Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Eiður Þór Árnason skrifar 10. apríl 2025 13:15 Bullseye hefur notið nokkurra vinsælda og hýst alþjóðleg pílumót. Vísir/Hulda Margrét „Allt hefur sinn tíma og öll vitum við að á dánarbeðinu lýsir enginn eftirsjá yfir því að hafa ekki unnið meira.” Þetta segir athafnamaðurinn Jón Gunnar Bergs en hann og eiginkona hans María Soffía Gottfreðsdóttir seldu nýverið rekstur Partýbúðarinnar, pílubarsins Bullseye í Austurbæ og tengdar fasteignir í Faxafeni 11 og Snorrabraut 37. Kaupendur eru fasteignafélagið Bergey og fjárfestingafélagið Tunga sem eru bæði leidd af Magnúsi Berg Magnússyni, fjárfesti og fyrrverandi forstjóra danska húsgagnafyrirtækisins NORR11. Partýbúðin hefur lengi verið starfrækt í Skeifunni.Facebook/Jón Gunnar Bergs Jón Gunnar tilkynnir þetta í færslu á Facebook-síðu sinni en Viðskiptablaðið greinir frá því að Steinþór Helgi Arnsteinsson og Ásgeir Guðmundsson, eigendur staðanna Röntgens og Skreiðar, muni taka við rekstri Bullseye og Austurbæjarbíós. Þá muni Ágúst Einþórsson, einn af stofnendum Brauð & co. og eigandi BakaBaka og Hressó, sjá um veitingar í húsinu. Ásgeir Guðmundsson er meðal þeirra sem tekur yfir rekstur Bullseye.Stöð 2 Vill lifa lífinu öðruvísi „Tilfinningin er skrýtin, enda hugur minn og tími oft og tíðum upptekinn af rekstri þessara fyrirtækja og fasteigna, allt frá því við keyptum Partýbúðina í 80 m2 leiguhúsnæði á Grensásveginum fyrir 17 árum. Ég lít stolltur um öxl, þetta hefur verið skemmtileg vegferð þar sem bæði fyrirtækin hafa alla tíð stuðlað að ómældri gleði þúsunda viðskiptavina. Á leiðinni hefur Partýbúðin tífaldast að stærð og veltu og Austurbæŕ hefur fengið nýtt líf sem heimsins stærsti pílukaststaður sem hýsir m.a. fjölmörg alþjóðleg pílumót,” skrifar Jón Gunnar og segist sannfærður um að Austurbær eigi eftir að koma til með að springa út enn frekar í höndum nýrra aðila. Ljóst sé að fjölmörg tækifæri séu falin í rekstri Bullseye og Partýbúðarinnar og ákvörðunin um að selja því ekki tekin á rekstrarlegum forsendum „heldur frekar í ljósi þess hvað það er sem á endanum skiptir máli í lífinu.“ „Ef Guð gefur, verð ég áttræður eftir sautján ár og okkur Maríu langar að njóta þeirra á annan hátt en hinna síðustu sautján,” bætir Jón Gunnar við. Ungt og kraftmikið fólk taki við rekstrinum og hann hlakki til að fylgjast með þeim. Kaup og sala fyrirtækja Reykjavík Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Þetta segir athafnamaðurinn Jón Gunnar Bergs en hann og eiginkona hans María Soffía Gottfreðsdóttir seldu nýverið rekstur Partýbúðarinnar, pílubarsins Bullseye í Austurbæ og tengdar fasteignir í Faxafeni 11 og Snorrabraut 37. Kaupendur eru fasteignafélagið Bergey og fjárfestingafélagið Tunga sem eru bæði leidd af Magnúsi Berg Magnússyni, fjárfesti og fyrrverandi forstjóra danska húsgagnafyrirtækisins NORR11. Partýbúðin hefur lengi verið starfrækt í Skeifunni.Facebook/Jón Gunnar Bergs Jón Gunnar tilkynnir þetta í færslu á Facebook-síðu sinni en Viðskiptablaðið greinir frá því að Steinþór Helgi Arnsteinsson og Ásgeir Guðmundsson, eigendur staðanna Röntgens og Skreiðar, muni taka við rekstri Bullseye og Austurbæjarbíós. Þá muni Ágúst Einþórsson, einn af stofnendum Brauð & co. og eigandi BakaBaka og Hressó, sjá um veitingar í húsinu. Ásgeir Guðmundsson er meðal þeirra sem tekur yfir rekstur Bullseye.Stöð 2 Vill lifa lífinu öðruvísi „Tilfinningin er skrýtin, enda hugur minn og tími oft og tíðum upptekinn af rekstri þessara fyrirtækja og fasteigna, allt frá því við keyptum Partýbúðina í 80 m2 leiguhúsnæði á Grensásveginum fyrir 17 árum. Ég lít stolltur um öxl, þetta hefur verið skemmtileg vegferð þar sem bæði fyrirtækin hafa alla tíð stuðlað að ómældri gleði þúsunda viðskiptavina. Á leiðinni hefur Partýbúðin tífaldast að stærð og veltu og Austurbæŕ hefur fengið nýtt líf sem heimsins stærsti pílukaststaður sem hýsir m.a. fjölmörg alþjóðleg pílumót,” skrifar Jón Gunnar og segist sannfærður um að Austurbær eigi eftir að koma til með að springa út enn frekar í höndum nýrra aðila. Ljóst sé að fjölmörg tækifæri séu falin í rekstri Bullseye og Partýbúðarinnar og ákvörðunin um að selja því ekki tekin á rekstrarlegum forsendum „heldur frekar í ljósi þess hvað það er sem á endanum skiptir máli í lífinu.“ „Ef Guð gefur, verð ég áttræður eftir sautján ár og okkur Maríu langar að njóta þeirra á annan hátt en hinna síðustu sautján,” bætir Jón Gunnar við. Ungt og kraftmikið fólk taki við rekstrinum og hann hlakki til að fylgjast með þeim.
Kaup og sala fyrirtækja Reykjavík Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira