Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar 6. apríl 2025 15:01 Sem örþjóð í stóru landi eru Íslendingar auðvitað í viðkvæmri stöðu þegar stórveldi heimsins seilast grímulaust eftir áhrifum, auðlindum og landsvæðum. Umræða um varnarmál er hins vegar á algjörum villigötum ef menn ímynda sér að rétt sé að stofna íslenskan her sem varið geti landið í hefðbundum hernaði. Nýir tímar eru runnir upp þar sem landvinningar eru iðkaðir með nýjum hernaðaraðferðum. Jafnvel stærstu herveldi forðast bein hernaðarátök og vinna þess í stað að því að ná markmiðum sínum án þess að hleypa af einu einasta byssuskoti. Í stað innrása með vopnavaldi stunda stórveldin hernað með aðferðum sem kenndar eru við 5. kynslóðar hernað, svo sem "samfélagsverkfræði", villandi upplýsingum, tölvuárásum og tækninýjungum. Hvað væri það fyrsta sem slíkur óvinur myndi vilja gera til að ná landi eins og Íslandi undir sitt áhrifasvæði? Jú, að auka áhrif sín án þess að landsmenn taki eftir því; veikja samstöðu þjóðarinnar, telja fólki trú um að það geti ekki verið sjálfstætt, hvorki sem einstaklingar né sem þjóð, veikja fullveldi landsins með því að draga úr áhrifum löggjafarþingsins, veikja dómsvaldið, flytja framkvæmdavaldið að stórum hluta úr landi, setja stöðugt nýjar reglur sem gera litlum og meðalstórum fyrirtækjum erfiðara fyrir að keppa við stórfyrirtækin, ná stjórn á orkumálum, auka áherslu á almenningssamgöngur og setja dýrar lestarframkvæmdir á dagskrá sem soga til sín óheyrilega fjármuni og veikja um leið aðrar samgönguleiðir, gera ráðamenn handgengna erlendu valdi og fá þá til að vinna að því að koma landi sínu í smáum skrefum undir erlent áhrifavald. Frammi fyrir þessu gildir enn hin klassíska lexía Sun Tzu: Þekktu óvin þinn, því ef þú þekkir hann ekki og veist ekki hvaða aðferðir hann notar til að grafa undan þér, þá muntu aldrei geta varist atlögum hans. Af þessu leiðir að besta vörn Íslands í breyttum heimi er ekki hervæðing heldur að stuðla að vitundarvakningu meðal þeirra sem búa í landinu um öll þau dýrmæti sem við höfum hér að verja. Þjóð sem áttar sig ekki á því að verið er að taka frá henni fullveldið getur ekki varið það. Þjóð sem missir yfirráð yfir lögum sínum missir yfirráðin yfir landinu sínu og framtíð sinni. Þegar svo er komið að Alþingi ætlar að leiða frumvarp um bókun 35 í ólög og veita þannig fullveldinu náðarhögg með því að afhenda dómsvald um EES reglur alfarið úr landi, þá verður orðið landráð sífellt raunhæfara um athafnir ráðamanna. Óskandi væri að íslensk þjóð noti þennan sunnudag til að rakna úr rotinu og taka þátt í að verja landið sitt með því að verja lög sín, því einmitt þannig hafa Íslendingar - sem herlaus þjóð - varist öllum atlögum í aldanna rás. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Alþingi Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Sem örþjóð í stóru landi eru Íslendingar auðvitað í viðkvæmri stöðu þegar stórveldi heimsins seilast grímulaust eftir áhrifum, auðlindum og landsvæðum. Umræða um varnarmál er hins vegar á algjörum villigötum ef menn ímynda sér að rétt sé að stofna íslenskan her sem varið geti landið í hefðbundum hernaði. Nýir tímar eru runnir upp þar sem landvinningar eru iðkaðir með nýjum hernaðaraðferðum. Jafnvel stærstu herveldi forðast bein hernaðarátök og vinna þess í stað að því að ná markmiðum sínum án þess að hleypa af einu einasta byssuskoti. Í stað innrása með vopnavaldi stunda stórveldin hernað með aðferðum sem kenndar eru við 5. kynslóðar hernað, svo sem "samfélagsverkfræði", villandi upplýsingum, tölvuárásum og tækninýjungum. Hvað væri það fyrsta sem slíkur óvinur myndi vilja gera til að ná landi eins og Íslandi undir sitt áhrifasvæði? Jú, að auka áhrif sín án þess að landsmenn taki eftir því; veikja samstöðu þjóðarinnar, telja fólki trú um að það geti ekki verið sjálfstætt, hvorki sem einstaklingar né sem þjóð, veikja fullveldi landsins með því að draga úr áhrifum löggjafarþingsins, veikja dómsvaldið, flytja framkvæmdavaldið að stórum hluta úr landi, setja stöðugt nýjar reglur sem gera litlum og meðalstórum fyrirtækjum erfiðara fyrir að keppa við stórfyrirtækin, ná stjórn á orkumálum, auka áherslu á almenningssamgöngur og setja dýrar lestarframkvæmdir á dagskrá sem soga til sín óheyrilega fjármuni og veikja um leið aðrar samgönguleiðir, gera ráðamenn handgengna erlendu valdi og fá þá til að vinna að því að koma landi sínu í smáum skrefum undir erlent áhrifavald. Frammi fyrir þessu gildir enn hin klassíska lexía Sun Tzu: Þekktu óvin þinn, því ef þú þekkir hann ekki og veist ekki hvaða aðferðir hann notar til að grafa undan þér, þá muntu aldrei geta varist atlögum hans. Af þessu leiðir að besta vörn Íslands í breyttum heimi er ekki hervæðing heldur að stuðla að vitundarvakningu meðal þeirra sem búa í landinu um öll þau dýrmæti sem við höfum hér að verja. Þjóð sem áttar sig ekki á því að verið er að taka frá henni fullveldið getur ekki varið það. Þjóð sem missir yfirráð yfir lögum sínum missir yfirráðin yfir landinu sínu og framtíð sinni. Þegar svo er komið að Alþingi ætlar að leiða frumvarp um bókun 35 í ólög og veita þannig fullveldinu náðarhögg með því að afhenda dómsvald um EES reglur alfarið úr landi, þá verður orðið landráð sífellt raunhæfara um athafnir ráðamanna. Óskandi væri að íslensk þjóð noti þennan sunnudag til að rakna úr rotinu og taka þátt í að verja landið sitt með því að verja lög sín, því einmitt þannig hafa Íslendingar - sem herlaus þjóð - varist öllum atlögum í aldanna rás. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar