Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. apríl 2025 13:51 Frá setningu Alþingis í febrúar. Vísir/Vilhelm Skrifstofa forseta Íslands segir afgreiðslu á beiðnum fréttastofu RÚV um upplýsingar um dagskrá forsetans ekki hafa verið fyllilega í samræmi við ákvæði upplýsingalaga. Umboðsmaður Alþingis segir ekki tilefni til frekari skoðunar á málinu í ljósi viðurkenningar skrifstofunnar á mistökum. Fréttastofa RÚV fjallaði um það 5. febrúar að skrifstofa forsetans hefði veitt óskýr svör við fyrirspurnum um hvar Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefði verið á meðan minningarathöfn um helförina í Auschwitz fór fram í lok janúar. Þegar RÚV óskaði fyrst eftir upplýsingum um af hverju forsetinn hefði ekki sótt minningarathöfnina sagði forsetaskrifstofan að ekki hefði verið hægt að koma minningarathöfninni heim og saman við dagskrá forsetans. Í síðari svörum kom fram að Halla hefði ekki tök á að sækja viðburðinn því hann stangaðist á við einkaferð forsetahjónanna. Forsetahjónin voru í Dóminíska lýðveldinu þar sem Björn Skúlason forsetamarki nýtti tækifærið og auglýsti collagen-vörumerkið sitt Just Björn á Instagram-reikningi fyrirtækisins. View this post on Instagram A post shared by just björn (@justbjorncollagen) Þegar fréttastofa RÚV óskaði eftir að fá dagskrá forseta afhenta sagði forsetaskrifstofan að dagskrá forsetans væri ekki afhent. Var vísað til þess að ekki væri hægt að greina frá fyrirhuguðum ferðum forseta fyrir fram því það væri oft gestgjafans að tilkynna um ferðina. Þá ættu fleiri sjónarmið við til dæmis þau sem snúa að öryggi. Umboðsmaður óskaði því eftir að skrifstofa forseta upplýsti nánar um fyrirkomulag upplýsingagjafar um málefni sem snerta forsetann, meðal annars hvaða reglur giltu um meðferð beiðna um upplýsingar um dagskrá hans. Jafnframt var óskað eftir upplýsingum um þau sjónarmið sem lágu til grundvallar synjun á beiðnum fréttastofu RÚV og þá með hliðsjón af því að ekki var beðið um upplýsingarnar fyrir fram heldur eftir á. Umboðsmaður segir í bréfi sínu til skrifstofu forseta Íslands að í upplýsingalögum sé gengið út frá því sem meginreglu að skylt sé að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál sem og aðgengi að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þó megi takmarka aðganginn þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess enda hafi þau að geyma upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál. Aðilum á borð við skrifstofu forsetans beri skylda til að kanna hvort fyrir liggi í vörslum þeirra gögn með þeim upplýsingum sem óskað sé eftir og í kjölfarið taka rökstudda ákvörðun um hvort veita eigi aðgang að gögnunum í heild eða hluta. Umboðsmaður segir skrifstofu forsetans ekki hafa veitt nægjanlegar upplýsingar um það hvers vegna beiðni RÚV var synjað og sömuleiðis að skort hafi á leiðbeiningar um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Fram kemur í bréfi umboðsmanns að í svörum skrifstofunnar hefði verið viðurkennt að afgreiðsla á beiðnum RÚV hefði ekki verið fyllilega í samræmi við ákvæði upplýsingalaga. Lét umboðsmaður því nægja að benda skrifstofu forseta á að gæta framvegis að tilteknum ákvæðum upplýsingalaga í störfum sínum. Athugun umboðsmanns á upplýsingagjöf skrifstofu forseta Íslands væri því lokið. Áfram yrði þó fylgst með afgreiðslu skrifstofunnar á beiðnum um upplýsingar og þær teknar til skoðunar eftir atvikum. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Fréttastofa RÚV fjallaði um það 5. febrúar að skrifstofa forsetans hefði veitt óskýr svör við fyrirspurnum um hvar Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefði verið á meðan minningarathöfn um helförina í Auschwitz fór fram í lok janúar. Þegar RÚV óskaði fyrst eftir upplýsingum um af hverju forsetinn hefði ekki sótt minningarathöfnina sagði forsetaskrifstofan að ekki hefði verið hægt að koma minningarathöfninni heim og saman við dagskrá forsetans. Í síðari svörum kom fram að Halla hefði ekki tök á að sækja viðburðinn því hann stangaðist á við einkaferð forsetahjónanna. Forsetahjónin voru í Dóminíska lýðveldinu þar sem Björn Skúlason forsetamarki nýtti tækifærið og auglýsti collagen-vörumerkið sitt Just Björn á Instagram-reikningi fyrirtækisins. View this post on Instagram A post shared by just björn (@justbjorncollagen) Þegar fréttastofa RÚV óskaði eftir að fá dagskrá forseta afhenta sagði forsetaskrifstofan að dagskrá forsetans væri ekki afhent. Var vísað til þess að ekki væri hægt að greina frá fyrirhuguðum ferðum forseta fyrir fram því það væri oft gestgjafans að tilkynna um ferðina. Þá ættu fleiri sjónarmið við til dæmis þau sem snúa að öryggi. Umboðsmaður óskaði því eftir að skrifstofa forseta upplýsti nánar um fyrirkomulag upplýsingagjafar um málefni sem snerta forsetann, meðal annars hvaða reglur giltu um meðferð beiðna um upplýsingar um dagskrá hans. Jafnframt var óskað eftir upplýsingum um þau sjónarmið sem lágu til grundvallar synjun á beiðnum fréttastofu RÚV og þá með hliðsjón af því að ekki var beðið um upplýsingarnar fyrir fram heldur eftir á. Umboðsmaður segir í bréfi sínu til skrifstofu forseta Íslands að í upplýsingalögum sé gengið út frá því sem meginreglu að skylt sé að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál sem og aðgengi að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þó megi takmarka aðganginn þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess enda hafi þau að geyma upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál. Aðilum á borð við skrifstofu forsetans beri skylda til að kanna hvort fyrir liggi í vörslum þeirra gögn með þeim upplýsingum sem óskað sé eftir og í kjölfarið taka rökstudda ákvörðun um hvort veita eigi aðgang að gögnunum í heild eða hluta. Umboðsmaður segir skrifstofu forsetans ekki hafa veitt nægjanlegar upplýsingar um það hvers vegna beiðni RÚV var synjað og sömuleiðis að skort hafi á leiðbeiningar um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Fram kemur í bréfi umboðsmanns að í svörum skrifstofunnar hefði verið viðurkennt að afgreiðsla á beiðnum RÚV hefði ekki verið fyllilega í samræmi við ákvæði upplýsingalaga. Lét umboðsmaður því nægja að benda skrifstofu forseta á að gæta framvegis að tilteknum ákvæðum upplýsingalaga í störfum sínum. Athugun umboðsmanns á upplýsingagjöf skrifstofu forseta Íslands væri því lokið. Áfram yrði þó fylgst með afgreiðslu skrifstofunnar á beiðnum um upplýsingar og þær teknar til skoðunar eftir atvikum.
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent