Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. apríl 2025 22:47 Sigrún Helga Lund, prófessor í tölfræði, Anna Helga Jónsdóttir, prófessor í tölfræði, og Valentina Giangreco Puletti, prófessor í stærðfræðilegri eðlisfræði. Háskóli Íslands Fyrstu konurnar til að vera skipaðar í stöðu prófessors við námsbraut í stærðfræði kalla eftir því að enn fleiri konur skrái sig í stærðfræðinám og segja það helbera mýtu að stærðfræðingar kunni ekki að skemmta sér. Þrjár konur hafa nýverið verið skipaðar í stöðu prófessors í stærðfræði við Háskóla Íslands en um er að ræða fyrstu konurnar til að gegna prófessorsstöðu við námsbrautina. Boðað var til fögnuðar í Veröld húsi Vigdísar vegna þessa þar sem konurnar þrjár fóru yfir feril sinn. Valentina var fyrst þeirra til að verða prófessor. Stoltar og kalla eftir að fleiri konur feti í þeirra fótspor „Ég er mjög spennt fyrir því og það hefur verið mjög gaman,“ segir Valentina Giangreco Puletti, prófessor í stærðfræðilegri eðlisfræði. „Jú þetta er bara æðislegt, frábært að feta í fótspor Valentínu, fyrst kvenna til að verða prófessor við námsbraut í stærðfræði. Við erum mjög stoltar af því og við fögnum saman í dag allar orðnar prófessorar,“ segir Anna Helga Jónsdóttir, prófessor í tölfræði. Frá athöfninni í Veröld, húsi Vigdísar.vísir Fjórar konur starfa nú við kennslu í stærðfræði við HÍ en prófessorarnir kalla eftir því að enn fleiri konur skrái sig í stærðfræði. „Núna erum við margar konur við námsbrautina og við erum komnar með svo gott kynjahlutfall og það er svo gaman. Og það er svo gaman hjá nemendum okkar. Það er þetta sem við erum svo glöð að sjá. Að það sé verið að afmá stimpil um að stærðfræði sé bara fyrir eitthvað ófélagslynt fólk sem vill bara vera heima hjá sér,“ segir Sigrún Helga Lund, prófessor í tölfræði. Búið að bóka efri hæðina á Röntgen Þær segja það vera mýtu að stærðfræði og fjör eigi ekki samleið. „Það verður fagnað í kvöld, það er alveg á hreinu. Við ætlum að byrja hér í Veröld og vera með smá fyrirlestur um okkur. Fáum að tala um okkur sjálfar í lengri tíma. Svo verður farið niður í bæ og haft ægilega gaman,“ segir Anna Helga. „Við erum búin að bóka efri hæðina á Röntgen og verðum þar í góðu fjöri,“ segir Sigrún Helga. Það er mikið talað um Valkyrjur og Kryddpíur þessa daganna er eitthvað nafn fyrir stærðfræði prófessora? „Jú reyndar, það er nafn. Því ég heiti Sigrún Helga, Anna Helga og .. Valentina Helga,“ segir Sigrún kímin. Þið eruð stærðfræði Helgunar? „Já,“ svöruðu þær og hlógu dátt. Skóla- og menntamál Háskólar Jafnréttismál Vistaskipti Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Þrjár konur hafa nýverið verið skipaðar í stöðu prófessors í stærðfræði við Háskóla Íslands en um er að ræða fyrstu konurnar til að gegna prófessorsstöðu við námsbrautina. Boðað var til fögnuðar í Veröld húsi Vigdísar vegna þessa þar sem konurnar þrjár fóru yfir feril sinn. Valentina var fyrst þeirra til að verða prófessor. Stoltar og kalla eftir að fleiri konur feti í þeirra fótspor „Ég er mjög spennt fyrir því og það hefur verið mjög gaman,“ segir Valentina Giangreco Puletti, prófessor í stærðfræðilegri eðlisfræði. „Jú þetta er bara æðislegt, frábært að feta í fótspor Valentínu, fyrst kvenna til að verða prófessor við námsbraut í stærðfræði. Við erum mjög stoltar af því og við fögnum saman í dag allar orðnar prófessorar,“ segir Anna Helga Jónsdóttir, prófessor í tölfræði. Frá athöfninni í Veröld, húsi Vigdísar.vísir Fjórar konur starfa nú við kennslu í stærðfræði við HÍ en prófessorarnir kalla eftir því að enn fleiri konur skrái sig í stærðfræði. „Núna erum við margar konur við námsbrautina og við erum komnar með svo gott kynjahlutfall og það er svo gaman. Og það er svo gaman hjá nemendum okkar. Það er þetta sem við erum svo glöð að sjá. Að það sé verið að afmá stimpil um að stærðfræði sé bara fyrir eitthvað ófélagslynt fólk sem vill bara vera heima hjá sér,“ segir Sigrún Helga Lund, prófessor í tölfræði. Búið að bóka efri hæðina á Röntgen Þær segja það vera mýtu að stærðfræði og fjör eigi ekki samleið. „Það verður fagnað í kvöld, það er alveg á hreinu. Við ætlum að byrja hér í Veröld og vera með smá fyrirlestur um okkur. Fáum að tala um okkur sjálfar í lengri tíma. Svo verður farið niður í bæ og haft ægilega gaman,“ segir Anna Helga. „Við erum búin að bóka efri hæðina á Röntgen og verðum þar í góðu fjöri,“ segir Sigrún Helga. Það er mikið talað um Valkyrjur og Kryddpíur þessa daganna er eitthvað nafn fyrir stærðfræði prófessora? „Jú reyndar, það er nafn. Því ég heiti Sigrún Helga, Anna Helga og .. Valentina Helga,“ segir Sigrún kímin. Þið eruð stærðfræði Helgunar? „Já,“ svöruðu þær og hlógu dátt.
Skóla- og menntamál Háskólar Jafnréttismál Vistaskipti Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira