Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2025 17:24 „Matryoshka“ dúkkur af Trump og Pútín til sölu í Pétursborg. AP/Dmitri Lovetsky Donald Trump og Vladimír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands, töluðu saman í síma í dag. Þá ræddu þær innrás Rússa í Úkraínu og mögulegt vopnahlé þar. Rússar voru fyrstir að tjá sig um símtalið og hafa meðal annars sagt að Pútín hafi krafist þess að hergagnasendingum til Úkraínu yrði hætt, ef hann eigi að samþykkja vopnahlé. Pútín segir einnig að Úkraínumenn megi ekki nota tímabilið til að fjölga hermönnum og styrkja varnir sínar. Í rússneskum miðlum þar sem vitnað er í Kreml segir einnig að Rússar og Úkraínumenn muni skiptast á 175 stríðsföngum á morgun. og að mynda eigi sendinefndir til að ræða málið frekar og eiga þær viðræður að fara fram í Mið-Austurlöndum. Talskona Trumps segir að Pútín hafi samþykkt að stöðva árásir á orkuinnviði Úkraínu. Það felur einnig í sér að Úkraínumenn hætti árásum sínum á olíuframleiðsluinnviði Rússlands en þeir eiga eftir að samþykkja það. Einnig standi til að semja um sérstakt vopnahlé á Svartahafi. Readout of President Donald J. Trump's Call with President Vladimir Putin:Today, President Trump and President Putin spoke about the need for peace and a ceasefire in the Ukraine war. Both leaders agreed this conflict needs to end with a lasting peace. They also stressed the…— Karoline Leavitt (@PressSec) March 18, 2025 Forsetarnir töluðu saman í að minnsta kosti einn og hálfan tíma, ef marka má fyrstu fregnir af símtalinu. Átti það að snúast um tillögu Trumps að þrjátíu daga almennu vopnahléi í Úkraínu. CNN hefur eftir heimildarmanni í Moskvu að símtalið hafi farið „mjög vel“. Kirill Dmitriev, sérstakur erindreki Pútíns, er einn fárra sem hefur tjáð sig um samtalið. Hann segir að undir forystu Pútíns og Trumps hafi heimurinn orðið mun öruggari í dag. Under the leadership of President Putin and President Trump, the world has become a much safer place today! 🇷🇺🇺🇸🌍 Historic! Epic! #Russia #US #USRussia— Kirill A. Dmitriev (@kadmitriev) March 18, 2025 Upprunalega var talað um að símtalið ætti að hefjast klukkan eitt að íslenskum tíma. Þá var Pútín staddur á ráðstefnu í Moskvu og þegar hann var spurður hvort hann yrði ekki of seinn í símann, grínaðist hann með að fólk ætti ekki að hlusta á talsmann hans. Putin is meant to be speaking to Trump around now, but he is talking to a room full of oligarchs instead. Asked if he's going to be late, Putin waves off the question and says not to listen to his spokesman pic.twitter.com/LDTU8BNQAr— max seddon (@maxseddon) March 18, 2025 Undanfarna daga hafði Trump meðal annars talað um að hann og Pútín myndu ræða skiptingu eigna í Úkraínu og nefndi bæði land og orkuver. Sjá einnig: Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Stutt er síðan bandarískir erindrekar ferðuðust til Rússlands og ræddu þar við Pútín og aðra ráðamenn um tillögu Bandaríkjanna að þrjátíu daga almennu vopnahléi í Úkraínu. Ráðamenn í Kænugarði hafa samþykkt tillöguna. Pútín sagðist opinn fyrir vopnahlé en hafnaði þó tillögunni. Lagði hann fram auka skilyrði sem ólíklegt er að Úkraínumenn og ráðamenn í Evrópu væru tilbúnir til að samþykkja. Kröfurnar fela í raun í sér uppgjöf Úkraínu og varnarleysi í framtíðinni. Sjá einnig: Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Fyrir símtalið höfðu borist fregnir af því að Pútín myndi krefjast þess að hergagnasendingum til Úkraínu yrði hætt á meðan vopnahléið stæði yfir. Pútín hefur áður talað um að Úkraínumenn mættu ekki nota vopnahlé til að fylla upp í raðir sínar og tryggja birgðir hersveita. Úkraínumenn mættu ekki nota vopnahléið til að styrkja varnir sínar, þjálfa menn sína eða fá ný hergögn á tímabilinu. Hann nefndi þá ekki að Rússar yrðu háðir sambærilegum skilyrðum. Frá því Trump tók við völdum og jafnvel fyrr, hafa hann, ráðherrar hans og erindrekar verið gagnrýndir í Evrópu og víðar vegna afstöðu þeirra til stríðsins. Sú gagnrýni snýr meðal annars að því að þeir hafa beitt Úkraínumenn miklum þrýstingi og lítið gengið á Rússa auk þess sem þeir hafa ítrekað talað máli Rússa og Pútíns og dreift áróðri sem á rætur í Kreml. Ákvarðanir hafa verið teknar í höfuðborgum Evrópu um umfangsmikil fjárútlát til varnarmála, samhliða endurbótum á hergagnaframleiðslu í heimsálfunni. Þetta og það að Trump stöðvaði tímabundið aðstoð handa Úkraínumönnum hefur leitt til þess að ráðamenn í Evrópu stefna að umfangsmikilli hernðaruppbyggingu á komandi árum. Bandaríkin Rússland Donald Trump Vladimír Pútín Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Evrópusambandið NATO Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Pútín segir einnig að Úkraínumenn megi ekki nota tímabilið til að fjölga hermönnum og styrkja varnir sínar. Í rússneskum miðlum þar sem vitnað er í Kreml segir einnig að Rússar og Úkraínumenn muni skiptast á 175 stríðsföngum á morgun. og að mynda eigi sendinefndir til að ræða málið frekar og eiga þær viðræður að fara fram í Mið-Austurlöndum. Talskona Trumps segir að Pútín hafi samþykkt að stöðva árásir á orkuinnviði Úkraínu. Það felur einnig í sér að Úkraínumenn hætti árásum sínum á olíuframleiðsluinnviði Rússlands en þeir eiga eftir að samþykkja það. Einnig standi til að semja um sérstakt vopnahlé á Svartahafi. Readout of President Donald J. Trump's Call with President Vladimir Putin:Today, President Trump and President Putin spoke about the need for peace and a ceasefire in the Ukraine war. Both leaders agreed this conflict needs to end with a lasting peace. They also stressed the…— Karoline Leavitt (@PressSec) March 18, 2025 Forsetarnir töluðu saman í að minnsta kosti einn og hálfan tíma, ef marka má fyrstu fregnir af símtalinu. Átti það að snúast um tillögu Trumps að þrjátíu daga almennu vopnahléi í Úkraínu. CNN hefur eftir heimildarmanni í Moskvu að símtalið hafi farið „mjög vel“. Kirill Dmitriev, sérstakur erindreki Pútíns, er einn fárra sem hefur tjáð sig um samtalið. Hann segir að undir forystu Pútíns og Trumps hafi heimurinn orðið mun öruggari í dag. Under the leadership of President Putin and President Trump, the world has become a much safer place today! 🇷🇺🇺🇸🌍 Historic! Epic! #Russia #US #USRussia— Kirill A. Dmitriev (@kadmitriev) March 18, 2025 Upprunalega var talað um að símtalið ætti að hefjast klukkan eitt að íslenskum tíma. Þá var Pútín staddur á ráðstefnu í Moskvu og þegar hann var spurður hvort hann yrði ekki of seinn í símann, grínaðist hann með að fólk ætti ekki að hlusta á talsmann hans. Putin is meant to be speaking to Trump around now, but he is talking to a room full of oligarchs instead. Asked if he's going to be late, Putin waves off the question and says not to listen to his spokesman pic.twitter.com/LDTU8BNQAr— max seddon (@maxseddon) March 18, 2025 Undanfarna daga hafði Trump meðal annars talað um að hann og Pútín myndu ræða skiptingu eigna í Úkraínu og nefndi bæði land og orkuver. Sjá einnig: Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Stutt er síðan bandarískir erindrekar ferðuðust til Rússlands og ræddu þar við Pútín og aðra ráðamenn um tillögu Bandaríkjanna að þrjátíu daga almennu vopnahléi í Úkraínu. Ráðamenn í Kænugarði hafa samþykkt tillöguna. Pútín sagðist opinn fyrir vopnahlé en hafnaði þó tillögunni. Lagði hann fram auka skilyrði sem ólíklegt er að Úkraínumenn og ráðamenn í Evrópu væru tilbúnir til að samþykkja. Kröfurnar fela í raun í sér uppgjöf Úkraínu og varnarleysi í framtíðinni. Sjá einnig: Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Fyrir símtalið höfðu borist fregnir af því að Pútín myndi krefjast þess að hergagnasendingum til Úkraínu yrði hætt á meðan vopnahléið stæði yfir. Pútín hefur áður talað um að Úkraínumenn mættu ekki nota vopnahlé til að fylla upp í raðir sínar og tryggja birgðir hersveita. Úkraínumenn mættu ekki nota vopnahléið til að styrkja varnir sínar, þjálfa menn sína eða fá ný hergögn á tímabilinu. Hann nefndi þá ekki að Rússar yrðu háðir sambærilegum skilyrðum. Frá því Trump tók við völdum og jafnvel fyrr, hafa hann, ráðherrar hans og erindrekar verið gagnrýndir í Evrópu og víðar vegna afstöðu þeirra til stríðsins. Sú gagnrýni snýr meðal annars að því að þeir hafa beitt Úkraínumenn miklum þrýstingi og lítið gengið á Rússa auk þess sem þeir hafa ítrekað talað máli Rússa og Pútíns og dreift áróðri sem á rætur í Kreml. Ákvarðanir hafa verið teknar í höfuðborgum Evrópu um umfangsmikil fjárútlát til varnarmála, samhliða endurbótum á hergagnaframleiðslu í heimsálfunni. Þetta og það að Trump stöðvaði tímabundið aðstoð handa Úkraínumönnum hefur leitt til þess að ráðamenn í Evrópu stefna að umfangsmikilli hernðaruppbyggingu á komandi árum.
Bandaríkin Rússland Donald Trump Vladimír Pútín Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Evrópusambandið NATO Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira