Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Kristján Már Unnarsson skrifar 12. apríl 2025 08:50 Gert er ráð allt að 100 sætum í flugvélinni og 1.850 kílómetra flugdrægi. Það þýddi að hún gæti þjónað flugleiðinni milli Reykjavíkur og Oslóar. Airbus/teikning Ráðamenn Airbus hafa ítrekað þá stefnumörkun sína að koma eitthundrað sæta flugvél knúinni mengunarlausu eldsneyti í arðbært farþegaflug á næsta áratug. Þetta kom fram á árlegum fundi forystumanna Airbus á dögunum. Þar var sýnd breytt hönnun vetnisflugvélar sem Airbus hafði áður kynnt í verkefni sem kallast ZEROe. Núna er gert ráð fyrir fjórum rafmagnshreyflum á flugvélinni í stað sex hreyfla áður. Þá hefur tímaramma verkefnisins verið seinkað. Áður var stefnt á að flugvélin yrði komin í almennt farþegaflug árið 2035. Núna er talað um að flugvélin fari í notkun eftir miðjan næsta áratug. Fljótandi vetni yrði dælt á tvo vetnisgeyma. Fjórir efnaraflar um borð, einn fyrir hvern hreyfil, myndu framleiða rafmagn til að knýja hreyflana.Airbus/teikning Tæknin gengur út á það að flugvélin verði knúin fjórum tveggja megavatta rafmagnshreyflum. Hver hreyfill sé tengdur efnarafli sem breyti vetni og súrefni í raforku. Tveir vetnisgeymar með fljótandi vetni verði um borð. Eini útblásturinn yrði mengunarlaus vatnsgufa. Þetta er samskonar tækni og bandaríska sprotafyrirtæki Universal Hydrogen nýtti fyrir tveimur árum til að fljúga Dash 8-300 flugvél í tilraunaskyni. Hugmyndin er að umbreyta olíuknúnum flugvélum, sem þegar eru notkun, í vetnisknúnar rafmagnsflugvélar. Það félag fór hins vegar í þrot síðastliðið sumar þegar því tókst ekki að afla nægilegs fjármagns til frekara þróunarstarfs. Icelandair hafði skoðað slíka lausn til orkuskipta í innanlandsfluginu á Íslandi. Airbus miðar við að ZEROe-flugvélin geti þjónað allt að 1.000 sjómílna löngum flugleiðum, eða í 1.850 kílómetra fjarlægð. Það þýðir að hún gæti sinnt áætlunarflugi milli Reykjavíkur og þeirra borga í Skandinavíu og á Bretlandseyjum sem næstar eru Íslandi, eins og Bergen, Osló, Glasgow, Manchester og Dublin. Miðað við þessa forsendu vantar lítið upp á að hún kæmist einnig til Kaupmannahafnar og London. Flugvélin gæti flogið milli Íslands og þeirra borga Skandinavíu og Bretlandseyja sem næstar eru Íslandi.Airbus/teikning Borgarbúar gætu kannski farið að láta sig dreyma um það að komast á ný í beinu flugi frá Reykjavíkurflugvelli til næstu nágrannalanda, eins og tíðkaðist fram yfir miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Að þessu sinni þó með hljóðlátum og mengunarfríum flugvélum á innlendu sjálfbæru eldsneyti, á vetni sem framleitt væri með íslenskri raforku. Önnur lausn sem Icelandair skoðar fyrir innanlandsflugið er þessi þrjátíu sæta sænska rafmagnsflugvél: Airbus Fréttir af flugi Orkuskipti Loftslagsmál Reykjavíkurflugvöllur Icelandair Orkumál Tengdar fréttir Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi. 7. mars 2023 22:20 Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace kynnti í dag fyrsta tilraunaeintak þrjátíu sæta rafmagnsflugvélar. Hún gæti orðið fyrsta rafknúna flugvélin í innanlandsflugi hérlendis en Icelandair hefur skráð sig fyrir fimm eintökum. 12. september 2024 22:40 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira
Þar var sýnd breytt hönnun vetnisflugvélar sem Airbus hafði áður kynnt í verkefni sem kallast ZEROe. Núna er gert ráð fyrir fjórum rafmagnshreyflum á flugvélinni í stað sex hreyfla áður. Þá hefur tímaramma verkefnisins verið seinkað. Áður var stefnt á að flugvélin yrði komin í almennt farþegaflug árið 2035. Núna er talað um að flugvélin fari í notkun eftir miðjan næsta áratug. Fljótandi vetni yrði dælt á tvo vetnisgeyma. Fjórir efnaraflar um borð, einn fyrir hvern hreyfil, myndu framleiða rafmagn til að knýja hreyflana.Airbus/teikning Tæknin gengur út á það að flugvélin verði knúin fjórum tveggja megavatta rafmagnshreyflum. Hver hreyfill sé tengdur efnarafli sem breyti vetni og súrefni í raforku. Tveir vetnisgeymar með fljótandi vetni verði um borð. Eini útblásturinn yrði mengunarlaus vatnsgufa. Þetta er samskonar tækni og bandaríska sprotafyrirtæki Universal Hydrogen nýtti fyrir tveimur árum til að fljúga Dash 8-300 flugvél í tilraunaskyni. Hugmyndin er að umbreyta olíuknúnum flugvélum, sem þegar eru notkun, í vetnisknúnar rafmagnsflugvélar. Það félag fór hins vegar í þrot síðastliðið sumar þegar því tókst ekki að afla nægilegs fjármagns til frekara þróunarstarfs. Icelandair hafði skoðað slíka lausn til orkuskipta í innanlandsfluginu á Íslandi. Airbus miðar við að ZEROe-flugvélin geti þjónað allt að 1.000 sjómílna löngum flugleiðum, eða í 1.850 kílómetra fjarlægð. Það þýðir að hún gæti sinnt áætlunarflugi milli Reykjavíkur og þeirra borga í Skandinavíu og á Bretlandseyjum sem næstar eru Íslandi, eins og Bergen, Osló, Glasgow, Manchester og Dublin. Miðað við þessa forsendu vantar lítið upp á að hún kæmist einnig til Kaupmannahafnar og London. Flugvélin gæti flogið milli Íslands og þeirra borga Skandinavíu og Bretlandseyja sem næstar eru Íslandi.Airbus/teikning Borgarbúar gætu kannski farið að láta sig dreyma um það að komast á ný í beinu flugi frá Reykjavíkurflugvelli til næstu nágrannalanda, eins og tíðkaðist fram yfir miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Að þessu sinni þó með hljóðlátum og mengunarfríum flugvélum á innlendu sjálfbæru eldsneyti, á vetni sem framleitt væri með íslenskri raforku. Önnur lausn sem Icelandair skoðar fyrir innanlandsflugið er þessi þrjátíu sæta sænska rafmagnsflugvél:
Airbus Fréttir af flugi Orkuskipti Loftslagsmál Reykjavíkurflugvöllur Icelandair Orkumál Tengdar fréttir Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi. 7. mars 2023 22:20 Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace kynnti í dag fyrsta tilraunaeintak þrjátíu sæta rafmagnsflugvélar. Hún gæti orðið fyrsta rafknúna flugvélin í innanlandsflugi hérlendis en Icelandair hefur skráð sig fyrir fimm eintökum. 12. september 2024 22:40 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira
Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi. 7. mars 2023 22:20
Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace kynnti í dag fyrsta tilraunaeintak þrjátíu sæta rafmagnsflugvélar. Hún gæti orðið fyrsta rafknúna flugvélin í innanlandsflugi hérlendis en Icelandair hefur skráð sig fyrir fimm eintökum. 12. september 2024 22:40
Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30
Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33