Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar 8. apríl 2025 10:00 Miklum samfélagsbreytingum fylgir þörf fyrir meiri endurnýjanlega orku. Við Íslendingar búum svo vel að hafa beislað náttúruöflin með nýtingu vatnsafls og jarðvarma á 20. öld. Það var mikið heillaskref. Með uppbyggingu innlendrar orkuvinnslu úr endurnýjanlegum auðlindum þróaðist sterkt og öflugt samfélag, í fyrstu framleiðsludrifið en nú líka hugvitsdrifið. Endurnýjanleg, ódýr og örugg orka styður við fjölbreytt atvinnulíf sem byggir á mörgum stoðum, ekki síst hugviti og tækni. Tækifærin í tækninni Breytingarnar á íslensku samfélagi eru áþreifanlegar. Við búum nú færri í hverri íbúð en áður tíðkaðist, rafbílavæðingin heldur áfram með hraði, og sífellt fleiri heimilistæki og tæknibúnaður krefst stöðugrar og öruggrar orku. Fjölmörg algeng tæki á heimilum og vinnustöðum eru sítengd og krefjast orku jafnvel þegar við erum ekki að nota þau. Ísland er eitt rafrænasta samfélag í heimi og flestum finnst okkur sjálfsagt að sækja þjónustu rafrænt, stunda vinnu að heiman, vera í sambandi við fjölskyldu og vini á netinu og taka þátt í samfélaginu eftir stafrænum leiðum. Raftæki fylgja okkur alla daga. Við notum Outlook, Teams og ChatGPT á daginn og Netflix á kvöldin. Öll þessi stafræna tenging krefst orku, en ekki síður reiknigetu gagnavera sem sjá til þess að við getum keyrt allan þennan hugbúnað sem við treystum á. Hafi olían knúið áfram 20. öldina mun reiknigeta og gagnamagn gegna sama hlutverki í samfélagi 21. aldar. Því er stundum fleygt fram að gagnaver hérlendis þjónusti fyrst og fremst rafmyntagröft og framleiði ekki samfélagsleg verðmæti. Því fer fjarri. Gervigreindin byggir á gagnaverum og tækninni fleygir sannarlega fram á þeim vettvangi þessi misserin. Ísland á að taka þátt í þeirri þróun. Hér ríkja kjöraðstæður fyrir gagnaver, en hið kalda loftslag kælir gagnaverin og lækkar orkukostnað ásamt því að nútímalegir innviðir, öruggt umhverfi og vel menntað starfsfólk styðja við slíka starfsemi. Mikill vöxtur er fram undan í þessum iðnaði enda notum við sífellt meira af gögnum. Við sjáum öll að gervigreindin verður sífellt mikilvægari. Áframhaldandi vöxtur samfélagsins, uppbygging nýrra atvinnutækifæra og tækniþróun kallar því óhjákvæmilega á meiri raforku. En hversu mikla orku? Orkuþörf okkar vex ekki bara vegna tækni eða iðnaðar – hún endurspeglar hver við erum sem samfélag og hvert við viljum fara. Við viljum skapa framtíð sem byggir á sjálfbærni. Nú heyrast hins vegar gamalkunnug stef í orkumálum, sérstaklega vestanhafs þar sem „drill baby drill“ virðist ætla að verða slagorð forsetans þar í málaflokknum. Ísland má ekki láta deigan síga nú þegar áherslan virðist færast frá umhverfismálum og umræða um áframhaldandi notkun hefðbundins jarðefnaeldsneytis virðist á uppleið. Við eigum að stefna ótrauð að orkuskiptum. Það skiptir öllu máli fyrir loftslagið og lífríkið – en líka fyrir heilbrigði fólks, lífsgæði og jöfnuð í samfélaginu. Við þurfum að vinna meiri raforku hér á landi til að geta hætt að nota jarðefnaeldsneyti. Ýmsar spár hafa verið settar fram um hve mikla raforku þarf til orkuskipta. Ekki er langt síðan við töldum líklegast að grænt eldsneyti, unnið úr rafmagni (vetni) og t.d. kolefni (metanól o.fl.) myndi að mestu leysa jarðefnaeldsneyti af hólmi. Þetta græna eldsneyti mun vissulega skipta máli í ákveðnum geirum þegar fram líða stundir en núna eru þessir orkuberar ekki samkeppnishæfir. Hröð tækniþróun í beinni notkun raforku á ýmsar vélar og tæki minnkar svo enn þann hluta sem rafeldsneytið þyrfti ella að dekka. Því meiri raforku sem við getum notað beint á þann búnað sem við notum núna jarðefnaeldsneyti á, því viðráðanlegra verður það verkefni að afla orku fyrir orkuskiptin. Orkuskipti hafa nefnilega bætta orkunýtni í för með sér – við náum að nota mun hærra hlutfall raforkunnar til að vinna fyrir okkur en við náum að gera með jarðefnaeldsneyti. Spár um að tvöfalda þurfi orkukerfið hér á landi fyrir orkuskiptin ganga því ekki upp. Þörfin verður líkast til minni og mun vaxa hægar en spáð var. Raunhæfari vöxtur er á þá leið sem núverandi ríkistjórnarflokkar hafa talað fyrir, um 5 TWst aukning (25% núverandi orkukerfis) til 2035 og hóflegur vöxtur í framhaldi af því. Hugsum til langs tíma Vilji til orkuöflunar snýr alls ekki að því hvað við í orkugeiranum viljum virkja mikið heldur hvernig við öll viljum að samfélag okkar þróist. Hversu mikla orku þurfum við sem samfélag til að sú þróun gangi eftir? Í orkustefnu stjórnvalda segir að orkuþörf samfélagsins skuli ávallt uppfyllt en ekki er ljóst hvað það þýðir í raun. Stjórnvöld þurfa að setja fram stefnu um hver orkuþörfin verði til langs tíma og taka ákvarðanir um orkuöflun - sem Landsvirkjun og önnur orkufyrirtæki geta svo unnið eftir. Stefnuna þarf að uppfæra og endurmeta reglulega. Skortur á rafmagni mun hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér, fyrst fyrir atvinnulíf og nýsköpun og síðar fyrir lífskjör almennings. Við verðum að sjá til þess að börnin okkar taki við góðu búi. Að sama skapi eiga Íslendingar ávallt að vera í fararbroddi í umhverfismálum og stefna að fullum orkuskiptum sem fyrst. Jóhanna Hlín er forstöðumaður Loftslags og áhrifastýringar hjá Landsvirkjun og situr í stjórn UN Global Compact á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Miklum samfélagsbreytingum fylgir þörf fyrir meiri endurnýjanlega orku. Við Íslendingar búum svo vel að hafa beislað náttúruöflin með nýtingu vatnsafls og jarðvarma á 20. öld. Það var mikið heillaskref. Með uppbyggingu innlendrar orkuvinnslu úr endurnýjanlegum auðlindum þróaðist sterkt og öflugt samfélag, í fyrstu framleiðsludrifið en nú líka hugvitsdrifið. Endurnýjanleg, ódýr og örugg orka styður við fjölbreytt atvinnulíf sem byggir á mörgum stoðum, ekki síst hugviti og tækni. Tækifærin í tækninni Breytingarnar á íslensku samfélagi eru áþreifanlegar. Við búum nú færri í hverri íbúð en áður tíðkaðist, rafbílavæðingin heldur áfram með hraði, og sífellt fleiri heimilistæki og tæknibúnaður krefst stöðugrar og öruggrar orku. Fjölmörg algeng tæki á heimilum og vinnustöðum eru sítengd og krefjast orku jafnvel þegar við erum ekki að nota þau. Ísland er eitt rafrænasta samfélag í heimi og flestum finnst okkur sjálfsagt að sækja þjónustu rafrænt, stunda vinnu að heiman, vera í sambandi við fjölskyldu og vini á netinu og taka þátt í samfélaginu eftir stafrænum leiðum. Raftæki fylgja okkur alla daga. Við notum Outlook, Teams og ChatGPT á daginn og Netflix á kvöldin. Öll þessi stafræna tenging krefst orku, en ekki síður reiknigetu gagnavera sem sjá til þess að við getum keyrt allan þennan hugbúnað sem við treystum á. Hafi olían knúið áfram 20. öldina mun reiknigeta og gagnamagn gegna sama hlutverki í samfélagi 21. aldar. Því er stundum fleygt fram að gagnaver hérlendis þjónusti fyrst og fremst rafmyntagröft og framleiði ekki samfélagsleg verðmæti. Því fer fjarri. Gervigreindin byggir á gagnaverum og tækninni fleygir sannarlega fram á þeim vettvangi þessi misserin. Ísland á að taka þátt í þeirri þróun. Hér ríkja kjöraðstæður fyrir gagnaver, en hið kalda loftslag kælir gagnaverin og lækkar orkukostnað ásamt því að nútímalegir innviðir, öruggt umhverfi og vel menntað starfsfólk styðja við slíka starfsemi. Mikill vöxtur er fram undan í þessum iðnaði enda notum við sífellt meira af gögnum. Við sjáum öll að gervigreindin verður sífellt mikilvægari. Áframhaldandi vöxtur samfélagsins, uppbygging nýrra atvinnutækifæra og tækniþróun kallar því óhjákvæmilega á meiri raforku. En hversu mikla orku? Orkuþörf okkar vex ekki bara vegna tækni eða iðnaðar – hún endurspeglar hver við erum sem samfélag og hvert við viljum fara. Við viljum skapa framtíð sem byggir á sjálfbærni. Nú heyrast hins vegar gamalkunnug stef í orkumálum, sérstaklega vestanhafs þar sem „drill baby drill“ virðist ætla að verða slagorð forsetans þar í málaflokknum. Ísland má ekki láta deigan síga nú þegar áherslan virðist færast frá umhverfismálum og umræða um áframhaldandi notkun hefðbundins jarðefnaeldsneytis virðist á uppleið. Við eigum að stefna ótrauð að orkuskiptum. Það skiptir öllu máli fyrir loftslagið og lífríkið – en líka fyrir heilbrigði fólks, lífsgæði og jöfnuð í samfélaginu. Við þurfum að vinna meiri raforku hér á landi til að geta hætt að nota jarðefnaeldsneyti. Ýmsar spár hafa verið settar fram um hve mikla raforku þarf til orkuskipta. Ekki er langt síðan við töldum líklegast að grænt eldsneyti, unnið úr rafmagni (vetni) og t.d. kolefni (metanól o.fl.) myndi að mestu leysa jarðefnaeldsneyti af hólmi. Þetta græna eldsneyti mun vissulega skipta máli í ákveðnum geirum þegar fram líða stundir en núna eru þessir orkuberar ekki samkeppnishæfir. Hröð tækniþróun í beinni notkun raforku á ýmsar vélar og tæki minnkar svo enn þann hluta sem rafeldsneytið þyrfti ella að dekka. Því meiri raforku sem við getum notað beint á þann búnað sem við notum núna jarðefnaeldsneyti á, því viðráðanlegra verður það verkefni að afla orku fyrir orkuskiptin. Orkuskipti hafa nefnilega bætta orkunýtni í för með sér – við náum að nota mun hærra hlutfall raforkunnar til að vinna fyrir okkur en við náum að gera með jarðefnaeldsneyti. Spár um að tvöfalda þurfi orkukerfið hér á landi fyrir orkuskiptin ganga því ekki upp. Þörfin verður líkast til minni og mun vaxa hægar en spáð var. Raunhæfari vöxtur er á þá leið sem núverandi ríkistjórnarflokkar hafa talað fyrir, um 5 TWst aukning (25% núverandi orkukerfis) til 2035 og hóflegur vöxtur í framhaldi af því. Hugsum til langs tíma Vilji til orkuöflunar snýr alls ekki að því hvað við í orkugeiranum viljum virkja mikið heldur hvernig við öll viljum að samfélag okkar þróist. Hversu mikla orku þurfum við sem samfélag til að sú þróun gangi eftir? Í orkustefnu stjórnvalda segir að orkuþörf samfélagsins skuli ávallt uppfyllt en ekki er ljóst hvað það þýðir í raun. Stjórnvöld þurfa að setja fram stefnu um hver orkuþörfin verði til langs tíma og taka ákvarðanir um orkuöflun - sem Landsvirkjun og önnur orkufyrirtæki geta svo unnið eftir. Stefnuna þarf að uppfæra og endurmeta reglulega. Skortur á rafmagni mun hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér, fyrst fyrir atvinnulíf og nýsköpun og síðar fyrir lífskjör almennings. Við verðum að sjá til þess að börnin okkar taki við góðu búi. Að sama skapi eiga Íslendingar ávallt að vera í fararbroddi í umhverfismálum og stefna að fullum orkuskiptum sem fyrst. Jóhanna Hlín er forstöðumaður Loftslags og áhrifastýringar hjá Landsvirkjun og situr í stjórn UN Global Compact á Íslandi.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun