Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. mars 2025 07:00 Þessir tveir gætu mæst í hringnum þegar fram líða stundir. Pieter Verbeek/Getty Images Samfélagsmiðlastjarnan Jake Paul vill nú mæta Gerwyn Price – sem varð heimsmeistari í pílu árið 2021 – í hringnum. Paul hefur unnið 11 af 12 bardögum sínum í hnefaleikum, síðast gegn hinum 58 ára gamla Mike Tyson. Hinn athyglissjúki Paul hefur undanfarið skapað sér nafn sem hnefaleikakappi en virðist þó ekki vilja keppa við neinn sem iðkar hnefaleika að atvinnu. Hinn fertugi Price er fyrrum rúgbí-leikmaður og því talsvert sterkbyggðari en flestir af fyrrverandi heimsmeisturum pílunnar. Sky Sports greinir nú frá því að Price hafi sagt í útvarpsþættinum talkSport að Paul hafi sent honum skilaboð og beðið hann að nefna upphæð. Um er að ræða þá upphæð sem Price þyrfti að fá greidda til að stíga í hringinn með Paul. Ísmaðurinn Price hefur ekki enn svarað en hefur látið Paul heyra það í gegnum tíðina. „Hann er YouTuber, ekki hnefaleikakappi. Ég held að þetta yrði bara eitt högg og hann yrði út um allt, steinrotaður. Það væri sóun á peningum fyrir fólk að kveikja á þessu. Hann mun aldrei sigra mig í Wales. Enginn sigrar mig í Wales. Hann gæti mögulega sigrað Canelo Álvarez en hann er ekki að fara sigra mig.“ Jake Paul RESPONDS to Gerwyn Price fight call out 🥊Who would win... Gerwyn Price or Jake Paul? Vote on our poll below!#darts #gerwynprice #jakepaul #boxing🥊 pic.twitter.com/NRaPNtpLYe— talkSPORT (@talkSPORT) March 24, 2025 Árið 2022 virtist sem Ísmaðurinn væri að fara keppa í hnefaleikum þar sem góðgerðarbardagi hafði verið skipulagður. Eftir að hafa ráðfært sig við lækni ákvað Price hins vegar að draga sig til hlés. Ekki kemur fram í frétt Sky Sports hvort Price ætli að taka tilboðinu en ef bardaginn færi fram í Wales virðist hann ekki geta sagt nei úr þessu. Box Pílukast Tengdar fréttir Vildi ekki rota og meiða Tyson Jake Paul segist ekki hafa viljað rota Mike Tyson í bardaga þeirra í nótt. Paul vann hinn 58 ára Tyson á stigum. 16. nóvember 2024 11:17 Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson YouTube-stjarnan Jake Paul fagnaði sigri í umdeildum hnefaleikabardaga við 58 ára gamlan Mike Tyson í Arlington í Texas í nótt. Þar gekk á ýmsu. 16. nóvember 2024 07:54 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sjá meira
Hinn athyglissjúki Paul hefur undanfarið skapað sér nafn sem hnefaleikakappi en virðist þó ekki vilja keppa við neinn sem iðkar hnefaleika að atvinnu. Hinn fertugi Price er fyrrum rúgbí-leikmaður og því talsvert sterkbyggðari en flestir af fyrrverandi heimsmeisturum pílunnar. Sky Sports greinir nú frá því að Price hafi sagt í útvarpsþættinum talkSport að Paul hafi sent honum skilaboð og beðið hann að nefna upphæð. Um er að ræða þá upphæð sem Price þyrfti að fá greidda til að stíga í hringinn með Paul. Ísmaðurinn Price hefur ekki enn svarað en hefur látið Paul heyra það í gegnum tíðina. „Hann er YouTuber, ekki hnefaleikakappi. Ég held að þetta yrði bara eitt högg og hann yrði út um allt, steinrotaður. Það væri sóun á peningum fyrir fólk að kveikja á þessu. Hann mun aldrei sigra mig í Wales. Enginn sigrar mig í Wales. Hann gæti mögulega sigrað Canelo Álvarez en hann er ekki að fara sigra mig.“ Jake Paul RESPONDS to Gerwyn Price fight call out 🥊Who would win... Gerwyn Price or Jake Paul? Vote on our poll below!#darts #gerwynprice #jakepaul #boxing🥊 pic.twitter.com/NRaPNtpLYe— talkSPORT (@talkSPORT) March 24, 2025 Árið 2022 virtist sem Ísmaðurinn væri að fara keppa í hnefaleikum þar sem góðgerðarbardagi hafði verið skipulagður. Eftir að hafa ráðfært sig við lækni ákvað Price hins vegar að draga sig til hlés. Ekki kemur fram í frétt Sky Sports hvort Price ætli að taka tilboðinu en ef bardaginn færi fram í Wales virðist hann ekki geta sagt nei úr þessu.
Box Pílukast Tengdar fréttir Vildi ekki rota og meiða Tyson Jake Paul segist ekki hafa viljað rota Mike Tyson í bardaga þeirra í nótt. Paul vann hinn 58 ára Tyson á stigum. 16. nóvember 2024 11:17 Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson YouTube-stjarnan Jake Paul fagnaði sigri í umdeildum hnefaleikabardaga við 58 ára gamlan Mike Tyson í Arlington í Texas í nótt. Þar gekk á ýmsu. 16. nóvember 2024 07:54 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sjá meira
Vildi ekki rota og meiða Tyson Jake Paul segist ekki hafa viljað rota Mike Tyson í bardaga þeirra í nótt. Paul vann hinn 58 ára Tyson á stigum. 16. nóvember 2024 11:17
Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson YouTube-stjarnan Jake Paul fagnaði sigri í umdeildum hnefaleikabardaga við 58 ára gamlan Mike Tyson í Arlington í Texas í nótt. Þar gekk á ýmsu. 16. nóvember 2024 07:54
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum