Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. apríl 2025 12:01 Sigurður Páll Pálsson, yfirlæknir réttar- og öryggisgeðþjónustunar. vísir/vilhelm Yfirlæknir réttar- og öryggisgeðþjónustu Landspítalans segir fjölgun rýma á öryggisgeðdeild Landspítalans vera löngu tímabæra. Óvíst sé hvort að fjölgunin muni nægja enda fari hópur þeirra sem þurfi að vista sístækkandi. Unnið er að fjölgun rýma á öryggisgeðdeild Landspítalans úr átta í sextán. Samkvæmt tilkynningu frá Stjórnarráðinu er búið að tryggja fjármagn í fjármálaáætlun 2026 til 2030 vegna þessa en ekki liggur fyrir hvenær nýju rýmin verða tekin í gagnið. Um er að ræða rými fyrir einstaklinga sem geta verið hættulegir sjálfum sér og öðrum og þurfa því að sæta sérstökum öryggisráðstöfunum. Verið ljóst í um fjögur ár Sigurður Páll Pálsson, yfirlæknir réttar- og öryggisgeðþjónustu Landspítalans, segir fjölgunina löngu tímabæra. „Á öryggisdeildinni eru þeir sem eru sviptir sjálfræði og þurfa þess vegna á aðstoð vegna geðræns sjúkdóms en á réttargeðdeildinni eru þeir sem hafa verið dæmdir en hafa í raun og veru sama vanda. Við höfum haft þarna tvær deildir með átta rýmum og þetta er eiginlega sprungið, það má segja það. Bæði fólksfjölgun og meiri vandi í þjóðfélaginu. Þannig að ég er bara kampakátur að þetta verði gert.“ Hann segir þann hóp sem þurfi að vista á öryggisgeðdeild fara sístækkandi. Það eigi rætur sínar að rekja til aukinnar neyslu fíkniefna í samfélaginu. „Þetta hefur verið ljóst núna í þrjú, fjögur ár, að við þurfum meiri úrræði. Því þetta er fjölþættari vandi en var og það er meiri neysla. Fólk gleymir því þegar það er verið að tala um fíkniefni að langtíma fíkniefnanotkun, leiðir þig í flestum tilfellum til geðrofssjúkdóma sem leiðir til þess að fólk geri slæma hluti.“ „Þetta er ekki nóg“ Óljóst sé hvort tvöföldun rýma muni nægja. „Við erum með þrefalt færri svona öryggis- og réttpláss en nágrannaþjóðirnar. Þannig svarið miðað við hinar þjóðirnar; Þetta er ekki nóg. En við erum þakklát að fá þó þetta, því það munar um öll pláss.“ Hann vonast til að nýju rýmin verði opnuð sem fyrst en ekki liggur fyrir hvort fjölga þurfi starfsfólki á deildinni. „Við fáum betri aðstöðu sem breytir svo miklu um hagræðingu og hvernig vinnuafl nýtist. Inn í gömlu deild verður hönnuð nýtískuleg deild. Staðsetningin á Kleppi er líka góð, því hún er ekki alveg inn í miðborginni heldur meira þar sem eru græn svæði. Þegar við náum fólki úr bráðageðrofi getum við byrjað endurhæfingu. Við erum með góða íþróttaaðastöðu og fólk getur farið í göngutúra án þess að vera ónáða.“ Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Sjá meira
Unnið er að fjölgun rýma á öryggisgeðdeild Landspítalans úr átta í sextán. Samkvæmt tilkynningu frá Stjórnarráðinu er búið að tryggja fjármagn í fjármálaáætlun 2026 til 2030 vegna þessa en ekki liggur fyrir hvenær nýju rýmin verða tekin í gagnið. Um er að ræða rými fyrir einstaklinga sem geta verið hættulegir sjálfum sér og öðrum og þurfa því að sæta sérstökum öryggisráðstöfunum. Verið ljóst í um fjögur ár Sigurður Páll Pálsson, yfirlæknir réttar- og öryggisgeðþjónustu Landspítalans, segir fjölgunina löngu tímabæra. „Á öryggisdeildinni eru þeir sem eru sviptir sjálfræði og þurfa þess vegna á aðstoð vegna geðræns sjúkdóms en á réttargeðdeildinni eru þeir sem hafa verið dæmdir en hafa í raun og veru sama vanda. Við höfum haft þarna tvær deildir með átta rýmum og þetta er eiginlega sprungið, það má segja það. Bæði fólksfjölgun og meiri vandi í þjóðfélaginu. Þannig að ég er bara kampakátur að þetta verði gert.“ Hann segir þann hóp sem þurfi að vista á öryggisgeðdeild fara sístækkandi. Það eigi rætur sínar að rekja til aukinnar neyslu fíkniefna í samfélaginu. „Þetta hefur verið ljóst núna í þrjú, fjögur ár, að við þurfum meiri úrræði. Því þetta er fjölþættari vandi en var og það er meiri neysla. Fólk gleymir því þegar það er verið að tala um fíkniefni að langtíma fíkniefnanotkun, leiðir þig í flestum tilfellum til geðrofssjúkdóma sem leiðir til þess að fólk geri slæma hluti.“ „Þetta er ekki nóg“ Óljóst sé hvort tvöföldun rýma muni nægja. „Við erum með þrefalt færri svona öryggis- og réttpláss en nágrannaþjóðirnar. Þannig svarið miðað við hinar þjóðirnar; Þetta er ekki nóg. En við erum þakklát að fá þó þetta, því það munar um öll pláss.“ Hann vonast til að nýju rýmin verði opnuð sem fyrst en ekki liggur fyrir hvort fjölga þurfi starfsfólki á deildinni. „Við fáum betri aðstöðu sem breytir svo miklu um hagræðingu og hvernig vinnuafl nýtist. Inn í gömlu deild verður hönnuð nýtískuleg deild. Staðsetningin á Kleppi er líka góð, því hún er ekki alveg inn í miðborginni heldur meira þar sem eru græn svæði. Þegar við náum fólki úr bráðageðrofi getum við byrjað endurhæfingu. Við erum með góða íþróttaaðastöðu og fólk getur farið í göngutúra án þess að vera ónáða.“
Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Sjá meira