Þverpólitísk sjálftaka Ingólfur Helgi Héðinsson skrifar 19. mars 2025 12:30 Nú þegar hver fréttin á fætur annarri birtist um margföld stöðugildi háttsettra embættismanna er gott að staldra aðeins við og velta fyrir sér ískyggilegri þróun hins opinbera. Undanfarin áratug eða svo hafa forsendur á vinnumarkaði tekið stakkaskiptum, sérstaklega samanburður hins opinbera vinnumarkaðs og hins almenna. Lengi vel var það gamla góða höfrungahlaupið sem einkenndi launaþróun almenna markaðsins, þá tóku kjarasamningar að einhverju leiti mið af því svigrúmi sem var til launahækkana með tilliti til hagvaxtar og markaðsaðstæðna hverju sinni. Opinberi geirinn fylgdi svo eftir en var alla jafna í aftursætinu þegar kom að launakjörum. Það sló þó ekki opinbera geirann út af borðinu sem eftirsóknarverðan vinnustað enda ýmis fríðindi sem vógu upp á móti, t.d. starfsöryggi sem vart þekkist á hinum almenna markaði. Hið opinbera var einnig brautryðjandi í alls konar vinnustundahrókeringum og bara guð blessi þig ef þú þarft að erindast milli opinbera stofnanna á föstudegi. Sólskinsdagar fengu einnig nýja merkingu þegar stofnanir tóku upp á því að leggja fyrirvaralaust niður störf þegar sjaldséðar sólarglætur rötuðu hingað norður. Síðar fór að bera á því að hið opinbera, hvort sem það var ríki eða sveitafélög fóru í auknu mæli að minnka umsvif sín í útvistun verkefni og fóru í beina samkeppni um verðmæta sérfræðinga á hinum almenna markaði með stofnun nýrra deilda og innanhúss verkefna. Staðan í dag er einfaldlega sú að hinn almenni markaður leiðir launahækkanir til þess eins að hið opinbera fylgi á eftir með stærri skrefum. En rjómasprautan stoppar ekki þar. Háttsett embætti tóku á sig nýja mynd, þar sem hinn venjulegi leikmaður fær á tilfinninguna að persónur séu orðnar æðri embættunum sjálfum. Hrókeringar ráðherra og borgarstjóra á miðjum kjörtímabilum svo allir fái að vera „memm“. Ef það dugði ekki til þá var einfaldlega fjölgað ráðuneytum. Það er einnig áhyggjuefni þegar lýðræðislega kjörnir fulltrúar endurskilgreina hugmyndafræðina á bakvið biðlaun til þess að drýgja digra öryggissjóði eða ríghalda í fyrri embætti þrátt fyrir að vera stíga fyrstu skref í nýju embætti. Einstaklingar í tvöfaldri vinnu til að sjá fyrir sér fékk algjörlega nýja merkingu, fyrir fordæmi okkar lýðræðislegu kjörnu embættismanna. Það hlýtur að sjá það hver maður að ef skynsemi og gott fordæmi ræður ekki för við efstu lög samfélagsins í einhvers konar þverpólitískri sjálftöku að eitthvað mun gefa sig á endanum. Höfundur er leikmaður á hinum almenna markaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rekstur hins opinbera Kjaramál Mest lesið Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar hver fréttin á fætur annarri birtist um margföld stöðugildi háttsettra embættismanna er gott að staldra aðeins við og velta fyrir sér ískyggilegri þróun hins opinbera. Undanfarin áratug eða svo hafa forsendur á vinnumarkaði tekið stakkaskiptum, sérstaklega samanburður hins opinbera vinnumarkaðs og hins almenna. Lengi vel var það gamla góða höfrungahlaupið sem einkenndi launaþróun almenna markaðsins, þá tóku kjarasamningar að einhverju leiti mið af því svigrúmi sem var til launahækkana með tilliti til hagvaxtar og markaðsaðstæðna hverju sinni. Opinberi geirinn fylgdi svo eftir en var alla jafna í aftursætinu þegar kom að launakjörum. Það sló þó ekki opinbera geirann út af borðinu sem eftirsóknarverðan vinnustað enda ýmis fríðindi sem vógu upp á móti, t.d. starfsöryggi sem vart þekkist á hinum almenna markaði. Hið opinbera var einnig brautryðjandi í alls konar vinnustundahrókeringum og bara guð blessi þig ef þú þarft að erindast milli opinbera stofnanna á föstudegi. Sólskinsdagar fengu einnig nýja merkingu þegar stofnanir tóku upp á því að leggja fyrirvaralaust niður störf þegar sjaldséðar sólarglætur rötuðu hingað norður. Síðar fór að bera á því að hið opinbera, hvort sem það var ríki eða sveitafélög fóru í auknu mæli að minnka umsvif sín í útvistun verkefni og fóru í beina samkeppni um verðmæta sérfræðinga á hinum almenna markaði með stofnun nýrra deilda og innanhúss verkefna. Staðan í dag er einfaldlega sú að hinn almenni markaður leiðir launahækkanir til þess eins að hið opinbera fylgi á eftir með stærri skrefum. En rjómasprautan stoppar ekki þar. Háttsett embætti tóku á sig nýja mynd, þar sem hinn venjulegi leikmaður fær á tilfinninguna að persónur séu orðnar æðri embættunum sjálfum. Hrókeringar ráðherra og borgarstjóra á miðjum kjörtímabilum svo allir fái að vera „memm“. Ef það dugði ekki til þá var einfaldlega fjölgað ráðuneytum. Það er einnig áhyggjuefni þegar lýðræðislega kjörnir fulltrúar endurskilgreina hugmyndafræðina á bakvið biðlaun til þess að drýgja digra öryggissjóði eða ríghalda í fyrri embætti þrátt fyrir að vera stíga fyrstu skref í nýju embætti. Einstaklingar í tvöfaldri vinnu til að sjá fyrir sér fékk algjörlega nýja merkingu, fyrir fordæmi okkar lýðræðislegu kjörnu embættismanna. Það hlýtur að sjá það hver maður að ef skynsemi og gott fordæmi ræður ekki för við efstu lög samfélagsins í einhvers konar þverpólitískri sjálftöku að eitthvað mun gefa sig á endanum. Höfundur er leikmaður á hinum almenna markaði.
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun