Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar 11. apríl 2025 09:00 Þegar skipulag er framkvæmt án samráðs og kjörnir fulltrúar víkja sér undan ábyrgð – þá verður traustið að endurheimtast með nýrri forystu. Það þarf hugrekki til að viðurkenna mistök – og enn meira hugrekki til að takast á við afleiðingar gjörða sinna. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, hefur sagst tilbúin að „axla ábyrgð“, en í raun virðist hún einungis viðurkenna ábyrgðina í orði – án þess að axla ábyrgð. Eins og málfræðingurinn Eiríkur Rögnvaldsson hefur bent á, er grundvallarmunur á því að bera ábyrgð og axla ábyrgð. Fólk ber ábyrgð á tilteknum hlutum samkvæmt lögum, siðareglum eða almennum venjum í mannlegum samskiptum, og undan þeirri ábyrgð verður ekki vikist – hún er ekki valkvæð. Að axla ábyrgð þýðir hins vegar að viðurkenna þessa ábyrgð í verki, taka afleiðingum eigin gjörða og leitast við að bæta fyrir mistök. Þetta er ekki spurning um orð, heldur um gjörðir. Í kjölfar þess að risavaxið iðnaðarhúsnæði reis þétt upp við fjölbýlishús í Breiðholti – framkvæmd sem fór fram án viðunandi samráðs og er nú almennt kölluð „græna skrímslið“ eða „græna gímaldið“ – þar sem íbúar fengu hvorki skýr svör né tækifæri til raunverulegs samráðs, og stórar ákvarðanir voru teknar í skjóli óljósra og ógegnsærra ferla, ætti Dóra að sýna í verki að hún skilji þann mun. Hún hefur brugðist trausti borgarbúa – ekki einungis með gjörðum sínum heldur einnig með afstöðu sinni þegar skaðinn er skeður. Hún biður ekki um fyrirgefningu – hún afsakar sig. Þetta dugar ekki. Að sama skapi hefur umræðan um uppbyggingu allt að 100 íbúða við andapollinn í Seljahverfi valdið réttmætri óánægju. Svæðið, sem íbúar þekkja sem friðsælt útivistarsvæði og barnaleiksvæði, hefur nú verið sett á kort sem þróunarsvæði – með tölum sem gefa til kynna mögulega uppbyggingu íbúða. Þrátt fyrir yfirlýsingar um að ekkert sé ákveðið, eru þessar tölur ekki teknar út og ekki settar fram með fyrirvara. Það er erfitt að tala um „samráð“ við slíkar aðstæður – þegar traustið vantar. Það sem veldur aukinni vantrú eru yfirlýsingar hennar þar sem hún stillir kynjum upp sem andstæðum í pólitík. Hún hefur meðal annars fullyrt að konur þurfi að „koma og taka til“ eftir karlmenn sem valdi „veseni“. Slíkar yfirlýsingar eru ekki aðeins ósanngjarnar, heldur grafa þær undan virðingu fyrir fólki – af öllum kynjum – sem vinnur heiðarlega að bættum samfélögum. Í lýðræðissamfélagi eigum við ekki að sundra, heldur sameina. Abraham Lincoln sagði eitt sinn: „Þú getur ekki forðast ábyrgð morgundagsins með því að komast hjá henni í dag.“ Þessi orð eiga vel við. Dóra Björt hefur fengið mörg tækifæri til að axla ábyrgð – en hún hefur ekki nýtt þau. Þegar traust glatast dugar ekki að tala um úrbætur. Það þarf að sýna ábyrgð í verki – og það byrjar með því að stíga til hliðar. Þannig skapast rými fyrir nýtt upphaf, nýja sýn og forystu sem nýtur raunverulegs trausts samfélagsins. Dóra Björt ætti því að stíga til hliðar úr umhverfis- og skipulagsráði. Íbúar borgarinnar eiga kost á að velja sér nýja forystu að ári – og þeim má treysta til þess. Fólk vill ekki lengur heyra falleg orð – það vill sjá heiðarleika, ábyrgð og raunverulegt samtal við íbúa. Það er ekki of mikið að biðja um. Það er lágmark. Höfundur er verkfræðingur og íbúi í Breiðholti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson Skoðun Skoðun Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Sjá meira
Þegar skipulag er framkvæmt án samráðs og kjörnir fulltrúar víkja sér undan ábyrgð – þá verður traustið að endurheimtast með nýrri forystu. Það þarf hugrekki til að viðurkenna mistök – og enn meira hugrekki til að takast á við afleiðingar gjörða sinna. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, hefur sagst tilbúin að „axla ábyrgð“, en í raun virðist hún einungis viðurkenna ábyrgðina í orði – án þess að axla ábyrgð. Eins og málfræðingurinn Eiríkur Rögnvaldsson hefur bent á, er grundvallarmunur á því að bera ábyrgð og axla ábyrgð. Fólk ber ábyrgð á tilteknum hlutum samkvæmt lögum, siðareglum eða almennum venjum í mannlegum samskiptum, og undan þeirri ábyrgð verður ekki vikist – hún er ekki valkvæð. Að axla ábyrgð þýðir hins vegar að viðurkenna þessa ábyrgð í verki, taka afleiðingum eigin gjörða og leitast við að bæta fyrir mistök. Þetta er ekki spurning um orð, heldur um gjörðir. Í kjölfar þess að risavaxið iðnaðarhúsnæði reis þétt upp við fjölbýlishús í Breiðholti – framkvæmd sem fór fram án viðunandi samráðs og er nú almennt kölluð „græna skrímslið“ eða „græna gímaldið“ – þar sem íbúar fengu hvorki skýr svör né tækifæri til raunverulegs samráðs, og stórar ákvarðanir voru teknar í skjóli óljósra og ógegnsærra ferla, ætti Dóra að sýna í verki að hún skilji þann mun. Hún hefur brugðist trausti borgarbúa – ekki einungis með gjörðum sínum heldur einnig með afstöðu sinni þegar skaðinn er skeður. Hún biður ekki um fyrirgefningu – hún afsakar sig. Þetta dugar ekki. Að sama skapi hefur umræðan um uppbyggingu allt að 100 íbúða við andapollinn í Seljahverfi valdið réttmætri óánægju. Svæðið, sem íbúar þekkja sem friðsælt útivistarsvæði og barnaleiksvæði, hefur nú verið sett á kort sem þróunarsvæði – með tölum sem gefa til kynna mögulega uppbyggingu íbúða. Þrátt fyrir yfirlýsingar um að ekkert sé ákveðið, eru þessar tölur ekki teknar út og ekki settar fram með fyrirvara. Það er erfitt að tala um „samráð“ við slíkar aðstæður – þegar traustið vantar. Það sem veldur aukinni vantrú eru yfirlýsingar hennar þar sem hún stillir kynjum upp sem andstæðum í pólitík. Hún hefur meðal annars fullyrt að konur þurfi að „koma og taka til“ eftir karlmenn sem valdi „veseni“. Slíkar yfirlýsingar eru ekki aðeins ósanngjarnar, heldur grafa þær undan virðingu fyrir fólki – af öllum kynjum – sem vinnur heiðarlega að bættum samfélögum. Í lýðræðissamfélagi eigum við ekki að sundra, heldur sameina. Abraham Lincoln sagði eitt sinn: „Þú getur ekki forðast ábyrgð morgundagsins með því að komast hjá henni í dag.“ Þessi orð eiga vel við. Dóra Björt hefur fengið mörg tækifæri til að axla ábyrgð – en hún hefur ekki nýtt þau. Þegar traust glatast dugar ekki að tala um úrbætur. Það þarf að sýna ábyrgð í verki – og það byrjar með því að stíga til hliðar. Þannig skapast rými fyrir nýtt upphaf, nýja sýn og forystu sem nýtur raunverulegs trausts samfélagsins. Dóra Björt ætti því að stíga til hliðar úr umhverfis- og skipulagsráði. Íbúar borgarinnar eiga kost á að velja sér nýja forystu að ári – og þeim má treysta til þess. Fólk vill ekki lengur heyra falleg orð – það vill sjá heiðarleika, ábyrgð og raunverulegt samtal við íbúa. Það er ekki of mikið að biðja um. Það er lágmark. Höfundur er verkfræðingur og íbúi í Breiðholti.
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun