Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. mars 2025 07:31 Ingrid Ingebrigtsen er næstyngsta barn Gjerts Ingebrigtsen. Norski hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen sló dóttur sína í andlitið þegar hún var barn. Þetta var meðal þess sem kom fram á þriðja degi réttarhaldanna yfir Gjert. Hann er sakaður um að hafa beitt son sinn, Jakob, og dóttur sína, Ingrid, ofbeldi. Réttarhöldin yfir Gjert hófust í Sandnes í Noregi á mánudaginn. Í fyrradag lýsti Jakob ofbeldinu sem faðir hans beitti hann og í gær var komið að Ingrid. Hún rifjaði meðal annars upp atvik fyrir nokkrum árum þegar faðir hennar réðist á hana eftir að hún gleymdi púlsmæli sínum. „Ég sagði skýrt: Þegiðu, því þetta hætti ekki. Þegar ég sagði þetta fékk ég hönd í andlitið. Hann sló mig í andlitið. Það var hratt og fast. Ég meiddi mig,“ sagði Ingrid sem er átján ára í dag. Atvikið sem um ræðir átti sér stað 2018 eða 2019. Þetta var eitt af sjö atvikum þar sem Gjert átti að hafa beitt Ingrid andlegu og líkamlegu ofbeldi. Ingrid rifjaði líka upp atvik þegar faðir hennar öskraði svo kröftuglega á hana í bíl að hún brotnaði niður. Hana minnir að ástæðan hafi verið að hún gat ekki skipt um útvarpsstöð í bílnum. „Hann spurði mig hvort ég væri hrædd við hann. Ég held að það sé mjög erfitt að svara því. Ég man eftir því að hafa hugsað: Hvað gerist ef ég svara játandi? Hvað gerist ef ég svara neitandi? Svo ég svaraði ekki strax. Ég man svo eftir því að hann spurði og spurði þar til ég svaraði. Ég endaði á því að segja já,“ sagði Ingrid en þau feðgin fóru ekki heim fyrr en hún hafði lofað að segja ekki neinum frá því sem hafði gerst, allra síst móður sinni. Gjert er jafnframt sakaður um að hafa kallað dóttur sína hálfvita þegar hún var veik og hrint henni með báðum höndum eftir þau rifust. Synir Gjerts ráku hann sem þjálfara þeirra og slitu á öll samskipti við hann fyrir þremur árum eftir að þeir komust að því að hann hefði slegið Ingrid með blautu handklæði. Réttarhöldin standa yfir til 16. maí. Ef Gjert verður fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér sex ára fangelsi. Frjálsar íþróttir Hlaup Noregur Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Fjölskyldumál Mál Gjert Ingebrigtsen Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Hann er sakaður um að hafa beitt son sinn, Jakob, og dóttur sína, Ingrid, ofbeldi. Réttarhöldin yfir Gjert hófust í Sandnes í Noregi á mánudaginn. Í fyrradag lýsti Jakob ofbeldinu sem faðir hans beitti hann og í gær var komið að Ingrid. Hún rifjaði meðal annars upp atvik fyrir nokkrum árum þegar faðir hennar réðist á hana eftir að hún gleymdi púlsmæli sínum. „Ég sagði skýrt: Þegiðu, því þetta hætti ekki. Þegar ég sagði þetta fékk ég hönd í andlitið. Hann sló mig í andlitið. Það var hratt og fast. Ég meiddi mig,“ sagði Ingrid sem er átján ára í dag. Atvikið sem um ræðir átti sér stað 2018 eða 2019. Þetta var eitt af sjö atvikum þar sem Gjert átti að hafa beitt Ingrid andlegu og líkamlegu ofbeldi. Ingrid rifjaði líka upp atvik þegar faðir hennar öskraði svo kröftuglega á hana í bíl að hún brotnaði niður. Hana minnir að ástæðan hafi verið að hún gat ekki skipt um útvarpsstöð í bílnum. „Hann spurði mig hvort ég væri hrædd við hann. Ég held að það sé mjög erfitt að svara því. Ég man eftir því að hafa hugsað: Hvað gerist ef ég svara játandi? Hvað gerist ef ég svara neitandi? Svo ég svaraði ekki strax. Ég man svo eftir því að hann spurði og spurði þar til ég svaraði. Ég endaði á því að segja já,“ sagði Ingrid en þau feðgin fóru ekki heim fyrr en hún hafði lofað að segja ekki neinum frá því sem hafði gerst, allra síst móður sinni. Gjert er jafnframt sakaður um að hafa kallað dóttur sína hálfvita þegar hún var veik og hrint henni með báðum höndum eftir þau rifust. Synir Gjerts ráku hann sem þjálfara þeirra og slitu á öll samskipti við hann fyrir þremur árum eftir að þeir komust að því að hann hefði slegið Ingrid með blautu handklæði. Réttarhöldin standa yfir til 16. maí. Ef Gjert verður fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér sex ára fangelsi.
Frjálsar íþróttir Hlaup Noregur Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Fjölskyldumál Mál Gjert Ingebrigtsen Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum