Saka Pútín um að draga lappirnar Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2025 09:56 David Lammy og Jean-Noel Barrot, utanríkisráðherrar Bretlands og Frakklands. AP/Geert Vanden Wijngaert Yfirvöld í Bretlandi og Frakklandi sökuðu í morgun Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um að draga lappirnar í friðarviðræðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Bretar og Frakkar krefjast skjótra viðbragða frá Pútín vegna viðleitni Bandaríkjamanna til að koma á vopnahlé. Rússar hafa hafnað tillögu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um almennt þrjátíu daga vopnahlé. Seinna meir gerði Pútín samkomulag við Bandaríkjamenn um vopnahlé á Svartahafi, í skiptum fyrir niðurfellingu refsiaðgerða og aðgang að mörkuðum heimsins fyrir landbúnaðarvörur, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Þetta samkomulag á að fela í sér að Rússar geri ekki árásir á orkuinnviði Úkraínu og Úkraínumenn hafa samþykkt að hætta árásum á orkuinnviði í Rússlandi og hernaðarskotmörk á Svartahafi. Rússneskum sprengjum hefur þó áfram rignt yfir Úkraínu og meðal annars á orkuver og aðra orkuinnviði. Að minnsta kosti fimm létu lífið og 32 særðust þegar rússneskur sjálfsprengidróni lenti á fjölbýlishúsi í Karkív í gærkvöldi. „Við sjáum þig“ Utanríkisráðherra Bretlands og Frakklands, þeir David Lammy og Jean-Noel Barrot, lýstu því yfir við blaðamenn í höfuðstöðvum NATO í morgun að Pútín væri að draga viðræður á langinn. Í millitíðinni héldi Pútín áfram að varpa sprengjum á óbreytta borgara í Úkraínu og orkuinnviði. „Við sjáum þig Vladimír Pútín. Við vitum hvað þú ert að gera,“ sagði Lammy. Sjá einnig: Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Barrot sló á svipaða strengi og benti á að Úkraínumenn hefðu samþykkt vopnahlésskilmála Bandaríkjamanna fyrir nokkru síðan og að Rússar skulduðu Trump svör. „Rússar fara þvers og kruss, halda áfram árásum á orkuinnviði, halda áfram stríðsglæpum sínum. Það þarf já, það þarf nei. Það þarf skjót svör,“ sagði Barrot. Sjá einnig: Trump „mjög reiður“ út í Pútín Utanríkisráðherrarnir hétu einnig að halda áfram stuðningi við Úkraínu og aðstoð við að byggja upp herafla ríkisins. Það er talið besta öryggistrygging Úkraínu sem er í boði, þar sem Trump hefur tekið aðild að NATO af borðinu. Erindreki Pútíns vill tíma Kirill Dmitriev, sérstakur erindreki Pútíns, var staddur í Bandaríkjunum í gær þar sem hann ræddi við erindreka Trump. Eftir fundinn sagði hann að frekari funda væri þörf til að leysa ýmis ágreiningsefni. Hann sagði viðræðurnar vera jákvæðar og uppbyggilegar en að þær myndu taka tíma. Þá kvartaði hann yfir meintri skipulagðri herferð sem ætlað væri að skemma samband Rússlands og Bandaríkjanna. Reuters hefur eftir Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, að tal Pútíns um friðarviðræður væru innantóm orð. Forsetinn rússneski væri að vinna sér inn tíma með því að breyta kröfum sínum og leggja fram nýjar kröfur. Trú ráðamanna í Evrópu á það að ríkisstjórn Trumps geti stillt til friðar til langs tíma hefur dregist verulega saman á undanförnum vikum, frá því Trump tók við embætti. Síðan þá hefur hann lagt mikla áherslu á að Úkraínumenn greiði Bandaríkjunum á einhvern hátt fyrir þá hernaðaraðstoð sem ríkið hefur fengið. Trump hefur einnig ítrekað talað máli Rússa og Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, og hafa Bandaríkjamenn heilt yfir beitt Úkraínumenn miklum þrýstingi. Á sama tíma hafa Trump og erindrekar hans talað fyrir því að fella niður refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir gegn Rússum, í skiptum fyrir lítið sem ekki neitt. Bretland Frakkland Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Donald Trump NATO Hernaður Þýskaland Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Rússar hafa hafnað tillögu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um almennt þrjátíu daga vopnahlé. Seinna meir gerði Pútín samkomulag við Bandaríkjamenn um vopnahlé á Svartahafi, í skiptum fyrir niðurfellingu refsiaðgerða og aðgang að mörkuðum heimsins fyrir landbúnaðarvörur, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Þetta samkomulag á að fela í sér að Rússar geri ekki árásir á orkuinnviði Úkraínu og Úkraínumenn hafa samþykkt að hætta árásum á orkuinnviði í Rússlandi og hernaðarskotmörk á Svartahafi. Rússneskum sprengjum hefur þó áfram rignt yfir Úkraínu og meðal annars á orkuver og aðra orkuinnviði. Að minnsta kosti fimm létu lífið og 32 særðust þegar rússneskur sjálfsprengidróni lenti á fjölbýlishúsi í Karkív í gærkvöldi. „Við sjáum þig“ Utanríkisráðherra Bretlands og Frakklands, þeir David Lammy og Jean-Noel Barrot, lýstu því yfir við blaðamenn í höfuðstöðvum NATO í morgun að Pútín væri að draga viðræður á langinn. Í millitíðinni héldi Pútín áfram að varpa sprengjum á óbreytta borgara í Úkraínu og orkuinnviði. „Við sjáum þig Vladimír Pútín. Við vitum hvað þú ert að gera,“ sagði Lammy. Sjá einnig: Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Barrot sló á svipaða strengi og benti á að Úkraínumenn hefðu samþykkt vopnahlésskilmála Bandaríkjamanna fyrir nokkru síðan og að Rússar skulduðu Trump svör. „Rússar fara þvers og kruss, halda áfram árásum á orkuinnviði, halda áfram stríðsglæpum sínum. Það þarf já, það þarf nei. Það þarf skjót svör,“ sagði Barrot. Sjá einnig: Trump „mjög reiður“ út í Pútín Utanríkisráðherrarnir hétu einnig að halda áfram stuðningi við Úkraínu og aðstoð við að byggja upp herafla ríkisins. Það er talið besta öryggistrygging Úkraínu sem er í boði, þar sem Trump hefur tekið aðild að NATO af borðinu. Erindreki Pútíns vill tíma Kirill Dmitriev, sérstakur erindreki Pútíns, var staddur í Bandaríkjunum í gær þar sem hann ræddi við erindreka Trump. Eftir fundinn sagði hann að frekari funda væri þörf til að leysa ýmis ágreiningsefni. Hann sagði viðræðurnar vera jákvæðar og uppbyggilegar en að þær myndu taka tíma. Þá kvartaði hann yfir meintri skipulagðri herferð sem ætlað væri að skemma samband Rússlands og Bandaríkjanna. Reuters hefur eftir Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, að tal Pútíns um friðarviðræður væru innantóm orð. Forsetinn rússneski væri að vinna sér inn tíma með því að breyta kröfum sínum og leggja fram nýjar kröfur. Trú ráðamanna í Evrópu á það að ríkisstjórn Trumps geti stillt til friðar til langs tíma hefur dregist verulega saman á undanförnum vikum, frá því Trump tók við embætti. Síðan þá hefur hann lagt mikla áherslu á að Úkraínumenn greiði Bandaríkjunum á einhvern hátt fyrir þá hernaðaraðstoð sem ríkið hefur fengið. Trump hefur einnig ítrekað talað máli Rússa og Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, og hafa Bandaríkjamenn heilt yfir beitt Úkraínumenn miklum þrýstingi. Á sama tíma hafa Trump og erindrekar hans talað fyrir því að fella niður refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir gegn Rússum, í skiptum fyrir lítið sem ekki neitt.
Bretland Frakkland Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Donald Trump NATO Hernaður Þýskaland Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira