Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Bjarki Sigurðsson skrifar 3. apríl 2025 15:45 Hanna Katrín Friðriksson er atvinnuvegaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Atvinnuvegaráðherra segir tolla Trump geta haft gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna á Íslandi. Mikilvægt sé að Ísland festist ekki milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins í tollastríði. Útflutningur á vörum til Bandaríkjanna frá Íslandi nam tugum milljarða á síðasta ári. Tíu prósent tollur gæti haft mikil áhrif, til að mynda í sjávarútvegi, en stór hluti útflutnings til Bandaríkjanna eru sjávarútvegsvörur. Áhrif tollanna eru nú til skoðunar hjá nokkrum ráðuneytum. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra, segir mikið í húfi fyrir íslenskt atvinnulíf. „Við erum að rýna þessar tölur. Hvort, og þá hvernig, áhrif þetta hefur á sjávarútveginn okkar. Við erum mjög stór í útflutningi til Bandaríkjanna. Svo er ástæða til að hafa áhyggjur af áhrifum á ferðaþjónustu. Langstærsti hópur ferðamanna á Íslandi er frá Bandaríkjunum. Ef þessar aðgerðir Trumps raungerast og fara að hafa mjög neikvæð áhrif á efnahag heimila þar í landi, þá er það eðlileg ályktun að draga að það muni hafa áhrif á vilja og getu Bandaríkjamanna til að ferðast. Þannig í stóru myndinni er ástæða til að hafa áhyggjur,“ segir Hanna Katrín. Það verði að horfa til þess að Ísland og Bandaríkin séu enn bandalagsþjóðir. „Við höfum allan tímann frá því þetta tal um tollastríð hófst, sagt að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir Ísland að lenda ekki á milli í einhverskonar stríði milli ESB og Bandaríkjanna. Það er enn þá eitt gríðarlega stórt áhersluatriði hjá okkur. Að samband okkar við bæði ESB og Bandaríkin sé gott. Þannig það eru margir boltar á lofti hjá okkur líkt og öllum öðrum. En hvenær við stígum niður og segjum eitthvað annað, það verður að ráðast af stórum hagsmunum,“ segir Hanna Katrín. Fréttin hefur verið uppfærð. Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Útflutningur á vörum til Bandaríkjanna frá Íslandi nam tugum milljarða á síðasta ári. Tíu prósent tollur gæti haft mikil áhrif, til að mynda í sjávarútvegi, en stór hluti útflutnings til Bandaríkjanna eru sjávarútvegsvörur. Áhrif tollanna eru nú til skoðunar hjá nokkrum ráðuneytum. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra, segir mikið í húfi fyrir íslenskt atvinnulíf. „Við erum að rýna þessar tölur. Hvort, og þá hvernig, áhrif þetta hefur á sjávarútveginn okkar. Við erum mjög stór í útflutningi til Bandaríkjanna. Svo er ástæða til að hafa áhyggjur af áhrifum á ferðaþjónustu. Langstærsti hópur ferðamanna á Íslandi er frá Bandaríkjunum. Ef þessar aðgerðir Trumps raungerast og fara að hafa mjög neikvæð áhrif á efnahag heimila þar í landi, þá er það eðlileg ályktun að draga að það muni hafa áhrif á vilja og getu Bandaríkjamanna til að ferðast. Þannig í stóru myndinni er ástæða til að hafa áhyggjur,“ segir Hanna Katrín. Það verði að horfa til þess að Ísland og Bandaríkin séu enn bandalagsþjóðir. „Við höfum allan tímann frá því þetta tal um tollastríð hófst, sagt að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir Ísland að lenda ekki á milli í einhverskonar stríði milli ESB og Bandaríkjanna. Það er enn þá eitt gríðarlega stórt áhersluatriði hjá okkur. Að samband okkar við bæði ESB og Bandaríkin sé gott. Þannig það eru margir boltar á lofti hjá okkur líkt og öllum öðrum. En hvenær við stígum niður og segjum eitthvað annað, það verður að ráðast af stórum hagsmunum,“ segir Hanna Katrín. Fréttin hefur verið uppfærð.
Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira