Sport

Segir að Fury muni ekki snúa aftur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tyson Fury í bardaganum gegn Oleksandr Usyk 21. desember í fyrra. Svo virðist sem það hafi verið síðasti bardaginn á ferli Furys.
Tyson Fury í bardaganum gegn Oleksandr Usyk 21. desember í fyrra. Svo virðist sem það hafi verið síðasti bardaginn á ferli Furys. getty/Richard Pelham

Bob Arum, sem var umboðsmaður Tysons Fury um tíma, segir að enski boxarinn muni ekki snúa aftur í hringinn.

Í byrjun þessa árs tilkynnti Fury að hann hefði lagt hanskana á hilluna. Margir tóku þeirri tilkynningu með fyrirvara enda hefur Fury áður hætt en snúið aftur. Hann hefur alls fimm sinnum sagst vera hættur. En Arum telur að nú séu hanskarnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt.

„Ef ég væri gefinn fyrir veðmál myndi ég segja að hann myndi aldrei berjast aftur,“ sagði Arum við BBC.

„Marvin Hagler sagði stundum: Ríkur maður sem gengur til náða í silkináttfötum fer ekki á fætur á morgnana til að fara í vegavinnu. Ég held að Tyson vilji ekki rífa sig á lappir og fara í vegavinnuna og fara í gegnum æfingar þegar hann þarf þess ekki fjárhagslega.“

Fury tapaði síðustu tveimur bardögum sínum á ferlinum fyrir Oleksandr Usyk. Hann vann alls 34 af 37 bardögum sínum á ferlinum og einn endaði með jafntefli.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×