Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar 26. mars 2025 13:01 Hvernig tryggir lítil þjóð öryggi sitt og varnir í heimi vaxandi spennu? Hver er staða Íslands í alþjóðlegu öryggis- og varnarsamstarfi í dag? Ísland hefur lengi búið við þá forréttindastöðu að vera eitt friðsælasta og öruggasta land í heim og því getur verið fjarri okkur að þurfa að leita svara við slíkum spurningum. Staðreyndin er sú að öryggisumhverfi Íslands hefur gjörbreyst á skömmum tíma eftir innrás Rússlands í Úkraínu, átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og þeirri breyttu heimsmynd sem af þessu leiðir. Á sama tíma er uppi alvarleg staða hér innanlands sem birtist m.a. umfangi skipulagðrar brotastarfsemi, alvarlegum líkamsárásum og manndrápum, auk hrinu eldgosa á Reykjanesinu auk annarrar náttúruvár á síðustu árum. Ísland er herlaust land, og eina NATO ríkið í slíkri stöðu. Sú skipan mála hefur í för með sér aðra nálgun, þar sem borgaralegar varnir gegna lykilhlutverki ef ógn steðjar að. Í stað hefðbundinna varna reiðum við okkur á samhæft kerfi viðbragðsaðila og alþjóðlega samvinnu sem miðar að því að takast á við fjölþættar ógnir. Almannavarnarsvið ríkislögreglustjóra er hornsteinn í öryggiskerfi landsins á neyðartímum. Þar er samhæft viðbragð lögregluembættanna auk annarra viðbragðsaðila við náttúruhamförum, óveðrum, heilbrigðisógnum, og jafnvel alvarlegum ofbeldisatvikum. Þessi reynsla hefur skapað færni og þekkingu sem kann að gera okkur betur kleift að takast á við neyðarástand en mögulega stærri þjóðir með herafla. Á sjó og í lofti gegnir Landhelgisgæslan, önnur borgaraleg stofnun, lykilhlutverki í öryggi landsins með ábyrgð á löggæslu og eftirliti, við leit og björgun og siglingaöryggi í góðri samvinnu við viðbragðsaðila á landi. Fjölþáttaógnir hafa aukist með breyttri heimsmynd og fellur verulegur hluti þeirra ógna beint undir það sem greiningardeild ríkislögreglustjóra á að vinna gegn; undirróður, upplýsingafölsun, ólögleg upplýsingaöflun, netárásir, veiking mikilvægra innviða og skerðing opinberrar þjónustu. Góð samvinna við CERT-IS, netöryggissveit Íslands, skiptir þar miklu máli svo efla megi viðnámsþrótt mikilvægra innviða og samfélagsins alls gegn netárásum og öðrum netógnum. Alþjóðlegt samstarf gegnir lykilhlutverki í öryggis- og varnarmálum landsins og ekki síður í baráttunni við skipulagða brotastarfsemi. Í gegnum samstarfið fáum við aðgang að upplýsingum, þekkingu og kerfum. Algengt er að nefna þar helst NATO og tvíhliða varnarsamninginn, en ekki má gleyma fjölbreyttu borgaralegu samstarfi milli Norðurlandanna, Europol, Frontex, Schengen, Interpol, samstarfi almannavarna í Evrópu o.s.frv. Sagan hefur kennt okkur að hagkvæm nýting þess sem við höfum, öflugar borgaralegar varnir og alþjóðleg samvinna hefur verið árangursrík leið fyrir litla herlausa þjóð til að tryggja öryggi sitt. Á morgun, fimmtudag, stendur embætti ríkislögreglustjóra fyrir ráðstefnu um öryggismál á Íslandi þar sem við veltum meðal annars upp þessum spurningum upp og hvort að slík nálgun geti reynst okkur áfram vel. Ráðstefnan verður í beinu streymi en slóðina má finna hér. Höfundur er ríkislögreglustjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Björk Guðjónsdóttir Öryggis- og varnarmál Lögreglan Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Hvernig tryggir lítil þjóð öryggi sitt og varnir í heimi vaxandi spennu? Hver er staða Íslands í alþjóðlegu öryggis- og varnarsamstarfi í dag? Ísland hefur lengi búið við þá forréttindastöðu að vera eitt friðsælasta og öruggasta land í heim og því getur verið fjarri okkur að þurfa að leita svara við slíkum spurningum. Staðreyndin er sú að öryggisumhverfi Íslands hefur gjörbreyst á skömmum tíma eftir innrás Rússlands í Úkraínu, átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og þeirri breyttu heimsmynd sem af þessu leiðir. Á sama tíma er uppi alvarleg staða hér innanlands sem birtist m.a. umfangi skipulagðrar brotastarfsemi, alvarlegum líkamsárásum og manndrápum, auk hrinu eldgosa á Reykjanesinu auk annarrar náttúruvár á síðustu árum. Ísland er herlaust land, og eina NATO ríkið í slíkri stöðu. Sú skipan mála hefur í för með sér aðra nálgun, þar sem borgaralegar varnir gegna lykilhlutverki ef ógn steðjar að. Í stað hefðbundinna varna reiðum við okkur á samhæft kerfi viðbragðsaðila og alþjóðlega samvinnu sem miðar að því að takast á við fjölþættar ógnir. Almannavarnarsvið ríkislögreglustjóra er hornsteinn í öryggiskerfi landsins á neyðartímum. Þar er samhæft viðbragð lögregluembættanna auk annarra viðbragðsaðila við náttúruhamförum, óveðrum, heilbrigðisógnum, og jafnvel alvarlegum ofbeldisatvikum. Þessi reynsla hefur skapað færni og þekkingu sem kann að gera okkur betur kleift að takast á við neyðarástand en mögulega stærri þjóðir með herafla. Á sjó og í lofti gegnir Landhelgisgæslan, önnur borgaraleg stofnun, lykilhlutverki í öryggi landsins með ábyrgð á löggæslu og eftirliti, við leit og björgun og siglingaöryggi í góðri samvinnu við viðbragðsaðila á landi. Fjölþáttaógnir hafa aukist með breyttri heimsmynd og fellur verulegur hluti þeirra ógna beint undir það sem greiningardeild ríkislögreglustjóra á að vinna gegn; undirróður, upplýsingafölsun, ólögleg upplýsingaöflun, netárásir, veiking mikilvægra innviða og skerðing opinberrar þjónustu. Góð samvinna við CERT-IS, netöryggissveit Íslands, skiptir þar miklu máli svo efla megi viðnámsþrótt mikilvægra innviða og samfélagsins alls gegn netárásum og öðrum netógnum. Alþjóðlegt samstarf gegnir lykilhlutverki í öryggis- og varnarmálum landsins og ekki síður í baráttunni við skipulagða brotastarfsemi. Í gegnum samstarfið fáum við aðgang að upplýsingum, þekkingu og kerfum. Algengt er að nefna þar helst NATO og tvíhliða varnarsamninginn, en ekki má gleyma fjölbreyttu borgaralegu samstarfi milli Norðurlandanna, Europol, Frontex, Schengen, Interpol, samstarfi almannavarna í Evrópu o.s.frv. Sagan hefur kennt okkur að hagkvæm nýting þess sem við höfum, öflugar borgaralegar varnir og alþjóðleg samvinna hefur verið árangursrík leið fyrir litla herlausa þjóð til að tryggja öryggi sitt. Á morgun, fimmtudag, stendur embætti ríkislögreglustjóra fyrir ráðstefnu um öryggismál á Íslandi þar sem við veltum meðal annars upp þessum spurningum upp og hvort að slík nálgun geti reynst okkur áfram vel. Ráðstefnan verður í beinu streymi en slóðina má finna hér. Höfundur er ríkislögreglustjóri.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun