Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2025 13:44 Bakterían sem veldur berklum séð í gegnum öreindasmásjá. AP/Janice Carr/Smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna Berklasmitum á meðal barna fjölgaði um tíu prósent á milli ára í Evrópu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur að grípa þurfi strax til aðgerða til þess að hefta útbreiðslu smitsjúkdómsins sem er ein af helstu dánarorsökum manna á heimsvísu. Fleiri en 7.500 börn yngri en fimmtán ára smituðust af berklum á Evrópusvæði Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sem er skilgreint sem Evrópa og Mið-Asía, árið 2023. Smituðum fjölgaði um tíu prósent á milli ára. Börn yngri en fimmtán ára voru 4,3 prósent þeirra sem smituðust af berklum innan ríkja Evrópusambandsins árið 2023 samkvæmt skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og evrópsku smitsjúkdómastofnunarinnar. Þetta var þriðja árið í röð sem berklasmitum fjölgaði á meðal barna í álfunni. Askar Yedilbayev, ráðgjafi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um berkla í Evrópu, segir við Reuters-fréttastofuna að fjölgunin geti skýrst af betri greiningu á sjúkdómnum. Einnig sé þó mögulegt að hún tengist auknum fólksflutningum vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. Berklasmit eru tíðust í Rússlandi og Úkraínu í heimshlutanum. Lækkandi framlög þjóða til baráttunnar gegn berklum er sögð auka hættu á að afbrigði sem erfitt er að eiga við skjóti upp kollinum. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því í síðustu viku að fleiri en 10.000 berklasmit hefðu greinst þar árið 2023. Þau höfðu ekki verið fleiri í meira en áratug. Berklar eru á meðal tíu algengustu dánarorsaka í heiminum. Þeir eru bakteríusjúkdómur sem leggst helst á lungu og smitast í gegnum andrúmsloft þegar sýktir einstaklingar hósta og hnerra. Nokkur berklasmit greinast á Íslandi á hverju ári. Berklaveiki var ein helsta heilsufarsógnin í Evrópu eftir iðnbyltingu. Á þriðja tug síðustu aldar var um fimmtungur dauðsfalla á Íslandi af völdum berkla. Þá létust um 400 börn fyrir hverja hundrað þúsund íbúa á hverju ári frá 1926 til 1930. Heilbrigðismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Fleiri en 7.500 börn yngri en fimmtán ára smituðust af berklum á Evrópusvæði Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sem er skilgreint sem Evrópa og Mið-Asía, árið 2023. Smituðum fjölgaði um tíu prósent á milli ára. Börn yngri en fimmtán ára voru 4,3 prósent þeirra sem smituðust af berklum innan ríkja Evrópusambandsins árið 2023 samkvæmt skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og evrópsku smitsjúkdómastofnunarinnar. Þetta var þriðja árið í röð sem berklasmitum fjölgaði á meðal barna í álfunni. Askar Yedilbayev, ráðgjafi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um berkla í Evrópu, segir við Reuters-fréttastofuna að fjölgunin geti skýrst af betri greiningu á sjúkdómnum. Einnig sé þó mögulegt að hún tengist auknum fólksflutningum vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. Berklasmit eru tíðust í Rússlandi og Úkraínu í heimshlutanum. Lækkandi framlög þjóða til baráttunnar gegn berklum er sögð auka hættu á að afbrigði sem erfitt er að eiga við skjóti upp kollinum. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því í síðustu viku að fleiri en 10.000 berklasmit hefðu greinst þar árið 2023. Þau höfðu ekki verið fleiri í meira en áratug. Berklar eru á meðal tíu algengustu dánarorsaka í heiminum. Þeir eru bakteríusjúkdómur sem leggst helst á lungu og smitast í gegnum andrúmsloft þegar sýktir einstaklingar hósta og hnerra. Nokkur berklasmit greinast á Íslandi á hverju ári. Berklaveiki var ein helsta heilsufarsógnin í Evrópu eftir iðnbyltingu. Á þriðja tug síðustu aldar var um fimmtungur dauðsfalla á Íslandi af völdum berkla. Þá létust um 400 börn fyrir hverja hundrað þúsund íbúa á hverju ári frá 1926 til 1930.
Heilbrigðismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira