„Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. apríl 2025 20:12 Kristrún hitti Ursulu von der Leyen í Brussel í dag en þetta er í fyrsta sinn sem þær eiga tvíhliða fund. AP/Omar Havana Tollastríðið hefur þegar eyðilagt mikil verðmæti á alþjóðlegum mörkuðum að sögn hagfræðings. Evrópusambandið hefur fullan skilning á stöðu Íslands að sögn forsætisráðherra sem fékk þó enga tryggingu fyrir því á fundum með leiðtogum í Brussel í dag að mögulegar gagnaðgerðir ESB muni ekki bitna á Íslandi. Fyrirhuguð atkvæðagreiðsla um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið báru einnig á góma. Enn annan daginn í röð var mikið rót á mörkuðum sem rekja má til tollastefnu Bandaríkjanna. Kínverjar boðuðu hvorki meira en minna 84% tolla á Bandaríkin sem svar við háum tollum Bandaríkjamanna á vörur frá Kína. Síðdegis í dag sagðist Donald Trump Bandaríkjaforseti þó hafa samþykkt níutíu daga hlé á aðgerðum gagnvart tugum landa sem áttu að sæta háum tollum. Þrátt fyrir þetta boðaða hlé er tollastefnan þegar farin að valda usla en Hafsteinn Hauksson, aðalhagfræðingur Kviku lítur stöðuna mjög alvarlegum augum. „Þetta lítur náttúrlega ekki vel út eins og sakir standa. Það er búið að eyðileggja mjög mikil verðmæti á alþjóðlegum mörkuðum á síðustu vikunni og ég man eiginlega bara eftir á mínum ferli tvisvar sinnum viðlíka aðstæðum á markaði. Það var í fjármálahruninu 2008 og á covid-tímanum 2020. Þannig að það sýnir að það er alvarleg staða komin upp í alþjóðahagkerfinu,“ segir Hafsteinn. Viðskiptahagsmunir Íslands í forgrunni á fundum í Brussel Evrópusambandið samþykkti einnig frekari mótaðgerðir gegn Bandaríkjunum í dag sem eiga að taka gildi í næsta mánuði. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra átti fundi með leiðtogum Evrópusambandsins í dag þar sem tollarnir voru efst á baugi. „Skýru skilaboðin frá Íslandi voru náttúrlega þau að við myndum verja okkar viðskiptahagsmuni, við yrðum auðvitað áfram sterkur partur af innri markaðnum og Evrópusambandið væri meðvitað um það að ráðast ekki í aðgerðir sem myndi skapa einhvers svona órói á innri markaðnum. Og það er fullur skilningur á því meðal bæði Ursulu og Costa,“ sagði Kristrún í samtali við fréttastofu í dag. Spurð hvort hún hafi fengið einhver afdráttarlaus svör um tryggingu fyrir því að mögulegar frekari aðgerðir Evrópusambandsins muni ekki bitna á Íslandi segir Kristrún svo ekki vera. „Við fengum ekki tryggingu á þessum tímapunkti enda er ekki komið að slíkri tryggingu ef svo má segja. Það eru auðvitað bara svipuð skilaboð og ég hafði heyrt frá Jonasi Gahr Störe, forsætisráðherra Noregs, sem var hérna fyrr í vikunni. Evrópusambandið er núna að bregðast við því sem mætti kalla fyrsta hluta þessara tollamála. Það er að segja tollar á ál og stál sem Bandaríkin lögðu á, síðan komu á tollar á bíla og svo þessi stóri pakki núna í vikunni. Þau eru að færa sig smám saman áfram í varfærnum skrefum, þau eru ekki farin að móta heildstæðar aðgerðir sem myndu mögulega útiloka innflutning frá þriðja ríki eða öðrum löndum og það er það sem við myndum hafa mestar áhyggjur af,“ segir Kristrún. „En við erum búin að koma okkar skilaboðum skýrt til skila, þau eru sammála um að það væri ekki gott að skapa ólgu á innri markaðnum og þau ætla ekki að hreyfa sig án þess að láta okkur vita og við verðum að fullu upplýst.“ Ekki í samningaviðræðum við Bandaríkin Hún ítrekar að ekki standi til að ráðast í mótaðgerðir gegn Bandaríkjunum hér á landi „Við höfum ekki ætlað okkur að ráðast í neina gagntolla gagnvart Bandaríkjunum og við erum ekki að fara í ýtarlegar samningaviðræður á þessum tímapunkti við Bandaríkjamenn, þrátt fyrri að við séum auðvitað að fylgjast með hvað okkar bandalagsríki eru að gera og munum fylgjast að ef það verður ákveðið að fara í einhverjar samræður. En þau lönd sem eru að fá þessa lágmarkstolla sem eru að sitja, bíða, og sjá hvað gerist,“ segir Kristrún. Vel fór á með þeim Kristrúnu og Antonio Costa, forseta Evrópuráðsins.AP/Omar Havana Það séu aðallega þau lönd sem fái á sig hærri tolla sem séu að banka á dyrnar hjá Bandaríkjaforseta. „Á þessum tímapunkti erum við bara að halda öllum samskiptalínum opnum og tryggja góð viðskipti fram í tímann.“ Þú segir að það standi ekki til að fara í einhvers konar refsiaðgerðir á Íslandi gagnvart Bandaríkjunum. En ert þú sammála þessari nálgun hjá ESB að fara í mótaðgerðir? „Ég skil Evrópusambandið en ég myndi samt segja að þau eru varfærin. Þau eru að hreyfa sig hægt, þau eru ekki að fara í allsherjar tollastríð á þessum tímapunkti, þau vilja fara í samningaviðræður við Bandaríkjaforseta og Bandaríkjamenn. Þau eru að fara í afmarkaða tolla og þau eru ekki endilega að gefa sér að þetta muni enda á versta stað og ég held að það sé mjög heilbrigt,“ svarar Kristrún. Hún bætir við að Evrópusambandið sé jafnframt í annarri stöðu en Ísland, hafi fengið á sig mun hærri tolla og séu með umfangsmeira svæði og stærri markað. Ísland sé mun minna land, með mikla hagsmuni af frjálsum viðskiptum og í annarri stöðu gagnvart Bandaríkjunum. „Þannig að ég held að þau séu að hreyfa sig með eðlilegum hætti en þau eru skynsöm.“ „Rammaði inn“ fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Kristrún segir að í viðskipta- og tollamál hafi fyrst og fremst verið til umræðu á fundum hennar í Brussel í dag, en öryggis- og varnarmál báru meðal annars einnig á góma. Nýttir þú tækifærið í dag til þess að ræða mögulega aðild íslands að Evrópusambandinu og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu þar um? „Það var komið líka inn á aðildarviðræðurnar. Aðallega bara verið að ramma þær inn gagnvart Evrópusambandinu, að þetta er eitthvað sem er í kortunum 2027. Þetta er eitthvað sem að ríkisstjórnin vill að gangi fram, það er að segja atkvæðagreiðslan sjálf, en að það séu auðvitað ólík sjónarmið innan ríkisstjórnarinnar á þessum tímapunkti hver niðurstaðan ætti að vera. En að þetta væri algjörlega í höndum Íslendinga, þetta væri innanlandsmál, en auðvitað höfum við séð mjög jákvæða þætti í okkar samstarfi við Evrópusambandið,“ svarar Kristrún. Lýstir þú þinni persónulegu afstöðu til þessa? „Við auðvitað ræddum heilshugar okkar stuðning við EES-samninginn og okkar jákvæða samstarf við Evrópu, von der Leyen og Costa bæði vita auðvitað að minn flokkur Samfylkingin hefur verið jákvæð þegar kemur að Evrópusambandsaðild en við höfum auðvitað líka verið með ákveðnar skoðanir á tímasetningu og að það sé sterkt umboð frá þjóðinni og að þau vita að það eru forsendur þess að við förum í þessa vegferð,“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Skattar og tollar Bandaríkin Efnahagsmál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Enn annan daginn í röð var mikið rót á mörkuðum sem rekja má til tollastefnu Bandaríkjanna. Kínverjar boðuðu hvorki meira en minna 84% tolla á Bandaríkin sem svar við háum tollum Bandaríkjamanna á vörur frá Kína. Síðdegis í dag sagðist Donald Trump Bandaríkjaforseti þó hafa samþykkt níutíu daga hlé á aðgerðum gagnvart tugum landa sem áttu að sæta háum tollum. Þrátt fyrir þetta boðaða hlé er tollastefnan þegar farin að valda usla en Hafsteinn Hauksson, aðalhagfræðingur Kviku lítur stöðuna mjög alvarlegum augum. „Þetta lítur náttúrlega ekki vel út eins og sakir standa. Það er búið að eyðileggja mjög mikil verðmæti á alþjóðlegum mörkuðum á síðustu vikunni og ég man eiginlega bara eftir á mínum ferli tvisvar sinnum viðlíka aðstæðum á markaði. Það var í fjármálahruninu 2008 og á covid-tímanum 2020. Þannig að það sýnir að það er alvarleg staða komin upp í alþjóðahagkerfinu,“ segir Hafsteinn. Viðskiptahagsmunir Íslands í forgrunni á fundum í Brussel Evrópusambandið samþykkti einnig frekari mótaðgerðir gegn Bandaríkjunum í dag sem eiga að taka gildi í næsta mánuði. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra átti fundi með leiðtogum Evrópusambandsins í dag þar sem tollarnir voru efst á baugi. „Skýru skilaboðin frá Íslandi voru náttúrlega þau að við myndum verja okkar viðskiptahagsmuni, við yrðum auðvitað áfram sterkur partur af innri markaðnum og Evrópusambandið væri meðvitað um það að ráðast ekki í aðgerðir sem myndi skapa einhvers svona órói á innri markaðnum. Og það er fullur skilningur á því meðal bæði Ursulu og Costa,“ sagði Kristrún í samtali við fréttastofu í dag. Spurð hvort hún hafi fengið einhver afdráttarlaus svör um tryggingu fyrir því að mögulegar frekari aðgerðir Evrópusambandsins muni ekki bitna á Íslandi segir Kristrún svo ekki vera. „Við fengum ekki tryggingu á þessum tímapunkti enda er ekki komið að slíkri tryggingu ef svo má segja. Það eru auðvitað bara svipuð skilaboð og ég hafði heyrt frá Jonasi Gahr Störe, forsætisráðherra Noregs, sem var hérna fyrr í vikunni. Evrópusambandið er núna að bregðast við því sem mætti kalla fyrsta hluta þessara tollamála. Það er að segja tollar á ál og stál sem Bandaríkin lögðu á, síðan komu á tollar á bíla og svo þessi stóri pakki núna í vikunni. Þau eru að færa sig smám saman áfram í varfærnum skrefum, þau eru ekki farin að móta heildstæðar aðgerðir sem myndu mögulega útiloka innflutning frá þriðja ríki eða öðrum löndum og það er það sem við myndum hafa mestar áhyggjur af,“ segir Kristrún. „En við erum búin að koma okkar skilaboðum skýrt til skila, þau eru sammála um að það væri ekki gott að skapa ólgu á innri markaðnum og þau ætla ekki að hreyfa sig án þess að láta okkur vita og við verðum að fullu upplýst.“ Ekki í samningaviðræðum við Bandaríkin Hún ítrekar að ekki standi til að ráðast í mótaðgerðir gegn Bandaríkjunum hér á landi „Við höfum ekki ætlað okkur að ráðast í neina gagntolla gagnvart Bandaríkjunum og við erum ekki að fara í ýtarlegar samningaviðræður á þessum tímapunkti við Bandaríkjamenn, þrátt fyrri að við séum auðvitað að fylgjast með hvað okkar bandalagsríki eru að gera og munum fylgjast að ef það verður ákveðið að fara í einhverjar samræður. En þau lönd sem eru að fá þessa lágmarkstolla sem eru að sitja, bíða, og sjá hvað gerist,“ segir Kristrún. Vel fór á með þeim Kristrúnu og Antonio Costa, forseta Evrópuráðsins.AP/Omar Havana Það séu aðallega þau lönd sem fái á sig hærri tolla sem séu að banka á dyrnar hjá Bandaríkjaforseta. „Á þessum tímapunkti erum við bara að halda öllum samskiptalínum opnum og tryggja góð viðskipti fram í tímann.“ Þú segir að það standi ekki til að fara í einhvers konar refsiaðgerðir á Íslandi gagnvart Bandaríkjunum. En ert þú sammála þessari nálgun hjá ESB að fara í mótaðgerðir? „Ég skil Evrópusambandið en ég myndi samt segja að þau eru varfærin. Þau eru að hreyfa sig hægt, þau eru ekki að fara í allsherjar tollastríð á þessum tímapunkti, þau vilja fara í samningaviðræður við Bandaríkjaforseta og Bandaríkjamenn. Þau eru að fara í afmarkaða tolla og þau eru ekki endilega að gefa sér að þetta muni enda á versta stað og ég held að það sé mjög heilbrigt,“ svarar Kristrún. Hún bætir við að Evrópusambandið sé jafnframt í annarri stöðu en Ísland, hafi fengið á sig mun hærri tolla og séu með umfangsmeira svæði og stærri markað. Ísland sé mun minna land, með mikla hagsmuni af frjálsum viðskiptum og í annarri stöðu gagnvart Bandaríkjunum. „Þannig að ég held að þau séu að hreyfa sig með eðlilegum hætti en þau eru skynsöm.“ „Rammaði inn“ fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Kristrún segir að í viðskipta- og tollamál hafi fyrst og fremst verið til umræðu á fundum hennar í Brussel í dag, en öryggis- og varnarmál báru meðal annars einnig á góma. Nýttir þú tækifærið í dag til þess að ræða mögulega aðild íslands að Evrópusambandinu og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu þar um? „Það var komið líka inn á aðildarviðræðurnar. Aðallega bara verið að ramma þær inn gagnvart Evrópusambandinu, að þetta er eitthvað sem er í kortunum 2027. Þetta er eitthvað sem að ríkisstjórnin vill að gangi fram, það er að segja atkvæðagreiðslan sjálf, en að það séu auðvitað ólík sjónarmið innan ríkisstjórnarinnar á þessum tímapunkti hver niðurstaðan ætti að vera. En að þetta væri algjörlega í höndum Íslendinga, þetta væri innanlandsmál, en auðvitað höfum við séð mjög jákvæða þætti í okkar samstarfi við Evrópusambandið,“ svarar Kristrún. Lýstir þú þinni persónulegu afstöðu til þessa? „Við auðvitað ræddum heilshugar okkar stuðning við EES-samninginn og okkar jákvæða samstarf við Evrópu, von der Leyen og Costa bæði vita auðvitað að minn flokkur Samfylkingin hefur verið jákvæð þegar kemur að Evrópusambandsaðild en við höfum auðvitað líka verið með ákveðnar skoðanir á tímasetningu og að það sé sterkt umboð frá þjóðinni og að þau vita að það eru forsendur þess að við förum í þessa vegferð,“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Skattar og tollar Bandaríkin Efnahagsmál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira