Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Aron Guðmundsson skrifar 28. mars 2025 13:30 Freyr Alexandersson tók við sem þjálfari Brann í janúar fyrr á þessu ári. Á morgun stýrir hann sínum fyrsta leik í norsku úrvalsdeildinni. Vísir/NTB Segja má að stjórnartíð Freys Alexanderssonar sem þjálfari norska liðsins Brann hefjist formlega á morgun með fyrsta keppnisleik liðsins undir hans stjórn í norsku úrvalsdeildinni. Sérfræðingar TV 2 spyrja sig hvort Freyr geti haft viðlíka áhrif á Brann og Arne Slot hefur haft á sínu fyrsta tímabili hjá Liverpool. Freyr fær það verkefni að feta í fótspor Eirik Hornelands sem reyndist afar vinsæll í starfi hjá Brann og skilaði góðum árangri sem varð meðal annars til þess að liðið endaði í 2.sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Það er mat sérfræðinga TV 2 að þrátt fyrir að Brann hafi ekki spilað einn einasta keppnisleik undir stjórn Freys þá hafi hann náð að heilla bæði leikmenn og stuðningsmenn liðsins með góðum úrslitum á undirbúningstímabilinu sem og framkomu sinni. „Nú bíðum við eftir að sjá hvernig honum tekst til þegar að alvaran tekur við,“ segir í umfjöllun TV 2 um Brann sem miðillinn spáir 4.sæti á komandi tímabili í norsku úrvalsdeildinni. Brann hefur ekki tapað leik undir stjórn Freysa á undirbúningstímabilinu en sérfræðingar TV 2 velta því fyrir sér hvort þar ráði síðustu leifar Horneland í starfi eða hvort þar sé um áhrif Freys að gæta. Hjá Brann setja menn markið hátt og á að berjast við topp deildarinnar auk þess sem félagið á góðan möguleika á að komast í riðlakeppni í Evrópu. „Takist þeim það hins vegar teljum við að það muni koma niður á gengi liðsins heima fyrir í haust á tímapunkti þar sem Brann hefur gengið vel á undanförnum árum þegar að liðið hefur ekki verið í Evrópu.“ Freyr hefur fengið inn þrjá nýja leikmenn í yngri kantinum, einn þeirra er Eggert Aron Guðmundsson sem kemur frá Elfsborg og á móti hafa þrír leikmenn um og yfir 30 ára aldur horfið á braut. „Það segir okkur að Brann er að hugsa um uppbyggingu en ef við eigum að leggja kalt mat á þetta þá er þeim ekki alvara í því að reyna sækja gullið. Bilið milli þeirra og Bodø/Glimt er of mikið, við teljum bilið vera meira en á síðasta tímabili.“ Forráðamenn Brann geti sætt sig við Evrópuævintýri og sæti á meðal efstu fjögurra liða norsku úrvalsdeildarinnar að tímabilinu loknu. Það er mat TV 2 að þátttaka í Evrópukeppni fái forgang. Stóra spurningarmerkið við gengi Brann á tímabilinu snúi að Frey. „Getur hann, líkt og Arne Slot hjá Liverpool, fyllt upp í fótspor forvera síns eða verður hann hinn næsti Rikard Norling sem segir réttu hlutina en nær ekki að skila inn úrslitum? Norski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Leik lokið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sjá meira
Freyr fær það verkefni að feta í fótspor Eirik Hornelands sem reyndist afar vinsæll í starfi hjá Brann og skilaði góðum árangri sem varð meðal annars til þess að liðið endaði í 2.sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Það er mat sérfræðinga TV 2 að þrátt fyrir að Brann hafi ekki spilað einn einasta keppnisleik undir stjórn Freys þá hafi hann náð að heilla bæði leikmenn og stuðningsmenn liðsins með góðum úrslitum á undirbúningstímabilinu sem og framkomu sinni. „Nú bíðum við eftir að sjá hvernig honum tekst til þegar að alvaran tekur við,“ segir í umfjöllun TV 2 um Brann sem miðillinn spáir 4.sæti á komandi tímabili í norsku úrvalsdeildinni. Brann hefur ekki tapað leik undir stjórn Freysa á undirbúningstímabilinu en sérfræðingar TV 2 velta því fyrir sér hvort þar ráði síðustu leifar Horneland í starfi eða hvort þar sé um áhrif Freys að gæta. Hjá Brann setja menn markið hátt og á að berjast við topp deildarinnar auk þess sem félagið á góðan möguleika á að komast í riðlakeppni í Evrópu. „Takist þeim það hins vegar teljum við að það muni koma niður á gengi liðsins heima fyrir í haust á tímapunkti þar sem Brann hefur gengið vel á undanförnum árum þegar að liðið hefur ekki verið í Evrópu.“ Freyr hefur fengið inn þrjá nýja leikmenn í yngri kantinum, einn þeirra er Eggert Aron Guðmundsson sem kemur frá Elfsborg og á móti hafa þrír leikmenn um og yfir 30 ára aldur horfið á braut. „Það segir okkur að Brann er að hugsa um uppbyggingu en ef við eigum að leggja kalt mat á þetta þá er þeim ekki alvara í því að reyna sækja gullið. Bilið milli þeirra og Bodø/Glimt er of mikið, við teljum bilið vera meira en á síðasta tímabili.“ Forráðamenn Brann geti sætt sig við Evrópuævintýri og sæti á meðal efstu fjögurra liða norsku úrvalsdeildarinnar að tímabilinu loknu. Það er mat TV 2 að þátttaka í Evrópukeppni fái forgang. Stóra spurningarmerkið við gengi Brann á tímabilinu snúi að Frey. „Getur hann, líkt og Arne Slot hjá Liverpool, fyllt upp í fótspor forvera síns eða verður hann hinn næsti Rikard Norling sem segir réttu hlutina en nær ekki að skila inn úrslitum?
Norski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Leik lokið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti