Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Atli Ísleifsson skrifar 4. apríl 2025 08:02 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir ljóst að Trump og stjórn hans líti á tolla sem heppilegt hagstjórnartæki. Vísir/Vilhelm Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að hinir nýju tollar sem Bandaríkjaforseti tilkynnti um á miðvikudag og lagðir verða á vörur frá Íslandi, muni ekki kollsteypa íslenskum útflutningsgreinum. Nýju tollarnir séu ekki góðar fréttir en að staðan gæti vissulega verið verri. Þetta sagði Jón Bjarki í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Bandaríkjaforseti tilkynnti á miðvikudaginn um nýjan tíu prósenta lágmarkstoll á allan útflutning til Bandaríkjanna og munu íslenskar vörur munu bera hann. Trump greindi jafnframt um „gagnkvæma tollar“ sem taka mið af viðskiptahalla Bandaríkjanna gagnvart tilteknum ríkjum. Vörur frá Evrópusambandinu munu samkvæmt nýju reglunum bera 20 prósenta toll, vörur frá Noregi 15 prósenta toll, Sviss 31 prósent og Liechtenstein 37 prósent. Áfram mætti telja að tollar á Kína munu nema 54 prósenta toll og þá var tilkynnt um 25 prósenta toll á alla erlenda bíla. Lágmarkstollarnir taka gildi á morgun en aðrir tollar á miðvikudag. Má orða það svo að við höfum sloppið vel? „Við sluppum betur heldur en aðrir í okkar heimshluta. Af löndum í Vestur-Evrópu er það bara Bretland sem að fengu sömu prósentu og við. Eins og kom fram er það lægsta sem er í boði af hendi Trump-stjórnarinnar í þessum tollum sem tilkynnt var um [á miðvikudagskvöldið]. En þetta eru auðvitað ekki alfarið góðar fréttir samt sem áður og ljóst að það verður að vinna hratt og skipulega í því að bregðast við. En jú þetta hefði geta verið verra,“ segir Jón Bjarki. Mjög háð og útsett fyrir utanríkisviðskiptum Aðspurður um hvort að 10 prósenta tollur á svona litla þjóð eins og Ísland sé meira högg en fyrir aðrar þjóðir segir Jón Bjarki að þetta hefði geta verið meira högg ef tollprósentan hefði verið hærri. „Við erum mjög háð og útsett fyrir utanríkisviðskiptum og högg á viðskiptin eru fljót að koma fram í neikvæðum efnahagsáhrifum hér. Sem betur fer var það ekki raunin og þetta hlutfall er held ég ekkert sem kollsteypir okkar útflutningsgreinum,“ segir Jón Bjarki. Lítur á tollana sem heppilegt hagstjórnartæki Það hefur verið greint frá því að markaðir hafi brugðist mjög illa við þessu. Telur þú einhverjar líkur á að þetta setji einhverja pressu á að hætta við jafnvel? „Á fyrra kjörtímabili hans hefði ég strax svarað já. Við sáum dæmi þess að hann horfði mikið til markaða, sérstaklega markaða í Bandaríkjunum, um viðbrögð við þeim breytingum sem hann tilkynnti og gerði þá. Hann var mjög fljótur að draga í land ef að neikvæð viðbrögð urðu á markaði. Það virðist ekki vera raunin í dag. Að sama skapi virðist tónninn frá stjórnvöldum í Bandaríkjum, ekki síst Trump sjálfum, vera sá að tollarnir núna séu ekki fyrst og fremst samningatækni heldur trúi þeir í alvörunni að þetta sé heppilegt hagstjórnartæki.“ Fyrirtæki og önnur ríki þurfa væntanlega bregðast við núna. Hvað telur þú að taki við á næstu dögum? Hvað munum við sjá? „Það verður örugglega mikill hraði á ákvörðunum og viðbrögðum. Við erum auðvitað þegar farin að heyra viðbrögð frá ýmsum viðskiptaþjóðum Bandaríkjanna, allt frá því að Ástralir segjast ekki ætla að bregðast við með tollum, miðað við fyrstu viðbrögð þeirra, í tiltölulega harðan tón sem er sleginn. Fyrir okkur skiptir auðvitað öllu máli að halda viðskiptum við aðrar þjóðir, önnur viðskiptasvæði, greiðum og tollalausum, eða eins tollalitlum og kostur er. Það er uppörvandi að sjá okkar stjórnvöld taka þessum málum mjög alvarlega og vera greinilega í mikilli vinnu að viðhalda góðu viðskiptasambandi Íslands við heiminn í heild sinni. Það ríður á miklu. Sem betur fer er hluti af okkar útflutningi tiltölulega sveigjanlegur að geta fært sig að hlut af einu viðskiptasvæði yfir á annað. Það eru samt allir að hugsa það sama, þannig að það getur orðið erfiðara að komast inn á nýja markaði í svipinn. En þetta er að gerast hratt og mig grunar að það sé ekki búið að segja síðasta orðið, hvorki í Bandaríkjunum né frá öðrum helstu viðskiptaþjóðum hvað þetta varðar,“ segir Jón Bjarki. Donald Trump Bandaríkin Skattar og tollar Efnahagsmál Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Þetta sagði Jón Bjarki í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Bandaríkjaforseti tilkynnti á miðvikudaginn um nýjan tíu prósenta lágmarkstoll á allan útflutning til Bandaríkjanna og munu íslenskar vörur munu bera hann. Trump greindi jafnframt um „gagnkvæma tollar“ sem taka mið af viðskiptahalla Bandaríkjanna gagnvart tilteknum ríkjum. Vörur frá Evrópusambandinu munu samkvæmt nýju reglunum bera 20 prósenta toll, vörur frá Noregi 15 prósenta toll, Sviss 31 prósent og Liechtenstein 37 prósent. Áfram mætti telja að tollar á Kína munu nema 54 prósenta toll og þá var tilkynnt um 25 prósenta toll á alla erlenda bíla. Lágmarkstollarnir taka gildi á morgun en aðrir tollar á miðvikudag. Má orða það svo að við höfum sloppið vel? „Við sluppum betur heldur en aðrir í okkar heimshluta. Af löndum í Vestur-Evrópu er það bara Bretland sem að fengu sömu prósentu og við. Eins og kom fram er það lægsta sem er í boði af hendi Trump-stjórnarinnar í þessum tollum sem tilkynnt var um [á miðvikudagskvöldið]. En þetta eru auðvitað ekki alfarið góðar fréttir samt sem áður og ljóst að það verður að vinna hratt og skipulega í því að bregðast við. En jú þetta hefði geta verið verra,“ segir Jón Bjarki. Mjög háð og útsett fyrir utanríkisviðskiptum Aðspurður um hvort að 10 prósenta tollur á svona litla þjóð eins og Ísland sé meira högg en fyrir aðrar þjóðir segir Jón Bjarki að þetta hefði geta verið meira högg ef tollprósentan hefði verið hærri. „Við erum mjög háð og útsett fyrir utanríkisviðskiptum og högg á viðskiptin eru fljót að koma fram í neikvæðum efnahagsáhrifum hér. Sem betur fer var það ekki raunin og þetta hlutfall er held ég ekkert sem kollsteypir okkar útflutningsgreinum,“ segir Jón Bjarki. Lítur á tollana sem heppilegt hagstjórnartæki Það hefur verið greint frá því að markaðir hafi brugðist mjög illa við þessu. Telur þú einhverjar líkur á að þetta setji einhverja pressu á að hætta við jafnvel? „Á fyrra kjörtímabili hans hefði ég strax svarað já. Við sáum dæmi þess að hann horfði mikið til markaða, sérstaklega markaða í Bandaríkjunum, um viðbrögð við þeim breytingum sem hann tilkynnti og gerði þá. Hann var mjög fljótur að draga í land ef að neikvæð viðbrögð urðu á markaði. Það virðist ekki vera raunin í dag. Að sama skapi virðist tónninn frá stjórnvöldum í Bandaríkjum, ekki síst Trump sjálfum, vera sá að tollarnir núna séu ekki fyrst og fremst samningatækni heldur trúi þeir í alvörunni að þetta sé heppilegt hagstjórnartæki.“ Fyrirtæki og önnur ríki þurfa væntanlega bregðast við núna. Hvað telur þú að taki við á næstu dögum? Hvað munum við sjá? „Það verður örugglega mikill hraði á ákvörðunum og viðbrögðum. Við erum auðvitað þegar farin að heyra viðbrögð frá ýmsum viðskiptaþjóðum Bandaríkjanna, allt frá því að Ástralir segjast ekki ætla að bregðast við með tollum, miðað við fyrstu viðbrögð þeirra, í tiltölulega harðan tón sem er sleginn. Fyrir okkur skiptir auðvitað öllu máli að halda viðskiptum við aðrar þjóðir, önnur viðskiptasvæði, greiðum og tollalausum, eða eins tollalitlum og kostur er. Það er uppörvandi að sjá okkar stjórnvöld taka þessum málum mjög alvarlega og vera greinilega í mikilli vinnu að viðhalda góðu viðskiptasambandi Íslands við heiminn í heild sinni. Það ríður á miklu. Sem betur fer er hluti af okkar útflutningi tiltölulega sveigjanlegur að geta fært sig að hlut af einu viðskiptasvæði yfir á annað. Það eru samt allir að hugsa það sama, þannig að það getur orðið erfiðara að komast inn á nýja markaði í svipinn. En þetta er að gerast hratt og mig grunar að það sé ekki búið að segja síðasta orðið, hvorki í Bandaríkjunum né frá öðrum helstu viðskiptaþjóðum hvað þetta varðar,“ segir Jón Bjarki.
Donald Trump Bandaríkin Skattar og tollar Efnahagsmál Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent