Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar 15. apríl 2025 15:33 Nú liggur fyrir þinginu frumvarp um breytingar á lögum um framhaldsskóla. Í breytingunum er meðal annars kveðið á um að auka heimildir skólastjórnenda að horfa til fleiri þátta en einkunna við inntöku nemenda í framhaldsskóla. Hér um að ræða mikilvægt framfaraskref í þágu nemenda sem eru á flóknu og oft viðkvæmu þroskaskeiði við lok grunnskóla sem oftar en ekki hefur áhrif á námsárangur og gerir það að verkum nemendur ná ekki að sýna hvað í þeim býr. Börn þroskast ekki öll á sama hraða á þessum mikilvægu mótunarárum og okkur ber að taka tillit til þess. Mjög misjafnt er hvenær ungt fólk nær vopnum sínum í námi, í mörgum tilfellum er það ekki fyrr en í framhaldsskóla. Okkur sem samfélagi ber að greiða götu allra barna og ungmenna en ekki leggja stein í götu þeirra. Með öðrum orðum ber okkur að stuðla að jafnræði til náms. Jafna möguleika nemenda á að sækja sér menntun á því sviði sem styrkleikar þeirra liggja. Hægt að horfa á aðra styrkleika Því er þessi breyting á frumvarpinu mjög góð, hún gefur okkur tækifæri til að horfa til þátta eins og þátttöku í félagsstarfi, íþrótta- eða öðru tómstundastarfi, áhrifa nemenda á skóla- og bekkjarbrag og annarra félagslegra þátta sem geta vegið þungt í því hvernig nemanda gengur að ná fótfestu í nýjum skóla og getur í mörgum tilfellum verið góð viðbót í viðkomandi skólasamfélag. Hætt er við því að framhaldsskólinn verði af þessum nemendum ef einungis er horft til námsárangurs. Þá má líka horfa til þess að þessar breyting getur haft hvetjandi áhrif á þá sem verið hafa í námslegri lægð og vilja taka sig á. Þeir eygja þá möguleika á þeirri menntun sem þeir hafa hug til. Þá má benda á að fjölbreytt námsumhverfi er af hinu góða fyrir alla. Æskilegt er að framhaldsskólinn líkt og grunnskólinn endurspegli samfélagið eins og frekast er unnt. Framhaldsskólar víða um land hafa ekki verið í þeirri stöðu að handvelja til sín nemendur og því hafa þeir skólar endurspeglað litróf samfélagsins um langt árabil með góðum árangri og brautskráð fjölbreyttan hóp námsmanna sem nú starfa á ýmsum sviðum samfélagsins. Það er enginn að kollvarpa neinu Vert er að taka fram að það ríkir fræðsluskylda fyrir alla nemendur á aldrinum 16-18 ára. Það þýðir að ríkinu ber að sjá þessum aldurshópi fyrir menntun við hæfi. Frumvarpinu er ætlað að bregðast við þróun sem orðið hefur á umhverfi framhaldsskóla frá gildistöku laga um framhaldsskóla fyrir næstum 17 árum síðan og skýra álitaefni sem hafa komið upp í framkvæmd þeirra. Með breytingunni er því ekki verið að kollvarpa neinu kerfi, líkt og ranglega hefur verið haldið fram í umræðunni. Hér ekki verið að gera einkunnir að „táknmynd félagslegs óréttlætis“ eða stefna menntakerfinu í einhverskonar bráðahættu. Þeir sem halda slíku fram gera það af vanþekkingu á efninu. Það er einfaldlega verið að útvíkka heimildir skólastjórnenda, án þess að setja nokkrar bindandi kvaðir á þá, við inntöku nemenda sem senda inn almenna umsókn og eiga á hættu að vera synjað um skólagöngu vegna námsmats. Það er allt og sumt. Og það er hið besta mál. Höfundur er kennari í efstu bekkjum grunnskóla og varaþingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Samfylkingin Flokkur fólksins Framhaldsskólar Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir þinginu frumvarp um breytingar á lögum um framhaldsskóla. Í breytingunum er meðal annars kveðið á um að auka heimildir skólastjórnenda að horfa til fleiri þátta en einkunna við inntöku nemenda í framhaldsskóla. Hér um að ræða mikilvægt framfaraskref í þágu nemenda sem eru á flóknu og oft viðkvæmu þroskaskeiði við lok grunnskóla sem oftar en ekki hefur áhrif á námsárangur og gerir það að verkum nemendur ná ekki að sýna hvað í þeim býr. Börn þroskast ekki öll á sama hraða á þessum mikilvægu mótunarárum og okkur ber að taka tillit til þess. Mjög misjafnt er hvenær ungt fólk nær vopnum sínum í námi, í mörgum tilfellum er það ekki fyrr en í framhaldsskóla. Okkur sem samfélagi ber að greiða götu allra barna og ungmenna en ekki leggja stein í götu þeirra. Með öðrum orðum ber okkur að stuðla að jafnræði til náms. Jafna möguleika nemenda á að sækja sér menntun á því sviði sem styrkleikar þeirra liggja. Hægt að horfa á aðra styrkleika Því er þessi breyting á frumvarpinu mjög góð, hún gefur okkur tækifæri til að horfa til þátta eins og þátttöku í félagsstarfi, íþrótta- eða öðru tómstundastarfi, áhrifa nemenda á skóla- og bekkjarbrag og annarra félagslegra þátta sem geta vegið þungt í því hvernig nemanda gengur að ná fótfestu í nýjum skóla og getur í mörgum tilfellum verið góð viðbót í viðkomandi skólasamfélag. Hætt er við því að framhaldsskólinn verði af þessum nemendum ef einungis er horft til námsárangurs. Þá má líka horfa til þess að þessar breyting getur haft hvetjandi áhrif á þá sem verið hafa í námslegri lægð og vilja taka sig á. Þeir eygja þá möguleika á þeirri menntun sem þeir hafa hug til. Þá má benda á að fjölbreytt námsumhverfi er af hinu góða fyrir alla. Æskilegt er að framhaldsskólinn líkt og grunnskólinn endurspegli samfélagið eins og frekast er unnt. Framhaldsskólar víða um land hafa ekki verið í þeirri stöðu að handvelja til sín nemendur og því hafa þeir skólar endurspeglað litróf samfélagsins um langt árabil með góðum árangri og brautskráð fjölbreyttan hóp námsmanna sem nú starfa á ýmsum sviðum samfélagsins. Það er enginn að kollvarpa neinu Vert er að taka fram að það ríkir fræðsluskylda fyrir alla nemendur á aldrinum 16-18 ára. Það þýðir að ríkinu ber að sjá þessum aldurshópi fyrir menntun við hæfi. Frumvarpinu er ætlað að bregðast við þróun sem orðið hefur á umhverfi framhaldsskóla frá gildistöku laga um framhaldsskóla fyrir næstum 17 árum síðan og skýra álitaefni sem hafa komið upp í framkvæmd þeirra. Með breytingunni er því ekki verið að kollvarpa neinu kerfi, líkt og ranglega hefur verið haldið fram í umræðunni. Hér ekki verið að gera einkunnir að „táknmynd félagslegs óréttlætis“ eða stefna menntakerfinu í einhverskonar bráðahættu. Þeir sem halda slíku fram gera það af vanþekkingu á efninu. Það er einfaldlega verið að útvíkka heimildir skólastjórnenda, án þess að setja nokkrar bindandi kvaðir á þá, við inntöku nemenda sem senda inn almenna umsókn og eiga á hættu að vera synjað um skólagöngu vegna námsmats. Það er allt og sumt. Og það er hið besta mál. Höfundur er kennari í efstu bekkjum grunnskóla og varaþingmaður Samfylkingarinnar.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun