Börn oft að leik þar sem slysið varð Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. apríl 2025 22:05 Hér má sjá hvernig bíllinn hafnaði við hliðið að garði Gróu. Aðsend Móðir kallar eftir því að Reykjavíkurborg grípi til ráðstafanna til að tryggja umferðaröryggi í íbúðargötu eftir að bíll valt með óútskýranlegum hætti fyrir utan heimili hennar. Börn séu oft að leik á sama stað. Atvikið átti sér stað upp úr klukkan sex í gærmorgun og var ökumaðurinn handtekinn í kjölfarið grunaður um akstur undir áhrifum. Tjón varð á tveimur bifreiðum í götunni en íbúi segir lukkulegt að enginn hafi verið á ferðinni. „Og svo sjáum að hér eru glerbrot úr rúðunni. Hérna sjáum við hvar börnin fara í gegn. Það eru um fjögur börn sem búa í þessu húsi,“ sagði Gróa Einarsdóttir sem lýsti vettvangi fyrir fréttastofu. Hægt er að sjá klippuna hér fyrir neðan: Gjarnan keyrt glannalega og af miklum hraða inn í götuna Alltof oft sé keyrt glannalega í þröngri götunni. Hún hafi lengi haft áhyggjur af umferðinni. „Mér var mjög brugðið. Því að ég hef haft áhyggjur af öryggi hérna í götunni mjög lengi. Hérna keyrir maður inn, beint af Snorrabraut þar sem er mikill hraði inn í íbúðarhverfi. Hér er svona lengja með görðum og hérna leika börnin sér úti. Þau fara beint úr görðunum, það er engin stétt á milli og inn í götuna.“ Kallar eftir því að gatan verði gerð að vistgötu Hún hvetur Reykjavíkurborg til að grípa til ráðstafana til að tryggja öryggi í götunni og tekur fram að hún hafi áður vakið athygli á málinu. „Ég væri náttúrulega bara til í að þau myndu loka götunni hérna strax að Snorrabraut. Þetta væri bara svo fín gata til þess að vera vistgata og koma inn hinum megin. Þá væri maður náttúrulega að koma inn á miklu minni hraða. Maður ímyndar sér bara ef þetta slys hefði ekki gerst klukkan sex um morguninn heldur aðeins seinna, þá hefðu börn geta verið að fara á milli garðanna og lent í mjög alvarlegu slysi.“ Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Atvikið átti sér stað upp úr klukkan sex í gærmorgun og var ökumaðurinn handtekinn í kjölfarið grunaður um akstur undir áhrifum. Tjón varð á tveimur bifreiðum í götunni en íbúi segir lukkulegt að enginn hafi verið á ferðinni. „Og svo sjáum að hér eru glerbrot úr rúðunni. Hérna sjáum við hvar börnin fara í gegn. Það eru um fjögur börn sem búa í þessu húsi,“ sagði Gróa Einarsdóttir sem lýsti vettvangi fyrir fréttastofu. Hægt er að sjá klippuna hér fyrir neðan: Gjarnan keyrt glannalega og af miklum hraða inn í götuna Alltof oft sé keyrt glannalega í þröngri götunni. Hún hafi lengi haft áhyggjur af umferðinni. „Mér var mjög brugðið. Því að ég hef haft áhyggjur af öryggi hérna í götunni mjög lengi. Hérna keyrir maður inn, beint af Snorrabraut þar sem er mikill hraði inn í íbúðarhverfi. Hér er svona lengja með görðum og hérna leika börnin sér úti. Þau fara beint úr görðunum, það er engin stétt á milli og inn í götuna.“ Kallar eftir því að gatan verði gerð að vistgötu Hún hvetur Reykjavíkurborg til að grípa til ráðstafana til að tryggja öryggi í götunni og tekur fram að hún hafi áður vakið athygli á málinu. „Ég væri náttúrulega bara til í að þau myndu loka götunni hérna strax að Snorrabraut. Þetta væri bara svo fín gata til þess að vera vistgata og koma inn hinum megin. Þá væri maður náttúrulega að koma inn á miklu minni hraða. Maður ímyndar sér bara ef þetta slys hefði ekki gerst klukkan sex um morguninn heldur aðeins seinna, þá hefðu börn geta verið að fara á milli garðanna og lent í mjög alvarlegu slysi.“
Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira