Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar 6. apríl 2025 15:01 Sem örþjóð í stóru landi eru Íslendingar auðvitað í viðkvæmri stöðu þegar stórveldi heimsins seilast grímulaust eftir áhrifum, auðlindum og landsvæðum. Umræða um varnarmál er hins vegar á algjörum villigötum ef menn ímynda sér að rétt sé að stofna íslenskan her sem varið geti landið í hefðbundum hernaði. Nýir tímar eru runnir upp þar sem landvinningar eru iðkaðir með nýjum hernaðaraðferðum. Jafnvel stærstu herveldi forðast bein hernaðarátök og vinna þess í stað að því að ná markmiðum sínum án þess að hleypa af einu einasta byssuskoti. Í stað innrása með vopnavaldi stunda stórveldin hernað með aðferðum sem kenndar eru við 5. kynslóðar hernað, svo sem "samfélagsverkfræði", villandi upplýsingum, tölvuárásum og tækninýjungum. Hvað væri það fyrsta sem slíkur óvinur myndi vilja gera til að ná landi eins og Íslandi undir sitt áhrifasvæði? Jú, að auka áhrif sín án þess að landsmenn taki eftir því; veikja samstöðu þjóðarinnar, telja fólki trú um að það geti ekki verið sjálfstætt, hvorki sem einstaklingar né sem þjóð, veikja fullveldi landsins með því að draga úr áhrifum löggjafarþingsins, veikja dómsvaldið, flytja framkvæmdavaldið að stórum hluta úr landi, setja stöðugt nýjar reglur sem gera litlum og meðalstórum fyrirtækjum erfiðara fyrir að keppa við stórfyrirtækin, ná stjórn á orkumálum, auka áherslu á almenningssamgöngur og setja dýrar lestarframkvæmdir á dagskrá sem soga til sín óheyrilega fjármuni og veikja um leið aðrar samgönguleiðir, gera ráðamenn handgengna erlendu valdi og fá þá til að vinna að því að koma landi sínu í smáum skrefum undir erlent áhrifavald. Frammi fyrir þessu gildir enn hin klassíska lexía Sun Tzu: Þekktu óvin þinn, því ef þú þekkir hann ekki og veist ekki hvaða aðferðir hann notar til að grafa undan þér, þá muntu aldrei geta varist atlögum hans. Af þessu leiðir að besta vörn Íslands í breyttum heimi er ekki hervæðing heldur að stuðla að vitundarvakningu meðal þeirra sem búa í landinu um öll þau dýrmæti sem við höfum hér að verja. Þjóð sem áttar sig ekki á því að verið er að taka frá henni fullveldið getur ekki varið það. Þjóð sem missir yfirráð yfir lögum sínum missir yfirráðin yfir landinu sínu og framtíð sinni. Þegar svo er komið að Alþingi ætlar að leiða frumvarp um bókun 35 í ólög og veita þannig fullveldinu náðarhögg með því að afhenda dómsvald um EES reglur alfarið úr landi, þá verður orðið landráð sífellt raunhæfara um athafnir ráðamanna. Óskandi væri að íslensk þjóð noti þennan sunnudag til að rakna úr rotinu og taka þátt í að verja landið sitt með því að verja lög sín, því einmitt þannig hafa Íslendingar - sem herlaus þjóð - varist öllum atlögum í aldanna rás. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Alþingi Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Sem örþjóð í stóru landi eru Íslendingar auðvitað í viðkvæmri stöðu þegar stórveldi heimsins seilast grímulaust eftir áhrifum, auðlindum og landsvæðum. Umræða um varnarmál er hins vegar á algjörum villigötum ef menn ímynda sér að rétt sé að stofna íslenskan her sem varið geti landið í hefðbundum hernaði. Nýir tímar eru runnir upp þar sem landvinningar eru iðkaðir með nýjum hernaðaraðferðum. Jafnvel stærstu herveldi forðast bein hernaðarátök og vinna þess í stað að því að ná markmiðum sínum án þess að hleypa af einu einasta byssuskoti. Í stað innrása með vopnavaldi stunda stórveldin hernað með aðferðum sem kenndar eru við 5. kynslóðar hernað, svo sem "samfélagsverkfræði", villandi upplýsingum, tölvuárásum og tækninýjungum. Hvað væri það fyrsta sem slíkur óvinur myndi vilja gera til að ná landi eins og Íslandi undir sitt áhrifasvæði? Jú, að auka áhrif sín án þess að landsmenn taki eftir því; veikja samstöðu þjóðarinnar, telja fólki trú um að það geti ekki verið sjálfstætt, hvorki sem einstaklingar né sem þjóð, veikja fullveldi landsins með því að draga úr áhrifum löggjafarþingsins, veikja dómsvaldið, flytja framkvæmdavaldið að stórum hluta úr landi, setja stöðugt nýjar reglur sem gera litlum og meðalstórum fyrirtækjum erfiðara fyrir að keppa við stórfyrirtækin, ná stjórn á orkumálum, auka áherslu á almenningssamgöngur og setja dýrar lestarframkvæmdir á dagskrá sem soga til sín óheyrilega fjármuni og veikja um leið aðrar samgönguleiðir, gera ráðamenn handgengna erlendu valdi og fá þá til að vinna að því að koma landi sínu í smáum skrefum undir erlent áhrifavald. Frammi fyrir þessu gildir enn hin klassíska lexía Sun Tzu: Þekktu óvin þinn, því ef þú þekkir hann ekki og veist ekki hvaða aðferðir hann notar til að grafa undan þér, þá muntu aldrei geta varist atlögum hans. Af þessu leiðir að besta vörn Íslands í breyttum heimi er ekki hervæðing heldur að stuðla að vitundarvakningu meðal þeirra sem búa í landinu um öll þau dýrmæti sem við höfum hér að verja. Þjóð sem áttar sig ekki á því að verið er að taka frá henni fullveldið getur ekki varið það. Þjóð sem missir yfirráð yfir lögum sínum missir yfirráðin yfir landinu sínu og framtíð sinni. Þegar svo er komið að Alþingi ætlar að leiða frumvarp um bókun 35 í ólög og veita þannig fullveldinu náðarhögg með því að afhenda dómsvald um EES reglur alfarið úr landi, þá verður orðið landráð sífellt raunhæfara um athafnir ráðamanna. Óskandi væri að íslensk þjóð noti þennan sunnudag til að rakna úr rotinu og taka þátt í að verja landið sitt með því að verja lög sín, því einmitt þannig hafa Íslendingar - sem herlaus þjóð - varist öllum atlögum í aldanna rás. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar