Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar 25. mars 2025 14:30 Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á réttlát auðlindagjöld sem renna skuli að hluta til nærsamfélagsins. Veiðigjöld eru gjöld sem útgerðir greiða fyrir sérafnotarétt sinn af sameiginlegum auðlindum okkar allra. Við nýlegt mat atvinnuvegaráðuneytisins á veiðigjöldum hefur komið í ljós að þau endurspegla ekki raunverulegt aflaverðmæti nytjastofna og því er þörf á breytingum. Reiknistofn miðar ekki við raunverulegt markaðsvirði Veiðigjöldin eru reiknuð þannig að 33,33% af hagnaði veiða renni til ríkissjóðs en afgangurinn verður eftir hjá útgerð. Við skoðun ráðuneytisins hefur komið í ljós að reiknistofn fiskverðs hefur verið vanmetin þar sem stuðst hefur verið við verð frá Verðlagstofu skiptaverðs en ekki raunverulegt markaðsvirði. Stærstur hluti viðskipta með veiddan fisk fer fram í gegnum lóðrétt, samþætt fyrirtæki, eða í einföldu máli sagt: Frá útgerð til vinnslu sem er í eigu sömu aðila og þá oftast á undirverði. Verðmyndun þessara viðskipta hefur því ekki verið í samræmi við verðmyndun á mörkuðum. Þetta ætlum við að leiðrétta. Framlegð útgerðarfélaga færi úr 94 milljörðum í 84 milljarða Miðað við ofangreinda leiðréttingu má áætla að veiðigjöld muni skila 10 milljörðum kr í ríkissjóð til viðbótar við þá 10,2 milljarða sem nú eru greiddir. Þetta eru háar tölur en ef miðað er við greiningar sem gerðar hafa verið má sjá að hefðu veiðigjöld verið leiðrétt fyrir árið 2023 hefði framlegð (EBITDA) útgerðarfélaga farið úr 93,8 milljörðum í 84,2 milljarða. Samanlagður hagnaður félaganna hefði minnkað úr 67,5 milljörðum niður í 59,9 milljarða. Útgerðarfyrirtækin eru því vel aflögufær og gott er að minna á að veiðigjöld eru aðeins innheimt af hagnaði, þ.e. aðeins þegar vel gengur. Veiðigjöld standa ekki undir kostnaði við þjónustu Leiðrétting veiðigjalda er viðleitni ríkisstjórnarinnar til að koma til móts við kröfur þjóðarinnar um að útgerðarfyrirtæki greiði eðlilegt gjald fyrir sérafnotarétt af auðlindinni. Það má líka vel halda því til haga að árið 2023 var heildarkostnaður við þjónustu ríkisins við sjávarútveg um 11 milljarðar króna. Tekjur af veiðigjaldi standa því ekki einu sinni undir þessum grunnkostnaði. Það er þó eitt af markmiðum gjaldsins auk þess sem það á að tryggja þjóðinni beina og sýnilega hlutdeild í afkomu við veiðar og nýta auknar tekjur við brýn verkefni eins og vegagerð um land allt. Að lokum er svo rétt að taka fram að þrátt fyrir þessa leiðréttingu á veiðigjaldinu eru engar breytingar fyrirhugaðar á því fiskveiðistjórnunarkerfi sem verið hefur við lýði á Íslandsmiðum undanfarna áratugi. Höfundur er atvinnuvegaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Skattar og tollar Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á réttlát auðlindagjöld sem renna skuli að hluta til nærsamfélagsins. Veiðigjöld eru gjöld sem útgerðir greiða fyrir sérafnotarétt sinn af sameiginlegum auðlindum okkar allra. Við nýlegt mat atvinnuvegaráðuneytisins á veiðigjöldum hefur komið í ljós að þau endurspegla ekki raunverulegt aflaverðmæti nytjastofna og því er þörf á breytingum. Reiknistofn miðar ekki við raunverulegt markaðsvirði Veiðigjöldin eru reiknuð þannig að 33,33% af hagnaði veiða renni til ríkissjóðs en afgangurinn verður eftir hjá útgerð. Við skoðun ráðuneytisins hefur komið í ljós að reiknistofn fiskverðs hefur verið vanmetin þar sem stuðst hefur verið við verð frá Verðlagstofu skiptaverðs en ekki raunverulegt markaðsvirði. Stærstur hluti viðskipta með veiddan fisk fer fram í gegnum lóðrétt, samþætt fyrirtæki, eða í einföldu máli sagt: Frá útgerð til vinnslu sem er í eigu sömu aðila og þá oftast á undirverði. Verðmyndun þessara viðskipta hefur því ekki verið í samræmi við verðmyndun á mörkuðum. Þetta ætlum við að leiðrétta. Framlegð útgerðarfélaga færi úr 94 milljörðum í 84 milljarða Miðað við ofangreinda leiðréttingu má áætla að veiðigjöld muni skila 10 milljörðum kr í ríkissjóð til viðbótar við þá 10,2 milljarða sem nú eru greiddir. Þetta eru háar tölur en ef miðað er við greiningar sem gerðar hafa verið má sjá að hefðu veiðigjöld verið leiðrétt fyrir árið 2023 hefði framlegð (EBITDA) útgerðarfélaga farið úr 93,8 milljörðum í 84,2 milljarða. Samanlagður hagnaður félaganna hefði minnkað úr 67,5 milljörðum niður í 59,9 milljarða. Útgerðarfyrirtækin eru því vel aflögufær og gott er að minna á að veiðigjöld eru aðeins innheimt af hagnaði, þ.e. aðeins þegar vel gengur. Veiðigjöld standa ekki undir kostnaði við þjónustu Leiðrétting veiðigjalda er viðleitni ríkisstjórnarinnar til að koma til móts við kröfur þjóðarinnar um að útgerðarfyrirtæki greiði eðlilegt gjald fyrir sérafnotarétt af auðlindinni. Það má líka vel halda því til haga að árið 2023 var heildarkostnaður við þjónustu ríkisins við sjávarútveg um 11 milljarðar króna. Tekjur af veiðigjaldi standa því ekki einu sinni undir þessum grunnkostnaði. Það er þó eitt af markmiðum gjaldsins auk þess sem það á að tryggja þjóðinni beina og sýnilega hlutdeild í afkomu við veiðar og nýta auknar tekjur við brýn verkefni eins og vegagerð um land allt. Að lokum er svo rétt að taka fram að þrátt fyrir þessa leiðréttingu á veiðigjaldinu eru engar breytingar fyrirhugaðar á því fiskveiðistjórnunarkerfi sem verið hefur við lýði á Íslandsmiðum undanfarna áratugi. Höfundur er atvinnuvegaráðherra.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun