Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar 1. apríl 2025 11:45 Eitt af því jákvæðasta sem kom út úr alþingiskosningunum 30. nóvember 2024 var að píratar féllu allir sem einn af þingi. Að fenginni þriggja ára reynslu í borgarstjórn myndi ég ekki sýta þau úrslit borgarstjórnarkosninga í maí 2026 að píratar þurrkist út. Þetta er ekkert beint gegn einstaka persónum sem starfa innan ranna pírata enda er það svo að það er gott fólk í öllum flokkum. Rót vandans felst í efnislegri nálgun pírata – forðast það að axla ábyrgð og halda á sífelldu klifi sínu um að Sjálfstæðisflokkurinn sé vont stjórnmálaafl. Ástæða er til að minna á að Sjálfstæðisflokkurinn er sá stjórnmálaflokkur sem á stærstan þátt í að mynda það farsæla samfélag sem Ísland er – mælt á nánast alla alþjóðlega mælikvarða sem hægt er að nota. Áhugamanneskjan um spillingarvarnir Dóra Björt Guðjónsdóttir er oddviti pírata í borgarstjórn. Sem oddviti „og áhugamanneskja um lýðræðislega ferla og spillingarvarnir“ ritaði Dóra Björt grein á visir.is fyrr í dag sem fjallaði um viss lögfræðileg álitamál í borgarstjórn Reykjavíkur, nánar tiltekið, hvort Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins væri vegna stöðu sinnar sem formaður íþróttafélags óheimilt, vegna vanhæfis, taka sæti í menningar- og íþróttaráði Reykjavíkurborgar. Píratinn fer mikinn í grein sinn en núna hefur legið fyrir í meira en tvö ár álit tveggja lögfræðinga hjá Reykjavíkurborg að viðkomandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sé almennt vanhæfur (neikvætt hæfi) til að taka sæti í fagráði sem varðar íþróttamál. Um niðurstöðu þessa álits er efnislegur ágreiningur á meðal sérfræðinga. Kjarni málsins – réttlát málsmeðferð Að áliti margra er sérstakt að kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn, sem jafnvel er kosinn vegna sérþekkingar sinnar og reynslu af tilteknum málaflokki, sé bannað að taka sæti í fagráði þar sem þekking viðkomandi getur komið að góðu haldi. Borgarfulltrúinn Björn Gíslason er þolgóður maður en meðal annars vegna hvatninga víða að, þótti rétt að útkljá þennan réttarágreining með formlegum hætti, það er, að borgarstjórn taki afstöðu í málinu. Það er nefnilega hluti af réttlátri málsmeðferð að kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn geti borið ákvarðanir sveitarfélags, um réttindi sín og skyldur, undir æðra stjórnvald, sem í þessu tilviki er innviðaráðuneytið. Samkvæmt lögum er útilokað að bera slík mál fyrir innviðaráðuneytið nema að fyrir liggi stjórnvaldsákvörðun af hálfu sveitarfélagsins. Sem sagt, lögfræðiálit, unnið af embættismönnum, kveður ekki á um réttindi og skyldur kjörins fulltrúa í sveitarstjórn. Í stað þess að víkja að þessu kjarnaatriði, pissaði píratinn í skóinn sinn með því að úttala sig um efnisatriði málsins og slengja því mati fram að „[það] er vont og óábyrgt að Sjálfstæðisflokkurinn sé viljugur til að taka slíka áhættu með lögmæti ákvarðana ráðsins“. Ég endurtek hins vegar, aðalatriðið er einfalt, það verður að fá úr því skorið fyrir æðra setta stjórnvaldi hvort það sé rétt að formaður íþróttafélags, sem sinnir því starfi í tómstundum sínum, sé fyrir fram útilokaður frá því að taka sæti í fagráði sveitarstjórnar sem fjallar um íþróttamál. Sé það raunin, þá ætti það að hafa verulegt fordæmisgildi fyrir sveitarstjórnir um allt land. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Eitt af því jákvæðasta sem kom út úr alþingiskosningunum 30. nóvember 2024 var að píratar féllu allir sem einn af þingi. Að fenginni þriggja ára reynslu í borgarstjórn myndi ég ekki sýta þau úrslit borgarstjórnarkosninga í maí 2026 að píratar þurrkist út. Þetta er ekkert beint gegn einstaka persónum sem starfa innan ranna pírata enda er það svo að það er gott fólk í öllum flokkum. Rót vandans felst í efnislegri nálgun pírata – forðast það að axla ábyrgð og halda á sífelldu klifi sínu um að Sjálfstæðisflokkurinn sé vont stjórnmálaafl. Ástæða er til að minna á að Sjálfstæðisflokkurinn er sá stjórnmálaflokkur sem á stærstan þátt í að mynda það farsæla samfélag sem Ísland er – mælt á nánast alla alþjóðlega mælikvarða sem hægt er að nota. Áhugamanneskjan um spillingarvarnir Dóra Björt Guðjónsdóttir er oddviti pírata í borgarstjórn. Sem oddviti „og áhugamanneskja um lýðræðislega ferla og spillingarvarnir“ ritaði Dóra Björt grein á visir.is fyrr í dag sem fjallaði um viss lögfræðileg álitamál í borgarstjórn Reykjavíkur, nánar tiltekið, hvort Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins væri vegna stöðu sinnar sem formaður íþróttafélags óheimilt, vegna vanhæfis, taka sæti í menningar- og íþróttaráði Reykjavíkurborgar. Píratinn fer mikinn í grein sinn en núna hefur legið fyrir í meira en tvö ár álit tveggja lögfræðinga hjá Reykjavíkurborg að viðkomandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sé almennt vanhæfur (neikvætt hæfi) til að taka sæti í fagráði sem varðar íþróttamál. Um niðurstöðu þessa álits er efnislegur ágreiningur á meðal sérfræðinga. Kjarni málsins – réttlát málsmeðferð Að áliti margra er sérstakt að kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn, sem jafnvel er kosinn vegna sérþekkingar sinnar og reynslu af tilteknum málaflokki, sé bannað að taka sæti í fagráði þar sem þekking viðkomandi getur komið að góðu haldi. Borgarfulltrúinn Björn Gíslason er þolgóður maður en meðal annars vegna hvatninga víða að, þótti rétt að útkljá þennan réttarágreining með formlegum hætti, það er, að borgarstjórn taki afstöðu í málinu. Það er nefnilega hluti af réttlátri málsmeðferð að kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn geti borið ákvarðanir sveitarfélags, um réttindi sín og skyldur, undir æðra stjórnvald, sem í þessu tilviki er innviðaráðuneytið. Samkvæmt lögum er útilokað að bera slík mál fyrir innviðaráðuneytið nema að fyrir liggi stjórnvaldsákvörðun af hálfu sveitarfélagsins. Sem sagt, lögfræðiálit, unnið af embættismönnum, kveður ekki á um réttindi og skyldur kjörins fulltrúa í sveitarstjórn. Í stað þess að víkja að þessu kjarnaatriði, pissaði píratinn í skóinn sinn með því að úttala sig um efnisatriði málsins og slengja því mati fram að „[það] er vont og óábyrgt að Sjálfstæðisflokkurinn sé viljugur til að taka slíka áhættu með lögmæti ákvarðana ráðsins“. Ég endurtek hins vegar, aðalatriðið er einfalt, það verður að fá úr því skorið fyrir æðra setta stjórnvaldi hvort það sé rétt að formaður íþróttafélags, sem sinnir því starfi í tómstundum sínum, sé fyrir fram útilokaður frá því að taka sæti í fagráði sveitarstjórnar sem fjallar um íþróttamál. Sé það raunin, þá ætti það að hafa verulegt fordæmisgildi fyrir sveitarstjórnir um allt land. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun