Richard Chamberlain er látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. mars 2025 14:59 Richard Chamberlain átti langan og farsælan feril í sjónvarpi. Hann var tilnefndur fjórum sinnum til Emmy-verðlaun og hlaut þrenn Golden Globe-verðlaun. Getty Bandaríski leikarinn Richard Chamberlain, þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðunum Dr. Kildare, Shogun og The Thorn Birds, er látinn 90 ára að aldri. Blaðafulltrúi Chamberlain, Harlan Boll, tjáði dægurmálamiðlinum The Hollywood Reporter að Chamberlain hefði dáið í Waimanalo í Havaí á laugardagskvöld eftir heilablóðfall, tveimur dögum fyrir 91 árs afmæli sitt, 31. mars. „Okkar elskaði Richard er nú með englunum. Hann er frjáls og svífur til ástvina sinna. Hve heppinn við vorum að hafa þekkt svona undraverða og elskandi sál. Ástin deyr aldrei. Okkar ást er undir vængjum hans og lyftir honum til hans næsta ævintýris,“ sagði Martin Rabbett, fyrrverandi eiginmaður Chamberlain til rúmlega 30 ára, í yfirlýsingu. Upprunalegi Jason Bourne og John Blackthorne Richard fæddist George Richard Chamberlain í Beverly Hills í Kaliforníu árið 1934. Hann lærði upprunalega myndlist í Pomona College en eftir hann sneri til baka úr herþjónustu í Kóreustríðinu ákvað Chamberlain að reyna fyrir sér sem leikari. Leikferill Chamberlain á stóra skjánum spannar rúmlega sextíu ár og hófst þegar hann lék smáhlutverk í spennuþáttunum Alfred Hitchcock Presents árið 1959. Stóra tækifærið kom tveimur árum síðar í læknaþáttunum Dr. Kildare þar sem Chamberlain lék aðalhlutverkið. Toshiro Mifune sem Yoshi Toranaga og Richard Chamberlain sem John Blackthorne í framhaldsþáttaröðinni Shogun.Getty Chamberlain lék einnig í fjölda mynda, þar á meðal ævintýramyndinni The Three Musketeers (1971), stórslysamyndinni The Towering Inferno (1974), Buffalo Soldiers (2001) og I Now Pronounce You Chuck and Larry (2007). Hans þekktustu hlutverk voru sem Dr. Kildare í fyrrnefndum þáttum, John Blackthorne í Shogun (1980) Séra Ralph de Bricassart í The Thorn Birds (1983), Jason Bourne í The Bourne Identity (1988). Á seinni hluta ferilsins lék hann smærri hlutverk í vinsælum þáttaröðum á borð við Will & Grace (1998-2020), Nip/Tuck (2003-10), Desperate Housewives (2004-2012), Chuck (2007-12) og Twin Peaks (2017). Chamberlain gaf út sjálfsævisögu sína Shattered Love árið 2003 og kom þá út úr skápnum. „Þegar þú elst upp á fjórða, fimmta og sjötta áratugnum er ekki auðvelt að vera samkynhneigður, það er eiginlega ómögulegt,“ sagði hann í viðtali við New York Times árið 2014. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Andlát Hollywood Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Blaðafulltrúi Chamberlain, Harlan Boll, tjáði dægurmálamiðlinum The Hollywood Reporter að Chamberlain hefði dáið í Waimanalo í Havaí á laugardagskvöld eftir heilablóðfall, tveimur dögum fyrir 91 árs afmæli sitt, 31. mars. „Okkar elskaði Richard er nú með englunum. Hann er frjáls og svífur til ástvina sinna. Hve heppinn við vorum að hafa þekkt svona undraverða og elskandi sál. Ástin deyr aldrei. Okkar ást er undir vængjum hans og lyftir honum til hans næsta ævintýris,“ sagði Martin Rabbett, fyrrverandi eiginmaður Chamberlain til rúmlega 30 ára, í yfirlýsingu. Upprunalegi Jason Bourne og John Blackthorne Richard fæddist George Richard Chamberlain í Beverly Hills í Kaliforníu árið 1934. Hann lærði upprunalega myndlist í Pomona College en eftir hann sneri til baka úr herþjónustu í Kóreustríðinu ákvað Chamberlain að reyna fyrir sér sem leikari. Leikferill Chamberlain á stóra skjánum spannar rúmlega sextíu ár og hófst þegar hann lék smáhlutverk í spennuþáttunum Alfred Hitchcock Presents árið 1959. Stóra tækifærið kom tveimur árum síðar í læknaþáttunum Dr. Kildare þar sem Chamberlain lék aðalhlutverkið. Toshiro Mifune sem Yoshi Toranaga og Richard Chamberlain sem John Blackthorne í framhaldsþáttaröðinni Shogun.Getty Chamberlain lék einnig í fjölda mynda, þar á meðal ævintýramyndinni The Three Musketeers (1971), stórslysamyndinni The Towering Inferno (1974), Buffalo Soldiers (2001) og I Now Pronounce You Chuck and Larry (2007). Hans þekktustu hlutverk voru sem Dr. Kildare í fyrrnefndum þáttum, John Blackthorne í Shogun (1980) Séra Ralph de Bricassart í The Thorn Birds (1983), Jason Bourne í The Bourne Identity (1988). Á seinni hluta ferilsins lék hann smærri hlutverk í vinsælum þáttaröðum á borð við Will & Grace (1998-2020), Nip/Tuck (2003-10), Desperate Housewives (2004-2012), Chuck (2007-12) og Twin Peaks (2017). Chamberlain gaf út sjálfsævisögu sína Shattered Love árið 2003 og kom þá út úr skápnum. „Þegar þú elst upp á fjórða, fimmta og sjötta áratugnum er ekki auðvelt að vera samkynhneigður, það er eiginlega ómögulegt,“ sagði hann í viðtali við New York Times árið 2014.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Andlát Hollywood Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira