Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. apríl 2025 13:00 Michael Malone hafði þjálfað Nikola Jokic í tíu ár þegar hann var rekinn frá Denver Nuggets. getty/Michael Reaves Nikola Jokic var með þrefalda tvennu í fyrsta leik Denver Nuggets eftir að Michael Malone var óvænt rekinn sem þjálfari liðsins. Jokic sagði að síðustu klukkutímar hafi verið erfiðir. Á þriðjudaginn var Malone látinn taka pokann sinn hjá Denver ásamt framkvæmdastjóranum Calvin Booth. Tíðindin komu flestum í opna skjöldu enda er úrslitakeppnin handan við hornið. Malone stýrði Denver í áratug og gerði liðið að meisturum 2023. Malone er eini þjálfarinn sem Jokic hefur haft í NBA og augljóslega var honum brugðið við tíðindin af brottrekstri hans. Hann sagði að Josh Kroenke, sem er í eigendahópi Denver, hefði tjáð honum að ákveðið hefði verið að segja Malone upp. „Ég vissi þetta aðeins á undan öðrum. Hann sagði mér að þeir hefðu tekið ákvörðun. Þetta var ekki samtal. Þetta var ákvörðun. Hann sagði mér af hverju. Svo ég hlustaði og samþykkti. Ég segi ykkur ekki hvað hann sagði mér. Það er einkamál,“ sagði Jokic sem setti sig í samband við Malone eftir að hann fékk fréttirnar. „Ég sendi honum skilaboð. Þetta var tíu ára samband svo þetta var erfiður dagur fyrir alla, eflaust sérstaklega fyrir hann og fjölskyldu hans. En svona er bransinn.“ David Adelman tók við Denver til bráðabirgða. Hann er með þjálfaragenið enda sonur Ricks Adelman sem stýrði meðal annars Portland Trail Blazers og Sacramento Kings á árum áður. Denver vann einmitt Sacramento í nótt, 116-124. Jokic skoraði tuttugu stig, tók tólf fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Þetta var 33. þrennan hans á tímabilinu. Denver er í 4. sæti Vesturdeildarinnar og ekki enn öruggt með sæti í úrslitakeppninni. Liðið getur enn farið í umspil um sæti í úrslitakeppninni. NBA Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira
Á þriðjudaginn var Malone látinn taka pokann sinn hjá Denver ásamt framkvæmdastjóranum Calvin Booth. Tíðindin komu flestum í opna skjöldu enda er úrslitakeppnin handan við hornið. Malone stýrði Denver í áratug og gerði liðið að meisturum 2023. Malone er eini þjálfarinn sem Jokic hefur haft í NBA og augljóslega var honum brugðið við tíðindin af brottrekstri hans. Hann sagði að Josh Kroenke, sem er í eigendahópi Denver, hefði tjáð honum að ákveðið hefði verið að segja Malone upp. „Ég vissi þetta aðeins á undan öðrum. Hann sagði mér að þeir hefðu tekið ákvörðun. Þetta var ekki samtal. Þetta var ákvörðun. Hann sagði mér af hverju. Svo ég hlustaði og samþykkti. Ég segi ykkur ekki hvað hann sagði mér. Það er einkamál,“ sagði Jokic sem setti sig í samband við Malone eftir að hann fékk fréttirnar. „Ég sendi honum skilaboð. Þetta var tíu ára samband svo þetta var erfiður dagur fyrir alla, eflaust sérstaklega fyrir hann og fjölskyldu hans. En svona er bransinn.“ David Adelman tók við Denver til bráðabirgða. Hann er með þjálfaragenið enda sonur Ricks Adelman sem stýrði meðal annars Portland Trail Blazers og Sacramento Kings á árum áður. Denver vann einmitt Sacramento í nótt, 116-124. Jokic skoraði tuttugu stig, tók tólf fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Þetta var 33. þrennan hans á tímabilinu. Denver er í 4. sæti Vesturdeildarinnar og ekki enn öruggt með sæti í úrslitakeppninni. Liðið getur enn farið í umspil um sæti í úrslitakeppninni.
NBA Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira