„Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ Haraldur Örn Haraldsson skrifar 27. mars 2025 21:43 Borche Ilievski er á leið í einvígi gegn Stjörnunni, sem hann þekkir svo vel. Vísir/Daníel ÍR tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppninni með sigri á Haukum. Leikurinn endaði 80-91 en ÍR-ingar voru með yfirhöndina allan leikinn og það var aldrei líkur á öðru en ÍR sigri. Borche Ilievski Sansa þjálfari liðsins var mjög ánægður með úrslitin og að vera kominn áfram. „Mér líður æðislega. Þegar ég tók við þessu liði voru allir að tala um að ÍR er að fara falla, en við trúðum allir, ég og leikmennirnir. Allir trúðu að við myndum ná sæti í úrslitakeppninni.“ Sagði Borche „Hvern sem við fáum í fyrsta leik, þá ætlum að við að gera þann leik virkilega erfiðan fyrir andstæðinginn. Ég veit ekki akkúrat núna hver það verður en við ætlum að undirbúa okkur andlega og taktískt að spila besta leikinn sem við getum.“ Væntingarnar til ÍR fyrir tímabil voru mjög lágar og liðið var ekki á góðum stað í byrjun þess. Borche tók þá við liðinu og tókst að snúa genginu við. „Ég er virkilega stoltur af leikmönnunum mínum. Þeir hafa trúað því frá byrjun að við gætum haldið okkur í deildinni. Ég sagði þeim að ég væri ekki kominn til þess að halda þeim upp í deild. Ég er hér til þess að komast í úrslitakeppni, og það gerðist.“ Stuðningsmenn ÍR hafa verið áberandi á tímabilinu og það var engin breyting á því í kvöld. Núna þegar liðið er komið í úrslitakeppni má jafnvel búast við enn meiri lætum í þeim á pöllunum í komandi leikjum. „Ghetto Hooligans (Stuðningsmannasveit ÍR) eru bestu stuðningsmenn landsins við vitum það. Þannig ég er að búast við því í úrslitakeppninni að fjöldinn muni tvöfaldast. Allt Breiðholtið mun koma með okkur. Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta.“ Sóknarleikur ÍR í kvöld var á köflum virkilega flottur og það er greinilegt að það er búið að vera vinna í miklu á æfingasvæðinu. „Ég hef verið að segja mönnum að hafa betra flæði á sókninni, deila boltanum og að leikmaðurinn sem er í besta færinu tekur skotið. Af og til vorum við ekki eins góðir og ég var að búast við, sérstaklega varnarlega. Við töluðum um það fyrir leik að Haukar er lið sem spilar hratt og eru mjög góðir í því.“ Sagði Borche „Í fyrsta leikhlutanum skoruðu þeir nokkar auðveldar körfur sem ég var ekki ánægður með. Við töluðum um það í leikhléunum og inn í klefa. Mér fannst við svo laga ýmislegt í þriðja leikhluta. Seinna meir þegar við vorum komnir með gott forskot, þá reyndum við að stjórna rytmanum í leiknum og að gefa leikmönnum sem hafa spilað minna tækifæri. Ég er ánægður með að allir fengu að vera með í kvöld.“ Bónus-deild karla Körfubolti ÍR Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
„Mér líður æðislega. Þegar ég tók við þessu liði voru allir að tala um að ÍR er að fara falla, en við trúðum allir, ég og leikmennirnir. Allir trúðu að við myndum ná sæti í úrslitakeppninni.“ Sagði Borche „Hvern sem við fáum í fyrsta leik, þá ætlum að við að gera þann leik virkilega erfiðan fyrir andstæðinginn. Ég veit ekki akkúrat núna hver það verður en við ætlum að undirbúa okkur andlega og taktískt að spila besta leikinn sem við getum.“ Væntingarnar til ÍR fyrir tímabil voru mjög lágar og liðið var ekki á góðum stað í byrjun þess. Borche tók þá við liðinu og tókst að snúa genginu við. „Ég er virkilega stoltur af leikmönnunum mínum. Þeir hafa trúað því frá byrjun að við gætum haldið okkur í deildinni. Ég sagði þeim að ég væri ekki kominn til þess að halda þeim upp í deild. Ég er hér til þess að komast í úrslitakeppni, og það gerðist.“ Stuðningsmenn ÍR hafa verið áberandi á tímabilinu og það var engin breyting á því í kvöld. Núna þegar liðið er komið í úrslitakeppni má jafnvel búast við enn meiri lætum í þeim á pöllunum í komandi leikjum. „Ghetto Hooligans (Stuðningsmannasveit ÍR) eru bestu stuðningsmenn landsins við vitum það. Þannig ég er að búast við því í úrslitakeppninni að fjöldinn muni tvöfaldast. Allt Breiðholtið mun koma með okkur. Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta.“ Sóknarleikur ÍR í kvöld var á köflum virkilega flottur og það er greinilegt að það er búið að vera vinna í miklu á æfingasvæðinu. „Ég hef verið að segja mönnum að hafa betra flæði á sókninni, deila boltanum og að leikmaðurinn sem er í besta færinu tekur skotið. Af og til vorum við ekki eins góðir og ég var að búast við, sérstaklega varnarlega. Við töluðum um það fyrir leik að Haukar er lið sem spilar hratt og eru mjög góðir í því.“ Sagði Borche „Í fyrsta leikhlutanum skoruðu þeir nokkar auðveldar körfur sem ég var ekki ánægður með. Við töluðum um það í leikhléunum og inn í klefa. Mér fannst við svo laga ýmislegt í þriðja leikhluta. Seinna meir þegar við vorum komnir með gott forskot, þá reyndum við að stjórna rytmanum í leiknum og að gefa leikmönnum sem hafa spilað minna tækifæri. Ég er ánægður með að allir fengu að vera með í kvöld.“
Bónus-deild karla Körfubolti ÍR Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira