Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon skrifar 20. mars 2025 12:33 Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, hótaði í gær íbúum Gaza með orðunum „Þetta er lokaviðvörun“.[1] Orð varnarmálaráðherrans koma eftir að Ísrael rifti vopnahléssamningnum með grimmilegum árásum á Gaza. 710 manneskjur hafa verið myrtar af Ísraelsher síðastliðna tvo sólahringa, að frátöldum þeim sem liggja undir húsarústum. Lokaviðvörun Katz á ekki bara við um íbúa Gaza. Þetta er lokaviðvörun til alþjóðasamfélagsins. Lokaviðvörun til þess að grípa til raunverulegra aðgerða og koma í veg fyrir frekari þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir. Forsætisráðherra viðraði á síðasta ári ítrekað hugmyndir sínar um að leiða saman Norðurlöndin og önnur Evrópuríki í samtal um viðskiptaþvinganir. Það gerði hún m.a. í grein sem hún birti á Vísi í mars 2024 og í viðtali hjá sama miðli tveimur mánuðum seinna.[2,3] Í viðtali við Heimildina í október sl. minnti forsætisráðherra svoá að Samfylkingin hafi gefið skýrt út að Ísland eigi að hafa forystu um að leiða Norðurlandaþjóðir og fleiri Evrópuríki inn í samtal um viðskiptaþvinganir gagnvart Ísrael vegna framgöngu þeirra á Gaza. „Við eigum að gera þetta af þunga og alvöru,“ sagði forsætisráðherra.[4] Staðan í Palestínu og brot Ísraela á alþjóðalögum hafa einungis versnað síðan forsætisráðherra tjáði sig ítrekað um að leiða Norðurlöndin og fleiri Evrópuríki saman og innleiða viðskiptaþvinganir. Ísrael hefur virt ályktanir Öryggisráðs og allsherjarþings SÞ að vettugi og hunsar öll alþjóðalög, alla bráðabirgðaúrskurði Alþjóðadómstólsins, öll áköll og fordæmingar alþjóðasamfélagsins. Fulltrúar Viðreisnar og Samfylkingarinnar á kosningafundi Félagsins Ísland-Palestína 25. nóvember síðastliðinn voru Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar og Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis. Þau sögðu að flokkar þeirra styddu kæru Suður-Afríku fyrir alþjóðadómstólnum og viðskiptaþvinganir. Þau sögðu enn frekar að kafli um þetta þyrfti að vera í stjórnarsáttmála. Ég vitna í forseta Alþingis Þórunni Sveinbjarnardóttur: „Hvernig ætlum við að beita okkur innan Nató? Hvernig ætlum við að beita okkur með Norðurlöndunum, hvernig ætlum við að beita okkur fyrir viðskiptaþvingunum, hvernig ætlum við að beita okkur þannig að það verði sett vopnasölubann gagnvart Ísrael, sem er kannski það mikilvægasta núna? …Og ég tek undir með Sigmari, allt þetta verður að vera alveg skýrt þegar ný ríkisstjórn er mynduð.”[5] Ekkert af þessu var skýrt í stjórnarsáttmálanum né í yfirlýsingum þingmanna eftir kosningar. Síðustu daga hefur forsætisráðherra talað um að hún hafi átt „óformleg samtöl” þegar hún er innt eftir því af fjölmiðlum hvort hún standi við orð sín um að eiga frumkvæði að samtali við Norðurlöndin um efnahagslegar- og pólitískar refsiaðgerðir gegn Ísrael. Tími „óformlegra samtala” var í besta falli fyrir 18 mánuðum síðan og sýnir engan veginn þann þunga og alvöru sem forsætisráðherra lýsti yfir að Samfylkingin myndi sýna málinu. Ríkisstjórnin verður að standa við orð sín og sýna það siðferðisþrek sem forsætisráðherra sagði að ríkisstjórn hennar myndi gera. Þjóðin hefur sannarlega sýnt það, meðal annars þegar hún kaus þessa ríkisstjórn til valda sem lofað hafði aðgerðum fyrir Palestínu. Orð Israel Kantz í gær voru lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Hversu mörg þurfa morðin að verða til að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur standi við orð sín? Ríkisstjórnir um allan heim verða að grípa til aðgerða strax. Á morgun komum við saman fyrir framan ríkisstjórnarfund við Hverfisgötu 4 kl: 8:45 og sýnum ríkisstjórninni að við ætlumst til þess að hún standi við orð sín. Höfundur er stjórnarmaður í Félaginu Ísland-Palestína. [1] https://www.ruv.is/frettir/erlent/2025-03-20-israelar-veita-gazabuum-lokavidvorun-439277 [2] https://www.visir.is/g/20242548417d/varanlegt-vopnahle-og-sjalfstaed-palestina [3] https://www.visir.is/g/20242577941d/is-land-leidi-nordur-londin-saman-og-innleidi-vidskiptathvinganir [4] https://heimildin.is/grein/22888/ [5] https://www.facebook.com/share/v/18Ehh4ezUT/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, hótaði í gær íbúum Gaza með orðunum „Þetta er lokaviðvörun“.[1] Orð varnarmálaráðherrans koma eftir að Ísrael rifti vopnahléssamningnum með grimmilegum árásum á Gaza. 710 manneskjur hafa verið myrtar af Ísraelsher síðastliðna tvo sólahringa, að frátöldum þeim sem liggja undir húsarústum. Lokaviðvörun Katz á ekki bara við um íbúa Gaza. Þetta er lokaviðvörun til alþjóðasamfélagsins. Lokaviðvörun til þess að grípa til raunverulegra aðgerða og koma í veg fyrir frekari þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir. Forsætisráðherra viðraði á síðasta ári ítrekað hugmyndir sínar um að leiða saman Norðurlöndin og önnur Evrópuríki í samtal um viðskiptaþvinganir. Það gerði hún m.a. í grein sem hún birti á Vísi í mars 2024 og í viðtali hjá sama miðli tveimur mánuðum seinna.[2,3] Í viðtali við Heimildina í október sl. minnti forsætisráðherra svoá að Samfylkingin hafi gefið skýrt út að Ísland eigi að hafa forystu um að leiða Norðurlandaþjóðir og fleiri Evrópuríki inn í samtal um viðskiptaþvinganir gagnvart Ísrael vegna framgöngu þeirra á Gaza. „Við eigum að gera þetta af þunga og alvöru,“ sagði forsætisráðherra.[4] Staðan í Palestínu og brot Ísraela á alþjóðalögum hafa einungis versnað síðan forsætisráðherra tjáði sig ítrekað um að leiða Norðurlöndin og fleiri Evrópuríki saman og innleiða viðskiptaþvinganir. Ísrael hefur virt ályktanir Öryggisráðs og allsherjarþings SÞ að vettugi og hunsar öll alþjóðalög, alla bráðabirgðaúrskurði Alþjóðadómstólsins, öll áköll og fordæmingar alþjóðasamfélagsins. Fulltrúar Viðreisnar og Samfylkingarinnar á kosningafundi Félagsins Ísland-Palestína 25. nóvember síðastliðinn voru Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar og Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis. Þau sögðu að flokkar þeirra styddu kæru Suður-Afríku fyrir alþjóðadómstólnum og viðskiptaþvinganir. Þau sögðu enn frekar að kafli um þetta þyrfti að vera í stjórnarsáttmála. Ég vitna í forseta Alþingis Þórunni Sveinbjarnardóttur: „Hvernig ætlum við að beita okkur innan Nató? Hvernig ætlum við að beita okkur með Norðurlöndunum, hvernig ætlum við að beita okkur fyrir viðskiptaþvingunum, hvernig ætlum við að beita okkur þannig að það verði sett vopnasölubann gagnvart Ísrael, sem er kannski það mikilvægasta núna? …Og ég tek undir með Sigmari, allt þetta verður að vera alveg skýrt þegar ný ríkisstjórn er mynduð.”[5] Ekkert af þessu var skýrt í stjórnarsáttmálanum né í yfirlýsingum þingmanna eftir kosningar. Síðustu daga hefur forsætisráðherra talað um að hún hafi átt „óformleg samtöl” þegar hún er innt eftir því af fjölmiðlum hvort hún standi við orð sín um að eiga frumkvæði að samtali við Norðurlöndin um efnahagslegar- og pólitískar refsiaðgerðir gegn Ísrael. Tími „óformlegra samtala” var í besta falli fyrir 18 mánuðum síðan og sýnir engan veginn þann þunga og alvöru sem forsætisráðherra lýsti yfir að Samfylkingin myndi sýna málinu. Ríkisstjórnin verður að standa við orð sín og sýna það siðferðisþrek sem forsætisráðherra sagði að ríkisstjórn hennar myndi gera. Þjóðin hefur sannarlega sýnt það, meðal annars þegar hún kaus þessa ríkisstjórn til valda sem lofað hafði aðgerðum fyrir Palestínu. Orð Israel Kantz í gær voru lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Hversu mörg þurfa morðin að verða til að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur standi við orð sín? Ríkisstjórnir um allan heim verða að grípa til aðgerða strax. Á morgun komum við saman fyrir framan ríkisstjórnarfund við Hverfisgötu 4 kl: 8:45 og sýnum ríkisstjórninni að við ætlumst til þess að hún standi við orð sín. Höfundur er stjórnarmaður í Félaginu Ísland-Palestína. [1] https://www.ruv.is/frettir/erlent/2025-03-20-israelar-veita-gazabuum-lokavidvorun-439277 [2] https://www.visir.is/g/20242548417d/varanlegt-vopnahle-og-sjalfstaed-palestina [3] https://www.visir.is/g/20242577941d/is-land-leidi-nordur-londin-saman-og-innleidi-vidskiptathvinganir [4] https://heimildin.is/grein/22888/ [5] https://www.facebook.com/share/v/18Ehh4ezUT/
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar