Innlent

Pall­borðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétt­trúnaður?

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Alexandra Briem borgarfulltrúi, Karen Kjartansdóttir almannatengill og Þórarinn Hjartarson hlaðvarpsstjórnandi voru sammála um að umræðan á samfélagsmiðlum geti stundum verið óhjálpleg.
Alexandra Briem borgarfulltrúi, Karen Kjartansdóttir almannatengill og Þórarinn Hjartarson hlaðvarpsstjórnandi voru sammála um að umræðan á samfélagsmiðlum geti stundum verið óhjálpleg. Vísir/Anton Brink

Hugtakið „woke“ hefur verið til mikillar umræðu í vikunni og virðist hver og einn skilgreina hugtakið á sinn hátt. Sumir vilja meina að hugtakið snúist um umburðarlyndi en aðrir segja það einkennast af einræðislegri hugmyndafræði.

Fjallað verður um hugtakið, hvað það þýðir og hvað felst í því í Pallborðinu á Vísi klukkan 14 í dag. Gestir þáttarins verða Alexandra Briem borgarfulltrúi, Karen Kjartansdóttir almannatengill og Þórarinn Hjartarson hlaðvarpsstjórnandi. 

Hugtakið hefur verið milli tannanna á fólki í þónokkurn tíma og verið áberandi, sér í lagi í pólitískri umræðu vestanhafs. Donald Trump Bandaríkjaforseti og stuðningsmenn hans á hægri vængnum hafa úthúðað „woke-ismanum“ og kennt hugmyndafræðinni um allt illt en hún á rætur sínar að rekja í jafnréttisbaráttu svartra Bandaríkjamanna. 

Svo virðist sem hugtakið sé nú orðið regnhlífarhugtak yfir jafnrétti kynja, réttindi hinsegin fólks og umhverfisaðgerðir, svo fátt eitt sé nefnt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×