Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar 11. apríl 2025 07:02 Undanfarna daga hefur verið rætt um áform ríkisstjórnarinnar um að afnema heimild til samnýtingar skattþrepa. Því hefur verið haldið fram að um aðför að barnafjölskyldum landsins sé að ræða og að afnám heimildarinnar bitni helst á fjölskyldum sem verða tímabundið af tekjum vegna fæðingarorlofs og þeim foreldrum sem eiga erfitt með að ná endum saman. Þetta er rangt. Greiningar fjármála- og efnahagsráðuneytisins hafa sýnt fram á að 95% þeirra einstaklinga sem njóta góðs af samnýtingu skattþrepa eru í efstu tekjutíundinni og yfir 90% þeirra eru raunar í efri helmingi efstu tekjutíundarinnar. Ekki stendur til að afnema samsköttun eins og hún leggur sig, og sameiginleg nýting persónuafsláttar verður áfram í boði. Þetta hefur þýðingu fyrir þau pör sem verða tímabundið af tekjum af ýmsum ástæðum. Með afnámi skattaívilnunar fyrir samnýtingu á skattþrepum er fyrst og fremst verið að fella brott skattafslátt sem hefur að langmestu leyti ratað til tekjuhæstu heimila landsins. Raunar hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn bent á að markmiðið með slíkri ívilnun sé óljós, að hún gagnist helst tekjuhæstu heimilunum og hafi þannig áhrif til þess að auka tekjudreifinguna fremur en jafna hana. Þetta eru ekki heimilin sem þurfa á skattafsláttum og styrkjum að halda. Ungt barnafólk með lágar tekjur og einstæðir foreldrar þurfa mun frekar á stuðningi hins opinbera að halda, enda er mun líklegra að þau séu að ala upp börn í fátækt en þau pör sem hafa haft kost á að samnýta skattþrep. Okkur ber að bæta hag þessara hópa, og það er pólitísk stefna þessarar ríkisstjórnar að hlúa betur að börnum og uppræta fátækt. Þá hefur verið bent á að þessi skattaívilnun sem við erum að afnema eykur á kynjamisrétti þar þeir einstaklingar sem njóta góðs af henni eru langflestir karlmenn. Fyrir árið 2023 var hlutfallið 82%. Þessi skattaafsláttur dregur nefnilega úr þeim hvata sem tekjulægri aðilinn, nær oftast kona, hefur til að vera á vinnumarkaði, enda er útkoman fyrir fjölskylduna af atvinnuþátttöku tekjulægri aðilans sú að fyrsta króna atvinnutekna hans (oftast hennar) er strax skattlögð eins og um tekjur í hæsta skattþrepi væri að ræða. Þetta eru neikvæð hliðaráhrif af þessum skattafslætti og mjög úr takti við það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. Að nýta ríkisfé til að styðja við tekjuhæsta fólkið í samfélaginu er ekki góð ráðstöfun. Nær væri að stjórnvöld notuðu krafta sína í að styðja betur við barnafólk, fólk í fæðingarorlofi og þá foreldra sem raunverulega berjast í bökkum við rekstur heimilisins. Ríkisstjórnin hefur verið skýr – og ætlar að styrkja afkomuöryggi fólks í fæðingarorlofi. Hún ætlar að bæta sérstaklega hag tekjulægri foreldra. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur ætlar að hækka lágmarksgreiðslur foreldra í fæðingarorlofi – það er aðgerð sem skilar sér til efnaminni foreldra og styður við barnafjölskyldurnar sem þurfa mest á því að halda. Fæðingarstyrkur námsmanna og til fólks utan vinnumarkaðar verða einnig hækkaðir. Þegar hefur svo verið lagt fram frumvarp um lengingu fæðingarorlofs fjölburaforeldra og foreldra sem veikjast á meðgöngu. Til stendur að tryggja að hækkanir í fæðingarorlofskerfinu gangi til allra foreldra í fæðingarorlofi, óháð fæðingardegi barns – en í dag fá foreldrar mismunandi hámarksgreiðslur þó þeir séu í fæðingarorlofi á sama tíma. Ríkisstjórnin ætlar sér að auka greiðslur til Fæðingarorlofssjóðs á hverju ári, samtals um 6,5 milljarða króna á tímabilinu sem fjármálaáætlun nær til – þetta skilar sér beint til barnafólksins í landinu. Einnig kemur fram í fjármálaáætlun að þróun barnabóta verði komið í fastar skorður og tryggt verði að fjárhæðir bótanna haldi verðgildi sínu, en sú hefur ekki verið raunin síðastliðna áratugi. Þetta kemur fram í fjármálaáætlun, sem var til umræðu í þinginu á síðustu dögum, áður en stjórnarandstaðan ákvað að þeim væri ekki fært að taka frekari þátt í umræðum um hana. Gagnleg umræða hefði getað skapast um áform ríkisstjórnarinnar og það hvernig við raunverulega bætum hag barnafjölskyldna og forgangsröðum fjármunum til þess – en þar skilaði stjórnarandstaðan auðu. Þingmenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins munu hins vegar standa vörð um hag foreldra, ungs barnafólks og börn sem glíma við fátækt – en ekki um sérhagsmuni hæstu tekjutíundanna sem minna þurfa á stuðningi ríkisins að halda. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ragna Sigurðardóttir Skattar og tollar Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur verið rætt um áform ríkisstjórnarinnar um að afnema heimild til samnýtingar skattþrepa. Því hefur verið haldið fram að um aðför að barnafjölskyldum landsins sé að ræða og að afnám heimildarinnar bitni helst á fjölskyldum sem verða tímabundið af tekjum vegna fæðingarorlofs og þeim foreldrum sem eiga erfitt með að ná endum saman. Þetta er rangt. Greiningar fjármála- og efnahagsráðuneytisins hafa sýnt fram á að 95% þeirra einstaklinga sem njóta góðs af samnýtingu skattþrepa eru í efstu tekjutíundinni og yfir 90% þeirra eru raunar í efri helmingi efstu tekjutíundarinnar. Ekki stendur til að afnema samsköttun eins og hún leggur sig, og sameiginleg nýting persónuafsláttar verður áfram í boði. Þetta hefur þýðingu fyrir þau pör sem verða tímabundið af tekjum af ýmsum ástæðum. Með afnámi skattaívilnunar fyrir samnýtingu á skattþrepum er fyrst og fremst verið að fella brott skattafslátt sem hefur að langmestu leyti ratað til tekjuhæstu heimila landsins. Raunar hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn bent á að markmiðið með slíkri ívilnun sé óljós, að hún gagnist helst tekjuhæstu heimilunum og hafi þannig áhrif til þess að auka tekjudreifinguna fremur en jafna hana. Þetta eru ekki heimilin sem þurfa á skattafsláttum og styrkjum að halda. Ungt barnafólk með lágar tekjur og einstæðir foreldrar þurfa mun frekar á stuðningi hins opinbera að halda, enda er mun líklegra að þau séu að ala upp börn í fátækt en þau pör sem hafa haft kost á að samnýta skattþrep. Okkur ber að bæta hag þessara hópa, og það er pólitísk stefna þessarar ríkisstjórnar að hlúa betur að börnum og uppræta fátækt. Þá hefur verið bent á að þessi skattaívilnun sem við erum að afnema eykur á kynjamisrétti þar þeir einstaklingar sem njóta góðs af henni eru langflestir karlmenn. Fyrir árið 2023 var hlutfallið 82%. Þessi skattaafsláttur dregur nefnilega úr þeim hvata sem tekjulægri aðilinn, nær oftast kona, hefur til að vera á vinnumarkaði, enda er útkoman fyrir fjölskylduna af atvinnuþátttöku tekjulægri aðilans sú að fyrsta króna atvinnutekna hans (oftast hennar) er strax skattlögð eins og um tekjur í hæsta skattþrepi væri að ræða. Þetta eru neikvæð hliðaráhrif af þessum skattafslætti og mjög úr takti við það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. Að nýta ríkisfé til að styðja við tekjuhæsta fólkið í samfélaginu er ekki góð ráðstöfun. Nær væri að stjórnvöld notuðu krafta sína í að styðja betur við barnafólk, fólk í fæðingarorlofi og þá foreldra sem raunverulega berjast í bökkum við rekstur heimilisins. Ríkisstjórnin hefur verið skýr – og ætlar að styrkja afkomuöryggi fólks í fæðingarorlofi. Hún ætlar að bæta sérstaklega hag tekjulægri foreldra. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur ætlar að hækka lágmarksgreiðslur foreldra í fæðingarorlofi – það er aðgerð sem skilar sér til efnaminni foreldra og styður við barnafjölskyldurnar sem þurfa mest á því að halda. Fæðingarstyrkur námsmanna og til fólks utan vinnumarkaðar verða einnig hækkaðir. Þegar hefur svo verið lagt fram frumvarp um lengingu fæðingarorlofs fjölburaforeldra og foreldra sem veikjast á meðgöngu. Til stendur að tryggja að hækkanir í fæðingarorlofskerfinu gangi til allra foreldra í fæðingarorlofi, óháð fæðingardegi barns – en í dag fá foreldrar mismunandi hámarksgreiðslur þó þeir séu í fæðingarorlofi á sama tíma. Ríkisstjórnin ætlar sér að auka greiðslur til Fæðingarorlofssjóðs á hverju ári, samtals um 6,5 milljarða króna á tímabilinu sem fjármálaáætlun nær til – þetta skilar sér beint til barnafólksins í landinu. Einnig kemur fram í fjármálaáætlun að þróun barnabóta verði komið í fastar skorður og tryggt verði að fjárhæðir bótanna haldi verðgildi sínu, en sú hefur ekki verið raunin síðastliðna áratugi. Þetta kemur fram í fjármálaáætlun, sem var til umræðu í þinginu á síðustu dögum, áður en stjórnarandstaðan ákvað að þeim væri ekki fært að taka frekari þátt í umræðum um hana. Gagnleg umræða hefði getað skapast um áform ríkisstjórnarinnar og það hvernig við raunverulega bætum hag barnafjölskyldna og forgangsröðum fjármunum til þess – en þar skilaði stjórnarandstaðan auðu. Þingmenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins munu hins vegar standa vörð um hag foreldra, ungs barnafólks og börn sem glíma við fátækt – en ekki um sérhagsmuni hæstu tekjutíundanna sem minna þurfa á stuðningi ríkisins að halda. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun