Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2025 11:48 Ásthildur Lóa Þórsdóttir mætir á ríkisráðsfund á Bessastöðum þegar hún baðst lausnar hjá forseta Íslands. Vísir/Anton Brink Þrír af hverjum fjórum landsmönnum telja að Ásthildur Lóa Þórsdóttir hafi tekið rétta ákvörðun þegar hún ákvað að segja af sér sem mennta- og barnamálaráðherra á dögunum. Mikill meirihluti telur hana eiga að sitja áfram á þingi. Þá segir rúmur meirihluti landsmanna fréttaflutning um mál hennar hafa verið ósanngjarnan. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Allt fór á annan endann fyrir tæpum tveimur vikum þegar Ríkisútvarpið greindi frá því Ásthildur Lóa hefði getið barn með rúmlega sextán ára gömlum pilti þegar hún var sjálf tæplega 23 ára fyrir rúmum 35 árum. Ásthildur Lóa ákvað að loknum fundi með formönnum ríkisstjórnarflokkanna að segja af sér sem ráðherra. Hún tilkynnti afsögn sína í viðtali við RÚV sem var tekið á sama tíma og fyrsta frétt af málinu var sögð. Mikið hefur verið rætt og ritað um málið síðan það kom upp. RÚV hefur staðið við fréttaflutning sinn að öðru leyti en því sem fram kom í inngangi Spegilsins þar sem hún var sögð hafa eignast barn með fimmtán ára pilti. Í könnun Maskínu var fólk spurt hvort því fyndist það hafa verið rétt eða röng ákvörðun hjá Ásthildi Lóu að segja af sér ráðherradómi. Alls sögðu 74 prósent að það hefði verið rétt ákvörðun en 26 prósent telja það hafa verið ranga ákvörðun. Þá var fólk spurt hvort því hefði fundist fréttaflutningur um þau mál sem leiddu til afsagnar hennar hafa verið sanngjarn eða ósanngjarn. Alls sögðu 55 prósent að fréttaflutningir hefði verið ósanngjarn, 30 prósent sanngjarn og 15 prósent í meðallagi. Fólk var einnig spurt hvort það væri sammála eða ósammála því að Ásthildur Lóa ætti afturkvæmt í ráðherrastól. Alls voru 48 prósent ósammála, 37 prósent sammála og 15 prósent í meðallagi sammála eða ósammála. Ásthildur Lóa er í leyfi frá störfum á Alþingi sem þingmaður Flokks fólksins. Hún hefur sagst reikna með að sitja áfram á þingi. Þátttakendur voru spurðir að því hvort þeim fyndist að Ásthildur Lóa ætti einnig að segja af sér þingmennsku. 70 prósent telja hana ekki eiga að segja af sér en 30 prósent telja að hún eigi að segja af sér þingmennsku. Könnunin fór fram frá 27. mars til 3. apríl og voru svarendur 981 talsins úr Þjóðgátt Maskínu. Þjóðgátt Maskínu er þjóðhópurfólks sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svöru voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur, búsetu og menntun þannig að þau endurspegli þjóðina prýðilega. Barnamálaráðherra segir af sér Fjölmiðlar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Ríkisútvarpið Skoðanakannanir Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Allt fór á annan endann fyrir tæpum tveimur vikum þegar Ríkisútvarpið greindi frá því Ásthildur Lóa hefði getið barn með rúmlega sextán ára gömlum pilti þegar hún var sjálf tæplega 23 ára fyrir rúmum 35 árum. Ásthildur Lóa ákvað að loknum fundi með formönnum ríkisstjórnarflokkanna að segja af sér sem ráðherra. Hún tilkynnti afsögn sína í viðtali við RÚV sem var tekið á sama tíma og fyrsta frétt af málinu var sögð. Mikið hefur verið rætt og ritað um málið síðan það kom upp. RÚV hefur staðið við fréttaflutning sinn að öðru leyti en því sem fram kom í inngangi Spegilsins þar sem hún var sögð hafa eignast barn með fimmtán ára pilti. Í könnun Maskínu var fólk spurt hvort því fyndist það hafa verið rétt eða röng ákvörðun hjá Ásthildi Lóu að segja af sér ráðherradómi. Alls sögðu 74 prósent að það hefði verið rétt ákvörðun en 26 prósent telja það hafa verið ranga ákvörðun. Þá var fólk spurt hvort því hefði fundist fréttaflutningur um þau mál sem leiddu til afsagnar hennar hafa verið sanngjarn eða ósanngjarn. Alls sögðu 55 prósent að fréttaflutningir hefði verið ósanngjarn, 30 prósent sanngjarn og 15 prósent í meðallagi. Fólk var einnig spurt hvort það væri sammála eða ósammála því að Ásthildur Lóa ætti afturkvæmt í ráðherrastól. Alls voru 48 prósent ósammála, 37 prósent sammála og 15 prósent í meðallagi sammála eða ósammála. Ásthildur Lóa er í leyfi frá störfum á Alþingi sem þingmaður Flokks fólksins. Hún hefur sagst reikna með að sitja áfram á þingi. Þátttakendur voru spurðir að því hvort þeim fyndist að Ásthildur Lóa ætti einnig að segja af sér þingmennsku. 70 prósent telja hana ekki eiga að segja af sér en 30 prósent telja að hún eigi að segja af sér þingmennsku. Könnunin fór fram frá 27. mars til 3. apríl og voru svarendur 981 talsins úr Þjóðgátt Maskínu. Þjóðgátt Maskínu er þjóðhópurfólks sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svöru voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur, búsetu og menntun þannig að þau endurspegli þjóðina prýðilega.
Barnamálaráðherra segir af sér Fjölmiðlar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Ríkisútvarpið Skoðanakannanir Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira