugaðar fjárfestingar orku- og veitufyrirtækja næstu 5 árin. Meðal dagskrárliða verða erindi frá lykilfólki í geiranum, pallborðsumræður og tækifæri til að fagna þessum tímamótum með léttum veitingum og tónlist. Fundinum verður streymt beint á heimasíðu Samorku, samorka.is. Græn framtíð Á stórum tímamótum er mikilvægt að líta til framtíðar. Samorka mun halda áfram að vinna að því að stuðla að skilvirkri stjórnsýsluumgjörð um orku- og veituinnviði, stuðla að nýsköpun og menntun á starfssviðum aðildarfélaga og vinna að því að Ísland verði áfram leiðandi og fyrirmynd annarra þjóða í nýtingu grænnar orku, knúið og kynt með grænni orku sem unnin er meðsjálfbærum og ábyrgum hætti innanlands. Höfundur er framkvæmdastjóri Samorku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Beck Orkumál Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Árið 2025 markar tímamót fyrir Samorku, samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi, því á árinu fagna þau 30 ára afmæli. Samorka hefur gegnt lykilhlutverki í að tryggja að orku- og veitugeirinn á Íslandi eigi sér sterkan málsvara í samtali við stjórnvöld og samfélag. Þessi þátttaka er mikilvægari en nokkru sinni fyrr í ljósi þeirra áskorana sem íslenskt samfélag og orku- og veitugeirinn stendur frammi fyrir. Orku- og veitugeirinn er burðarás í íslensku samfélagi, ekki aðeins vegna þess að hann tryggir sjálfbæra og hreina orku, heldur einnig vegna þess að hann styður við markmið Íslands um kolefnishlutleysi árið 2040. Í orku- og veitufyrirtækjum starfa landsins bestu sérfræðingar á sínum sviðum sem vinna ötullega að því að endurnýja, uppfæra og þróa nýja orku- og veituinniviði sem skapa lífsgæði og leggja grunn að nýrri verðmætasköpun. Samorka hefur verið leiðandi í að miðla tæknilegri þekkingu fyrirtækja í geiranum og skapa vettvang fyrir stefnumótandi umræðu um framtíð orku- og veitukerfa landsins. Umfangsmiklar fjárfestingar Í tilefni af afmælinu verður í dag haldinn opinn ársfundur í Hörpu, þar sem áhersla verður lögð á framtíðarsýn og áskoranir orku- og veitugeirans. Á fundinum verða kynntar tölur um fyrirhugaðar fjárfestingar orku- og veitufyrirtækja næstu 5 árin. Meðal dagskrárliða verða erindi frá lykilfólki í geiranum, pallborðsumræður og tækifæri til að fagna þessum tímamótum með léttum veitingum og tónlist. Fundinum verður streymt beint á heimasíðu Samorku, samorka.is. Græn framtíð Á stórum tímamótum er mikilvægt að líta til framtíðar. Samorka mun halda áfram að vinna að því að stuðla að skilvirkri stjórnsýsluumgjörð um orku- og veituinnviði, stuðla að nýsköpun og menntun á starfssviðum aðildarfélaga og vinna að því að Ísland verði áfram leiðandi og fyrirmynd annarra þjóða í nýtingu grænnar orku, knúið og kynt með grænni orku sem unnin er meðsjálfbærum og ábyrgum hætti innanlands. Höfundur er framkvæmdastjóri Samorku.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar