Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar 7. apríl 2025 14:31 Nýkjörin forysta Sjálfstæðisflokksins hóf samtal sitt við fólkið í landinu fyrir hálfum mánuði síðan með því að fara til fundar við fólkið. Í þessari fyrstu ferð okkar hittum við fólk hér á höfuðborgarsvæðinu og í öllum landshlutum. Óhætt er að segja að þetta sé eitt af því skemmtilegasta sem við stjórnmálamenn gerum, að fara um landið og hitta fólk á sínum heimavelli, upplifa hjartsláttinn og kynnast þeim verkefnum sem fólk er að sinna af metnaði. Metnaði um að gera samfélagið sitt betra og byggja sér og fjölskyldu sinni góð lífskjör til aukinnar velsældar. Þingflokkurinn allur hefur fimm sinnum farið í hringferð um landið og skilaboðin frá landsbyggðinni sem við höfum fengið eru ávallt mjög skýr; tryggið okkur öfluga grunninnviði og látið okkur svo í friði á meðan við sköpum verðmæti fyrir land og þjóð. Vanalega er vorið fallegur tími þar sem sólin hækkar á lofti, líf kviknar í náttúrunni og létta tekur yfir landanum. Sú var ekki raunin að þessu sinni. Það var þungt yfir fólkinu enda vorum við að ferðast í sömu viku og veiðigjaldið var kynnt. Heilu samfélögin höfðu miklar áhyggjur af þeim álögum sem ríkisstjórnin er að leggja á landsbyggðirnar þar sem verðmætasköpunin fer fram í grunnatvinnuvegum þjóðarinnar. Allar slíkar álögur draga úr styrk fyrirtækjanna til að fjárfesta í nýsköpun í heimabyggð og uppbyggingu innviða fyrirtækjanna sem skapa festu og umsvif í sínum samfélögum og gerir þeim kleift að halda fólki í vinnu. Álögur sem gera allan rekstur erfiðari til þess eins að getað barið sér á brjóst fyrir að sækja fjármuni til atvinnulífsins og vera góði aðilinn sem deildi fjármununum aftur út til fólksins. Staðan er samt sú, að fólkið í raunhagkerfinu skilur að svona virkar þetta ekki. Þau bæði vita og finna strax fyrir því á eigin skinni að bara yfirlýsingarnar um hærri veiðigjöld, aukna innheimtu í ferðaþjónustu og hækkandi flutningskostnaðar með kílómetragjaldi hafa áhrif. Fyrirtækin fara strax að halda að sér höndum með því að draga úr kostnaði í stað þess að fjárfesta einni krónu til að búa til tíu krónur. Þessar sögur heyrðum við á ferð okkar um landið. Ungur bóndasonur sem fjárfesti í málmsmiðju eftir háskólanám til að þróa sjálfvirknivæðingu í sjávarútvegi hefur nú verið stopp í nokkrar vikur. Bæjarfulltrúi sem kom að því að endurreisa iðnfyrirtæki sem framleiðir búnað fyrir sjávarútveginn horfir á öll verkefnin í bið þangað til ákvörðun stjórnvalda liggur fyrir. Svo var það gamla konan sem ólst upp í sjávarþorpinu og þekkir muninn á byggðinni sinni með sjávarútvegi sem er rekinn með tapi og sjávarútvegi sem rekinn er með afgangi. Prófessor stóð upp á einum fundinum og sagði þetta hafa mest áhrif á fiskvinnslustörf sem er ein öflugasta kvennastétt landsins og svo kvað kona sér hljóðs í Borganesi og sagði að nú væri búið að efna til stríðs við landsbyggðina. Skilaboðin voru því enn og aftur skýr, látið okkur í friði og við sjáum um að skapa hér verðmæti og byggja upp byggðirnar. Þannig verða til verðmæti sem skila sér til allra landsmanna í bættum lífskjörum og öflugri innviðum. Blómleg byggð sem aflar verðmæta fyrir þjóð sína verður ekki reist með því að gera atvinnulífið að vonda manninum og hindra það í störfum sínum við að afla þessara verðmæta. Verðmæta sem tryggja að við getum haldið hér áfram að gera Ísland að besta stað í heimi til að búa og starfa í. Sjálfstæðisflokkurinn mun berjast með byggðunum til velsældar. Höfundur er þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Nýkjörin forysta Sjálfstæðisflokksins hóf samtal sitt við fólkið í landinu fyrir hálfum mánuði síðan með því að fara til fundar við fólkið. Í þessari fyrstu ferð okkar hittum við fólk hér á höfuðborgarsvæðinu og í öllum landshlutum. Óhætt er að segja að þetta sé eitt af því skemmtilegasta sem við stjórnmálamenn gerum, að fara um landið og hitta fólk á sínum heimavelli, upplifa hjartsláttinn og kynnast þeim verkefnum sem fólk er að sinna af metnaði. Metnaði um að gera samfélagið sitt betra og byggja sér og fjölskyldu sinni góð lífskjör til aukinnar velsældar. Þingflokkurinn allur hefur fimm sinnum farið í hringferð um landið og skilaboðin frá landsbyggðinni sem við höfum fengið eru ávallt mjög skýr; tryggið okkur öfluga grunninnviði og látið okkur svo í friði á meðan við sköpum verðmæti fyrir land og þjóð. Vanalega er vorið fallegur tími þar sem sólin hækkar á lofti, líf kviknar í náttúrunni og létta tekur yfir landanum. Sú var ekki raunin að þessu sinni. Það var þungt yfir fólkinu enda vorum við að ferðast í sömu viku og veiðigjaldið var kynnt. Heilu samfélögin höfðu miklar áhyggjur af þeim álögum sem ríkisstjórnin er að leggja á landsbyggðirnar þar sem verðmætasköpunin fer fram í grunnatvinnuvegum þjóðarinnar. Allar slíkar álögur draga úr styrk fyrirtækjanna til að fjárfesta í nýsköpun í heimabyggð og uppbyggingu innviða fyrirtækjanna sem skapa festu og umsvif í sínum samfélögum og gerir þeim kleift að halda fólki í vinnu. Álögur sem gera allan rekstur erfiðari til þess eins að getað barið sér á brjóst fyrir að sækja fjármuni til atvinnulífsins og vera góði aðilinn sem deildi fjármununum aftur út til fólksins. Staðan er samt sú, að fólkið í raunhagkerfinu skilur að svona virkar þetta ekki. Þau bæði vita og finna strax fyrir því á eigin skinni að bara yfirlýsingarnar um hærri veiðigjöld, aukna innheimtu í ferðaþjónustu og hækkandi flutningskostnaðar með kílómetragjaldi hafa áhrif. Fyrirtækin fara strax að halda að sér höndum með því að draga úr kostnaði í stað þess að fjárfesta einni krónu til að búa til tíu krónur. Þessar sögur heyrðum við á ferð okkar um landið. Ungur bóndasonur sem fjárfesti í málmsmiðju eftir háskólanám til að þróa sjálfvirknivæðingu í sjávarútvegi hefur nú verið stopp í nokkrar vikur. Bæjarfulltrúi sem kom að því að endurreisa iðnfyrirtæki sem framleiðir búnað fyrir sjávarútveginn horfir á öll verkefnin í bið þangað til ákvörðun stjórnvalda liggur fyrir. Svo var það gamla konan sem ólst upp í sjávarþorpinu og þekkir muninn á byggðinni sinni með sjávarútvegi sem er rekinn með tapi og sjávarútvegi sem rekinn er með afgangi. Prófessor stóð upp á einum fundinum og sagði þetta hafa mest áhrif á fiskvinnslustörf sem er ein öflugasta kvennastétt landsins og svo kvað kona sér hljóðs í Borganesi og sagði að nú væri búið að efna til stríðs við landsbyggðina. Skilaboðin voru því enn og aftur skýr, látið okkur í friði og við sjáum um að skapa hér verðmæti og byggja upp byggðirnar. Þannig verða til verðmæti sem skila sér til allra landsmanna í bættum lífskjörum og öflugri innviðum. Blómleg byggð sem aflar verðmæta fyrir þjóð sína verður ekki reist með því að gera atvinnulífið að vonda manninum og hindra það í störfum sínum við að afla þessara verðmæta. Verðmæta sem tryggja að við getum haldið hér áfram að gera Ísland að besta stað í heimi til að búa og starfa í. Sjálfstæðisflokkurinn mun berjast með byggðunum til velsældar. Höfundur er þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar