ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Lovísa Arnardóttir skrifar 3. apríl 2025 19:50 Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms. Vísir/Hanna Íbúðalánasjóður var í dag sýknaður í níu dómsmálum í Landsrétti. Öll málin höfðuðu einstaklingar gegn sjóðnum og vildu meina að uppgreiðsluþóknun sjóðsins væri ólögmæt. Héraðsdómur sýknaði sjóðinn af tólf slíkum málum í febrúar í fyrra þar sem kröfur fólksins hljóðuðu í heildina upp á um 24 milljónir króna. Lægsta krafan var upp á um 800 þúsund krónur en sú hæsta upp á um þrjár milljónir króna. Alls voru þrettán mál þingfest fyrir héraðsdómi í júní 2023. Fólkið sem höfðaði málin tóku öll lán fyrir efnahagshrunið 2008. Lánin voru á lágum vöxtum að því gefnu að myndi fólkið greiða það upp fyrr en stefnt var að myndi það þurfa að greiða hátt uppgreiðslugjald. Árið 2012 voru svo sett lög um neytendalán sem snerust, meðal annars, um að uppgreiðslugjaldið þyrfti að vera lægra, og afmarkaðist við eitt prósent. Eftir að lögin voru sett á fót tók einhver annar yfir lánið og snerist ágreiningur málanna um hvort farið væri eftir fyrirkomulagi lánanna, eða nýju lögunum. Fólkið vildi meina að hið síðara ætti við, nýtt skuldasamband hefði orðið til við yfirtöku lánanna sem hefði áhrif á uppgreiðslugjaldið. Héraðsdómur féllst ekki á það. Í dómnum segir að þrátt fyrir að uppgreiðslugjaldið væri hærra en það sem nýju lögin hefðu sagt til um settu þau ekki hömlur á skuldaraskipti eldri lánssamninga. Landsréttur tók svo undir það en í dómi þeirra í dag segir að lögin hafi ekki átt að virka afturvirkt nema í tilviki opinna lánasamninga. Þó svo að nýtt skuldarasamband hefði stofnast hefði lánið verið á sama grunni og réttarsamband fyrri skuldara. Því hefði ekki verið um að ræða nýtt lán og því ákvæði samningsins áfram í gildi. Landsréttar staðfesti því sýknu héraðsdóms. Dómsmál Neytendur ÍL-sjóður Húsnæðismál Tengdar fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Fjármálaráðherra segir að það muni taka þjóðarbúið áratugi að greiða upp þá ríflega sex hundruð og fimmtíu milljarða króna sem Íbúðalánasjóður skildi eftir. Hann vonar þó að tillögur starfshóps um uppgjör verði samþykktar af kröfuhöfum og á Alþingi. 10. mars 2025 19:08 Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Héraðsdómur sýknaði sjóðinn af tólf slíkum málum í febrúar í fyrra þar sem kröfur fólksins hljóðuðu í heildina upp á um 24 milljónir króna. Lægsta krafan var upp á um 800 þúsund krónur en sú hæsta upp á um þrjár milljónir króna. Alls voru þrettán mál þingfest fyrir héraðsdómi í júní 2023. Fólkið sem höfðaði málin tóku öll lán fyrir efnahagshrunið 2008. Lánin voru á lágum vöxtum að því gefnu að myndi fólkið greiða það upp fyrr en stefnt var að myndi það þurfa að greiða hátt uppgreiðslugjald. Árið 2012 voru svo sett lög um neytendalán sem snerust, meðal annars, um að uppgreiðslugjaldið þyrfti að vera lægra, og afmarkaðist við eitt prósent. Eftir að lögin voru sett á fót tók einhver annar yfir lánið og snerist ágreiningur málanna um hvort farið væri eftir fyrirkomulagi lánanna, eða nýju lögunum. Fólkið vildi meina að hið síðara ætti við, nýtt skuldasamband hefði orðið til við yfirtöku lánanna sem hefði áhrif á uppgreiðslugjaldið. Héraðsdómur féllst ekki á það. Í dómnum segir að þrátt fyrir að uppgreiðslugjaldið væri hærra en það sem nýju lögin hefðu sagt til um settu þau ekki hömlur á skuldaraskipti eldri lánssamninga. Landsréttur tók svo undir það en í dómi þeirra í dag segir að lögin hafi ekki átt að virka afturvirkt nema í tilviki opinna lánasamninga. Þó svo að nýtt skuldarasamband hefði stofnast hefði lánið verið á sama grunni og réttarsamband fyrri skuldara. Því hefði ekki verið um að ræða nýtt lán og því ákvæði samningsins áfram í gildi. Landsréttar staðfesti því sýknu héraðsdóms.
Dómsmál Neytendur ÍL-sjóður Húsnæðismál Tengdar fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Fjármálaráðherra segir að það muni taka þjóðarbúið áratugi að greiða upp þá ríflega sex hundruð og fimmtíu milljarða króna sem Íbúðalánasjóður skildi eftir. Hann vonar þó að tillögur starfshóps um uppgjör verði samþykktar af kröfuhöfum og á Alþingi. 10. mars 2025 19:08 Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
„Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Fjármálaráðherra segir að það muni taka þjóðarbúið áratugi að greiða upp þá ríflega sex hundruð og fimmtíu milljarða króna sem Íbúðalánasjóður skildi eftir. Hann vonar þó að tillögur starfshóps um uppgjör verði samþykktar af kröfuhöfum og á Alþingi. 10. mars 2025 19:08