Borgarfulltrúi meðal mótmælenda fyrir utan Tesla Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. mars 2025 16:25 „Flautaðu ef þú hatar fasisma“ stendur á skilti sem Alexandra Briem borgarfulltrúi Pírata heldur á. Vísir/Lýður Hópur fólks safnaðist saman í dag fyrir utan Tesla-umboðið í Vatnagörðum í Reykjavík. Borgarfulltrúi Pírata flutti ræðu. Af myndum að dæma voru um tíu til fimmtán manns á staðnum. Skipuleggjendur mótmælanna eru hópur sem kallar sig Save democracy Iceland (Björgum lýðræðinu Ísland). Í tilkynningu frá skipuleggjendum mótmælanna, sem er á ensku, segir að hópurinn sé grasrótarhópur sem hafi orðið til á Facebook í ljósi alls sem hefur gerst síðan Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna. Hópurinn sé andsvar við ógn fasískra afla sem séu á uppleið um heim allan. Þá segir jafnframt að mótmælin séu liður í Tesla Takedown hreyfingunni. Útiloka engan „Við útilokum engan og bjóðum alla velkomna sem deila lýðræðislegum gildum okkar, frelsishugsjónum og jafnréttissjónarmiðum,“ segir í tilkynningunni. „Hvað mig varðar var ég beðin um að koma þangað og halda ræðu. Ég vildi bara nota tækifærið til þess að mótmæla því hvernig Elon Musk hefur verið að beita sér í heiminum gegn trans fólki, og gegn lýðræði í Bandaríkjunum og heiminum,“ segir Alexandra Briem. Ekkert á móti umboðinu Alexandra segir nauðsynlegt að beita sér gegn fyrirtækjum sem auðgi Musk, í ljósi þess að hann beiti sér gegn lýðræði og mannréttindum. Hann sé hvað þekktastur sem talsmaður og aðaleigandi Tesla. „Ég hef ekkert á móti umboðinu hérlendis eða starfsfólkinu þar eða fólki sem keyrir á Teslu. En núna eru þessir hlutir orðnir ljósir, hversu afgerandi slæmur hann er, og fólk þarf að fara gera upp hug sinn hvort fólki þyki þetta í lagi,“ segir Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata. Hópurinn stóð fyrir utan umboðið í Vatnagörðum milli 14 og 16.Vísir/Viktor Freyr „Ojj. Teslur eru ógeðslegar núna,“ segir á skiltinu.Vísir/Lýður Vísir/Lýður „Tesla fjármagnar fasisma“ segir þessi. Vísir/Lýður „Sendum Elon Musk úr landi“ segir þessi.Vísir/Lýður Tesla Borgarstjórn Reykjavík Donald Trump Elon Musk Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Í tilkynningu frá skipuleggjendum mótmælanna, sem er á ensku, segir að hópurinn sé grasrótarhópur sem hafi orðið til á Facebook í ljósi alls sem hefur gerst síðan Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna. Hópurinn sé andsvar við ógn fasískra afla sem séu á uppleið um heim allan. Þá segir jafnframt að mótmælin séu liður í Tesla Takedown hreyfingunni. Útiloka engan „Við útilokum engan og bjóðum alla velkomna sem deila lýðræðislegum gildum okkar, frelsishugsjónum og jafnréttissjónarmiðum,“ segir í tilkynningunni. „Hvað mig varðar var ég beðin um að koma þangað og halda ræðu. Ég vildi bara nota tækifærið til þess að mótmæla því hvernig Elon Musk hefur verið að beita sér í heiminum gegn trans fólki, og gegn lýðræði í Bandaríkjunum og heiminum,“ segir Alexandra Briem. Ekkert á móti umboðinu Alexandra segir nauðsynlegt að beita sér gegn fyrirtækjum sem auðgi Musk, í ljósi þess að hann beiti sér gegn lýðræði og mannréttindum. Hann sé hvað þekktastur sem talsmaður og aðaleigandi Tesla. „Ég hef ekkert á móti umboðinu hérlendis eða starfsfólkinu þar eða fólki sem keyrir á Teslu. En núna eru þessir hlutir orðnir ljósir, hversu afgerandi slæmur hann er, og fólk þarf að fara gera upp hug sinn hvort fólki þyki þetta í lagi,“ segir Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata. Hópurinn stóð fyrir utan umboðið í Vatnagörðum milli 14 og 16.Vísir/Viktor Freyr „Ojj. Teslur eru ógeðslegar núna,“ segir á skiltinu.Vísir/Lýður Vísir/Lýður „Tesla fjármagnar fasisma“ segir þessi. Vísir/Lýður „Sendum Elon Musk úr landi“ segir þessi.Vísir/Lýður
Tesla Borgarstjórn Reykjavík Donald Trump Elon Musk Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira