Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar 16. apríl 2025 11:01 Nú er sá tími árs þegar leikskólaumræðan er í hámarki. Hvaða börn fá pláss og hver ekki. Sveitfélög keppast við að tilkynna um aldur þeirra sem fá inngöngu og þar er Seltjarnarnes að tapa í samkeppninni. Á síðasta ári var mikið barnalán á Seltjarnarnesi og 2024 árgangurinn óvenju stór. En það leiðir af sér að erfiðara er að veita börnum pláss. Þar að auki hafa möguleika foreldra á því að koma börnum í einkaleikskóla annars staðar þrengst mjög og svo er ekkert dagforeldri starfandi á Seltjarnarnesi. Þetta þýðir að foreldrar barna fædd eftir mars 2024 eru í vandræðum. Þau munu ekki koma börnum sínum í leikskóla fyrr en langt gengið í þriggja ára. Það hefur verið ljóst árum saman að átaks sé þörf í leikskólamálum á Seltjarnarnesi. Núverandi meirihluti Sjálfstæðismanna hefur haft það á sinni stefnuskrá að byggja nýja stærri leikskóla í þrennum kosningum í röð. Enn bólar ekkert á þessum leikskóla og bera menn fyrir sig ýmsar ástæður. Það var covid, það var verðbólgan, það var mygla í skólunum okkar. Ekkert af þessu er öðruvísi í öðrum sveitfélögum um allt land. Þau hafa öll lent í slæmri myglu sem líkt og á Seltjarnarnesi, sem meðal annars kom til vegna sparnaðar í viðhaldi skólahúsnæðis. Meirihluti Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi er haldinn sérkennilegri þráhyggju. Þau hafa rekið bæjarfélagið með halla síðustu 8 ár, uppsafnaður er hann yfir 3 milljarðar, samt halda þau í að rekstur lúti öðrum lögmálum en önnur sveitafélög. Hugmyndin er sú að einhvern vegin getum við rekið sveitafélag nútímans eins og í gamla daga, með mun lægra útsvari þrátt fyrir að þjónustukrafan sé umtalsvert meiri en áður. Síðustu ár hefur verið stöðug hnignun í þjónustu á Seltjarnarnesi, ungmennastarf var verulega skert, skólarnir hafa verið í svelti og viðhaldi ekki sinnt. Fjárfestingar eingöngu notaðar til viðhalds og viðbragða ekki til uppbyggingar. Mér finnst þetta kristallast í því að eina samkomuhús okkar, Félagsheimili Seltjarnarness, hús sem er mikilvægt í sjálfsmynd Seltirninga, hefur verið lokað vegna viðhalds í 5 ár og enn stendur ekki til að klára það. Það er hægt að leysa leikskólavandann á Seltjarnarnesi frekar auðveldlega. Við höfum aðgang að húsnæði og höfum úrvals ungbarnaleikskóla sem gæti bætt við sig deild. En það er ekki hægt af því að við eigum engan pening á Seltjarnarnesi, Við eigum ekki pening af því að Sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi eru í þrjóskukasti og vilja upp á líf og dauða ekki horfast í augu við raunveruleikann og viðurkenna að það þarf að hækka útsvarið. Við getum ekki rekið sveitafélag með svo háu þjónustustigi, með enga aðra tekjur án þess að íbúar greiði sameiginlega sinn hlut í þeim rekstri. Bara líkt og flestir aðrir íbúar þessa lands gera. Annað er óskhyggja og mun ekki enda vel. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurþóra Bergsdóttir Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er sá tími árs þegar leikskólaumræðan er í hámarki. Hvaða börn fá pláss og hver ekki. Sveitfélög keppast við að tilkynna um aldur þeirra sem fá inngöngu og þar er Seltjarnarnes að tapa í samkeppninni. Á síðasta ári var mikið barnalán á Seltjarnarnesi og 2024 árgangurinn óvenju stór. En það leiðir af sér að erfiðara er að veita börnum pláss. Þar að auki hafa möguleika foreldra á því að koma börnum í einkaleikskóla annars staðar þrengst mjög og svo er ekkert dagforeldri starfandi á Seltjarnarnesi. Þetta þýðir að foreldrar barna fædd eftir mars 2024 eru í vandræðum. Þau munu ekki koma börnum sínum í leikskóla fyrr en langt gengið í þriggja ára. Það hefur verið ljóst árum saman að átaks sé þörf í leikskólamálum á Seltjarnarnesi. Núverandi meirihluti Sjálfstæðismanna hefur haft það á sinni stefnuskrá að byggja nýja stærri leikskóla í þrennum kosningum í röð. Enn bólar ekkert á þessum leikskóla og bera menn fyrir sig ýmsar ástæður. Það var covid, það var verðbólgan, það var mygla í skólunum okkar. Ekkert af þessu er öðruvísi í öðrum sveitfélögum um allt land. Þau hafa öll lent í slæmri myglu sem líkt og á Seltjarnarnesi, sem meðal annars kom til vegna sparnaðar í viðhaldi skólahúsnæðis. Meirihluti Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi er haldinn sérkennilegri þráhyggju. Þau hafa rekið bæjarfélagið með halla síðustu 8 ár, uppsafnaður er hann yfir 3 milljarðar, samt halda þau í að rekstur lúti öðrum lögmálum en önnur sveitafélög. Hugmyndin er sú að einhvern vegin getum við rekið sveitafélag nútímans eins og í gamla daga, með mun lægra útsvari þrátt fyrir að þjónustukrafan sé umtalsvert meiri en áður. Síðustu ár hefur verið stöðug hnignun í þjónustu á Seltjarnarnesi, ungmennastarf var verulega skert, skólarnir hafa verið í svelti og viðhaldi ekki sinnt. Fjárfestingar eingöngu notaðar til viðhalds og viðbragða ekki til uppbyggingar. Mér finnst þetta kristallast í því að eina samkomuhús okkar, Félagsheimili Seltjarnarness, hús sem er mikilvægt í sjálfsmynd Seltirninga, hefur verið lokað vegna viðhalds í 5 ár og enn stendur ekki til að klára það. Það er hægt að leysa leikskólavandann á Seltjarnarnesi frekar auðveldlega. Við höfum aðgang að húsnæði og höfum úrvals ungbarnaleikskóla sem gæti bætt við sig deild. En það er ekki hægt af því að við eigum engan pening á Seltjarnarnesi, Við eigum ekki pening af því að Sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi eru í þrjóskukasti og vilja upp á líf og dauða ekki horfast í augu við raunveruleikann og viðurkenna að það þarf að hækka útsvarið. Við getum ekki rekið sveitafélag með svo háu þjónustustigi, með enga aðra tekjur án þess að íbúar greiði sameiginlega sinn hlut í þeim rekstri. Bara líkt og flestir aðrir íbúar þessa lands gera. Annað er óskhyggja og mun ekki enda vel. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun