Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2025 11:48 Ásthildur Lóa Þórsdóttir mætir á ríkisráðsfund á Bessastöðum þegar hún baðst lausnar hjá forseta Íslands. Vísir/Anton Brink Þrír af hverjum fjórum landsmönnum telja að Ásthildur Lóa Þórsdóttir hafi tekið rétta ákvörðun þegar hún ákvað að segja af sér sem mennta- og barnamálaráðherra á dögunum. Mikill meirihluti telur hana eiga að sitja áfram á þingi. Þá segir rúmur meirihluti landsmanna fréttaflutning um mál hennar hafa verið ósanngjarnan. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Allt fór á annan endann fyrir tæpum tveimur vikum þegar Ríkisútvarpið greindi frá því Ásthildur Lóa hefði getið barn með rúmlega sextán ára gömlum pilti þegar hún var sjálf tæplega 23 ára fyrir rúmum 35 árum. Ásthildur Lóa ákvað að loknum fundi með formönnum ríkisstjórnarflokkanna að segja af sér sem ráðherra. Hún tilkynnti afsögn sína í viðtali við RÚV sem var tekið á sama tíma og fyrsta frétt af málinu var sögð. Mikið hefur verið rætt og ritað um málið síðan það kom upp. RÚV hefur staðið við fréttaflutning sinn að öðru leyti en því sem fram kom í inngangi Spegilsins þar sem hún var sögð hafa eignast barn með fimmtán ára pilti. Í könnun Maskínu var fólk spurt hvort því fyndist það hafa verið rétt eða röng ákvörðun hjá Ásthildi Lóu að segja af sér ráðherradómi. Alls sögðu 74 prósent að það hefði verið rétt ákvörðun en 26 prósent telja það hafa verið ranga ákvörðun. Þá var fólk spurt hvort því hefði fundist fréttaflutningur um þau mál sem leiddu til afsagnar hennar hafa verið sanngjarn eða ósanngjarn. Alls sögðu 55 prósent að fréttaflutningir hefði verið ósanngjarn, 30 prósent sanngjarn og 15 prósent í meðallagi. Fólk var einnig spurt hvort það væri sammála eða ósammála því að Ásthildur Lóa ætti afturkvæmt í ráðherrastól. Alls voru 48 prósent ósammála, 37 prósent sammála og 15 prósent í meðallagi sammála eða ósammála. Ásthildur Lóa er í leyfi frá störfum á Alþingi sem þingmaður Flokks fólksins. Hún hefur sagst reikna með að sitja áfram á þingi. Þátttakendur voru spurðir að því hvort þeim fyndist að Ásthildur Lóa ætti einnig að segja af sér þingmennsku. 70 prósent telja hana ekki eiga að segja af sér en 30 prósent telja að hún eigi að segja af sér þingmennsku. Könnunin fór fram frá 27. mars til 3. apríl og voru svarendur 981 talsins úr Þjóðgátt Maskínu. Þjóðgátt Maskínu er þjóðhópurfólks sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svöru voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur, búsetu og menntun þannig að þau endurspegli þjóðina prýðilega. Barnamálaráðherra segir af sér Fjölmiðlar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Ríkisútvarpið Skoðanakannanir Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Allt fór á annan endann fyrir tæpum tveimur vikum þegar Ríkisútvarpið greindi frá því Ásthildur Lóa hefði getið barn með rúmlega sextán ára gömlum pilti þegar hún var sjálf tæplega 23 ára fyrir rúmum 35 árum. Ásthildur Lóa ákvað að loknum fundi með formönnum ríkisstjórnarflokkanna að segja af sér sem ráðherra. Hún tilkynnti afsögn sína í viðtali við RÚV sem var tekið á sama tíma og fyrsta frétt af málinu var sögð. Mikið hefur verið rætt og ritað um málið síðan það kom upp. RÚV hefur staðið við fréttaflutning sinn að öðru leyti en því sem fram kom í inngangi Spegilsins þar sem hún var sögð hafa eignast barn með fimmtán ára pilti. Í könnun Maskínu var fólk spurt hvort því fyndist það hafa verið rétt eða röng ákvörðun hjá Ásthildi Lóu að segja af sér ráðherradómi. Alls sögðu 74 prósent að það hefði verið rétt ákvörðun en 26 prósent telja það hafa verið ranga ákvörðun. Þá var fólk spurt hvort því hefði fundist fréttaflutningur um þau mál sem leiddu til afsagnar hennar hafa verið sanngjarn eða ósanngjarn. Alls sögðu 55 prósent að fréttaflutningir hefði verið ósanngjarn, 30 prósent sanngjarn og 15 prósent í meðallagi. Fólk var einnig spurt hvort það væri sammála eða ósammála því að Ásthildur Lóa ætti afturkvæmt í ráðherrastól. Alls voru 48 prósent ósammála, 37 prósent sammála og 15 prósent í meðallagi sammála eða ósammála. Ásthildur Lóa er í leyfi frá störfum á Alþingi sem þingmaður Flokks fólksins. Hún hefur sagst reikna með að sitja áfram á þingi. Þátttakendur voru spurðir að því hvort þeim fyndist að Ásthildur Lóa ætti einnig að segja af sér þingmennsku. 70 prósent telja hana ekki eiga að segja af sér en 30 prósent telja að hún eigi að segja af sér þingmennsku. Könnunin fór fram frá 27. mars til 3. apríl og voru svarendur 981 talsins úr Þjóðgátt Maskínu. Þjóðgátt Maskínu er þjóðhópurfólks sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svöru voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur, búsetu og menntun þannig að þau endurspegli þjóðina prýðilega.
Barnamálaráðherra segir af sér Fjölmiðlar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Ríkisútvarpið Skoðanakannanir Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira